Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 25.–27. nóvember 201416 Fréttir Erlent
n Um 60 fórnarlömb á ári n Jamal hefur lifað af þrjár árásir n Helmingur deyr
U
m fimm hundruð Bengaltígr-
ar draga fram lífið í stærsta
hitabeltisskógi jarðar, á
landamærum Indlands og
Bangladess. Eina vandamál-
ið er að hið sama gerir um milljón
manns. Á hverju ári verða 60 manns
fyrir árásum dýranna. Aðeins um
helmingur þeirra er til frásagnar um
þá árekstra. Hinir eru étnir eða látast
af áverkum.
Íbúar á Surdarbans-svæðinu, í
suðurhluta Bangladess við landa-
mærin að Indlandi, óttast ekkert
meira en tígrisdýr. Því fékk blaða-
maður BBC að kynnast þegar hann
heimsótti svæðið. Hann spurði sjó-
mann, sem hann rakst á, hvort hann
hefði séð til tígrisdýra þann daginn.
Honum til undrunar pakkaði sjó-
maðurinn saman föggum sínum og
hraðaði sér í burtu – án þess að svara.
Þegar blaðamaðurinn leitaði skýr-
inga svaraði hann: „Tígrisdýrið kemur
ef þú nefnir það á nafn. Það er ástæð-
an.“ Tígrisdýr eru viðvarandi ógn við
íbúana og þannig eru tígrisdýr hluti af
daglegu lífi þeirra.
Dró gamla konu úr rúminu
Fáir íbúar á svæðinu hafa ekki á ein-
hverjum tímapunkti orðið varir við
tígrisdýr. Sum svæði innan Surdar-
bans eru hættulegri en önnur. Árin
2006 til 2008 voru nokkrir íbúar
drepnir í þorpinu Joymoni, á bökk-
um Pashur-árinnar í útjaðri skógar-
ins. Í einu tilvikinu stökk tígrisdýr, um
miðja nótt, í gegnum bambusvegg,
greip 83 ára konu, dró hana öskrandi
úr rúmi sínu og þaðan út úr kofanum.
Sonur konunnar, Krisnopodo
Mondol, á sjötugsaldri, vaknaði við
öskur móður sinnar. „Ég opnaði
hurðina og hljóp að rúmi mömmu
minnar. Ég kom að tómu rúmi og
fann hana hvergi. Ég opnaði dyrnar
út á veröndina og sá hana liggjandi,
illa farna, í tunglsljósinu.“ Blaðamað-
ur BBC segir að frásögnin fái mjög á
Mondol, sem má vart mæla af sorg.
Hann grípur mynd af móður sinni, úr
hillu og heldur svo áfram. „Hún var
bitin vinstra megin í höfuðkúpuna
sem brotnaði. Hún andaði þegar ég
kom að henni en var út úr heiminum.
Hún dó skömmu síðar.“
Fjölskyldan flutti skömmu síðar
í traustara hús, steinsteypt, skammt
fyrir utan þorpið. Hún framfleytir sér
með því að þurrka kókoshnetur af
kirfilega afgirtu svæði.
Veiðimenn í mestri hættu
Flestir íbúar svæðisins byggja afkomu
sína á því sem áin og skógurinn hef-
ur að bjóða. Þrátt fyrir að Sundarbans
sé á heimsminjaskrá UNESCO vinna
margir við skógarhögg og veiðar,
þvert á lög. Og það er við þær aðstæð-
ur sem flestar árásirnar verða. Bara í
sumar voru tveir krabbaveiðimenn
drepnir. Jamal Mohumad er einn
þeirra sem hafa orðið fyrir árás tígris-
dýra og lifað af. Árið 1997 fór hann
inn í skóginn til þess að veiða til mat-
ar. Þar lenti honum saman við annan
og öllu illskeyttari aðila sem var þar í
sömu erindagjörðum.
„Tígurinn stökk á mig með klærnar
á undan. Hann læsti klónum í lærin á
mér og dró mig á kaf. Ég barðist um
og kafaði um það bil þrjá metra ofan í
vatnið,“ en þess má geta að tígrisdýr
eru vel synd. „Þá sleppti dýrið mér. Ég
synti eins og ég gat niður ána, sá þar
bát og kallaði á hjálp.“ Jamal er raunar
álitinn hetja á meðal íbúa svæðisins.
Hann er sá eini sem vitað er um sem
hefur í þrígang komist lífs af eftir árás
tígrisdýra.
Öskraði þar til blæddi úr hálsinum
Síðasta árásin átti sér stað árið 2007.
Hann var við bakka árinnar þegar
hann tók eftir tígrisdýri í háu grasi
hinum megin bakkans. Tígrisdýrið
fylgdist með honum úr fjarlægð. „Ég
vissi að ef ég hlypi væri úti um mig,“
segir hann um atvikið. Hann bað þess
í stað bænir. Dýrið fylgdi honum eft-
ir og nálgaðist hann hægt. „Ég hafði
orðið fyrir tveimur árásum áður og
var þess vegna meðvitaðri um hvað
ég ætti að gera.“ Fyrr en varði stóð
hann andspænis dýrinu. „Ég gretti
mig og hafði eins hátt og ég gat.
Tígrisdýr óttast manninn, þú veist.
Bæði hafa ástæðu til að óttast.“
Þegar um einn metri skildi Jamal
og tígurinn að, hvæsti dýrið og öskr-
aði. Jamal gerði slíkt hið sama á móti.
„Ég gargaði og æpti og gerði mig eins
ófrýnilegan og ég gat. Þetta gekk í
um hálftíma þar til mér fór að blæða
í hálsinum,“ segir hann við BBC. Á
meðan þessu gekk hafði konan hans,
sem heyrt hafði öskrin, safnað saman
hópi manna úr þorpinu. Hópur-
inn kom með svo miklum látum að
tígrisdýrið hörfaði. „Þegar vinir mínir
komu brotnaði ég niður.“
Þrátt fyrir þessa upplifun fer Jamal
enn í skóginn – en hefur meiri vara
á sér en áður. „Ég fæ martraðir um
tígrisdýr og þegar ég fer inn í skóginn
óttast ég stöðugt að verða fyrir árás.
Ég verð að fara í skóginn til að fram-
fleyta börnunum mínum.“
Grimmari en önnur dýr
BBC segir að tígrisdýrin í Sundarbans
virðist grimmari en í öðrum heims-
hlutum. Aðeins getgátur eru uppi um
hvers vegna það sé. Ein kenningin
er á þá leið að vatnið á þessu svæði
sé saltara en annars staðar. Líklegri
skýring er talin sú að þrengt hafi að
svæði dýranna og bráð sé af skorn-
um skammti. Lífsbaráttan sé því bæði
hörð fyrir dýrin og mennina en tígris-
dýr veiða og éta um það bil 80 hús- og
gæludýr ár hvert; hunda, geitur, vís-
unda og kýr. Atvik hafa komið upp
þar sem bændur hafa gert gagnárás
á tígrisdýrin sem eru alfriðuð. Til að
sporna við þessu hafa 49 litlir hópar
verið settir á laggirnar, víðsvegar um
svæðið, sem hafa það hlutverk að
hræða burt tígrisdýrin þegar þeim
lendir saman við fólk. Ef það ber ekki
árangur er til staðar sveit manna sem
getur handsamað dýrin og sleppt
þeim á öruggum svæðum.
Þrátt fyrir þessar varúðarráðstaf-
anir verða enn árekstrar á svæðinu. Í
desember í fyrra eltu þorpsbúar, bú-
settir nærri Ghagra Mari, dýr uppi
sem hafði ráðist á og drepið mann.
Þeir drápu dýrið.
„Hljómaði eins og þruma“
Einn viðmælandi BBC, Deban Man-
dal, hlær þegar hann er spurður hvort
hann óttist ekki að tígrisdýrin deyi út.
„Hvernig getur svona öflugt rándýr
verið í útrýmingarhættu? Ég hef heyrt
hjartslátt tígrisdýrs og hann er sterk-
ari en minn.“
Mandal var snemma morguns á
leið til fiskveiða þegar hann gekk fram
á tígrisdýr. Hann gekk meðfram djúp-
um árfarvegi ásamt veiðifélögum sín-
um. Það var fjara svo mjög lítið var í
ánni og bratt niður bakkann. Á ein-
um tímapunkti lagði hann net sitt frá
sér, sem hann hafði borið í fanginu.
Í þann mund stökk á hann tígrisdýr
upp úr þurru. „Það öskraði svo hátt
að það hljómaði eins og þruma,“ segir
hann og líkir eftir hljóðinu.
Heyrði hjartsláttinn
„Ég var gjörsamlega varnarlaus. Ég
var viss um að dýrið myndi hrinda
mér fram af brúninni.“ Hann greip
um búk dýrsins, neðan frá og ríghélt
sér. Til að verja höfuðið, sem tígur-
inn reyndi að ná til, lagði hann eyrað
að bringunni, þar sem hann lá undir
dýrinu. „Ég heyrði andardrátt þess
og fann fyrir hjartslættinum á meðan
það reyndi að bíta mig.“ Hann hélt að
hann gæti varist biti en það reyndist
ekki mögulegt. „Það komst að höfði
mínu frá hlið og beit mig í aftanverð-
an hálsinn. Þá var ég viss um að stríð-
ið væri tapað.“
Annar félagi hans klifraði upp í tré
en hinn kom félaga sínum til bjargar.
„Annar þeirra barði dýrið í höfðið með
öxi eða spýtu. Þá sleppti dýrið mér og
hljóp í burtu.“ Örin eru vel sjáanleg á
hálsi mannsins, að sögn blaðamanns.
Hann er í dag skíthræddur við tígris-
dýr og forðast að halda til veiða á
varasömum svæðum.
Bitinn í andlitið
Sukumar Mondol er enn einn íbúinn
sem orðið hefur fyrir árás tígrisdýrs.
Hann skaddaðist illa í árásinni; and-
litið skekktist og hann hefur hvorki
fulla sjón né heyrn. Þá glímir hann
við smámæli sem er afleiðing bits.
„Ég sat við árbakkann þegar ég heyrði
hávært öskur í svolítilli fjarlægð. Það
leið ekki mínúta þar til dýrið hafði
fundið mig. Tígurinn stökk á mig aft-
ur og aftur með klærnar á undan sér.“
Önnur höndin var komin úr axlarlið
en á þeim handlegg sjást ummerki
eftir árásina skýrt, að sögn blaða-
manns.
Maðurinn segir að dýrið hafi ver-
ið stórt – búkurinn einn um þrír metr-
ar á lengd. Þegar það hafi náð að bíta
hann í andlitið hafi hann gefið upp
alla von um að komast frá skepnunni
lifandi. „Skyndilega kom kona aðvíf-
andi sem barði til hans með priki, af
öllu afli.“ Þá hörfaði tígurinn og kon-
an hlúði að sárum Mondols. Ekki
mátti það tæpara standa. Hún kom
honum fyrir í báti og sigldi með hann
tíu kílómetra leið til Chalna. Þaðan
var hann fluttur aðra 50 kílómetra á
næsta sjúkrahús. „Hún bjargaði lífi
mínu,“ segir hann.
Mondol má teljast heppinn að
vera á lífi. Hann var nokkrar vikur
á sjúkrahúsi og er óvinnufær í dag.
„Ég hef ekki farið inn í skóginn frá 27.
júlí 2011. Tígurinn er grimmur. Hann
drepur og étur fólk án nokkurra vand-
kvæða.“ Hann er æðrulaus. „Við sem
lifum hérna búum einfaldlega á yfir-
ráðasvæði tígrisdýrsins. Ég komst lífs
af fyrir tilstilli guðs. Hann blessaði
mig og gaf mér líf.“ n
Öskraði þar
til úr hálsin-
um blæddi
Mohumad hefur
lifað af þrjár árásir
tígrisdýra og er
hetja í augum
heimamanna.Að búA innAn um
mAnnýg tígrisdýr
Bengaltígur Eins
og ætla má er ekkert
grín að lenda í klóm
mannýgs tígrisdýrs á
borð við þetta. MynD 123RF
Sýnir hvar dýrið beit
um höfuð hans Suku-
mar Mondol skaddaðist
illa í árásinni; andlitið
skekktist og hann hefur
hvorki fulla sjón né heyrn.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
„Tígurinn stökk
á mig með klærn-
ar á undan. Hann læsti
klónum í lærin á mér og
dró mig á kaf.