Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 38
38 Fólk Vikublað 25.–27. nóvember 2014 U ppistandshópurinn Mið-Ís- land undirbýr endurkomu sína í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun næsta árs og stóð fyrir tveimur tilraunasýningum í síðustu viku. Þar fluttu þeir félagar glænýtt grín og gamanmál og prófuðu á áhorf- endum. Féll nýja efnið vel í kramið hjá tilraunagestunum og má því búast við því að sýningin á næsta ári slái í gegn líkt og fyrri sýningar hafa gert. Hóp- inn skipa nú Ari Eldjárn, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð en Bergur Ebbi verður líklega fjarri góðu gamni að mestu leyti vegna náms erlendis. Vonir standa þó til að hægt verði að flytja hann inn á einhverjar sýningar. Ýmsir góðir grínistar, bæði innlendir og erlendir, munu fá það hlutverk að reyna að fylla skarð hans í sýningunni og verður það verðugt verkefni. n Gott grín í Kjallaranum Mið-Ísland prófaði nýtt efni á tilraunagestum Grínistar af lífi og sál Jóhann Alfreð, Björn Bragi og Ari Eldjárn vita hvað fær fólk til að hlæja og gera það óspart. Góðir gestir Nýja efni Mið- Íslands féll vel í kramið hjá gestum tilraunasýningarinnar. Miðavörður Nilli sá um að enginn kæmist inn í húsið án þess að framvísa réttum miða. Erfitt líf Jóhann Alfreð og Ari Eldjárn stappa stálinu í Dóra DNA fyrir sýninguna. Kannski var hann hræddur um að verða ekki nógu fyndinn. Mikil gleði Jóhann Alfreð og Anna Svava voru fersk fyrir sýninguna, en Anna Svava hefur oft tekið þátt í sýningum Mið-Íslands. Hönnunarverðlaun Íslands afHent n Verðlaunin afhent í fyrsta sinn n Gestir fylltu Kristalsalinn H önnunarverðlaun Ís- lands voru afhent síðast- liðinn fimmtudag við há- tíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Það var verkefnið Austurland: Designs from Nowhere eftir Körnu Sig- urðardóttur og Pete Collard sem bar sigur úr býtum, en þrjú önn- ur verkefni voru tilnefnd. Mikil spenna lá í loftinu áður en til- kynnt var um sigurvegarana og ekki dró úr henni þegar í ljós kom að umslag með nafni sigurvegar- anna hafði glatast. Það bjargaðist þó fyrir horn og var þeim vel fagn- að eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. n Sigurvegarar Það var verkefnið Austurland: Des-igns from Nowhere sem bar sigur úr býtum. Tvær flottar Þessar tvær eru eflaust veikar fyrir íslenskri hönnun og létu sig ekki vanta á verðlaunahátíðina. Spjallað um hönnun Gestir gæddu sér á gómsætum veitingum og skoluðu þeim niður með dýrindis bollu. Flott fólk Gestir Hönnunarverðlaunanna voru allir áberandi smekklegir, enda flestir viðloðandi tísku- og hönnunarbransann á einn eða annan hátt. Eftirvænting Eftirvæntingin skein úr andlitum gestanna, sem fylltu Kristalsal Þjóðleikhússins. Spenntar Líkt og fleiri voru þessar spenntar að heyra úrslitin tilkynnt. Tískugúrú Þessi tvö vita nákvæmlega hvað er í tísku og hvernig á að klæða sig á smekklegan hátt. Tilnefningar Fjögur verkefni voru tilnefnd til Hönnunarverð- launa Íslands 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.