Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 25.–27. nóvember 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 25. nóvember 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Þýsk þáttaröð um ástir og afbrýði eigenda og starfsfólks á Hótel Fürsten- hof í Bæjaralandi. 17.20 Músahús Mikka (5:26) 17.43 Robbi og skrímsli (3:26) 18.06 Millý spyr (3:65) 18.13 Vísindahorn Ævars 18.17 Vísindahorn Ævars 18.25 Táknmálsfréttir (86) 18.35 Melissa og Joey (11:21) (Melissa & Joey) Bandarísk gamanþáttaröð. Stjórn- málakonan Mel situr uppi með frændsyskini sín, Lennox og Ryder, eftir hneyksli í fjölskyldunni og ræður mann að nafni Joe til þess að sjá um þau. Aðal- hlutverk leika Melissa Joan Hart, Joseph Lawrence og Nick Robinson. 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.05 Óskalögin 1994 - 2003 20.10 Djöflaeyjan 20.40 Castle 8,3 (6:24) (Castle) Bandarísk þáttaröð. Höfundur sakamálasagna er fenginn til að hjálpa lögreglunni þegar morðingi hermir eftir atburðum í bókum hans. Meðal leikenda eru Nathan Fillion, Stana Katic, Molly C. Quinn og Seamus Dever. 21.25 Pútín í viðtali (Exclusive interview with Vladimir Putin) Þýskur viðtals- þáttur þar sem sjónum er beint að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Viðtalið var tekið skömmu fyrir G20 leiðtogafundinn í Ástralíu nú í nóvember. Í viðtalinu er forsetinn m.a. inntur eftir skoðun sinni á stöðu mála í Úkraínu, keðjuverkandi áhrifum viðskiptahafta á Rússland og þvinguðum samskiptum Rússlands, Bandaríkjanna og Evrópu. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Hamingjudalur 8,7 (3:6) (Happy Valley) Vönduð bresk spennuþáttröð um líf og störf lögreglukonunnar Catherine Cawood. Þegar morðingi meintur dóttur hennar lendir aftur í kasti við lögin kemur það í hlut Cawood að hafa hendur í hári hans. Aðalhlutverk: Sarah Lancashire. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.15 1864 (6:8) Þættir byggðir á sannsögulegum atburðum ársins 1864 þegar kom til stríðsátaka milli Dana og Prússa, einu blóðugasta stríði sem Danir hafa tekið þátt í. Aðalhlutverk: Jens Sætter-Lassen, Jakob Oftebro, Marie Tourell Søderberg, Sidse Babett Knudsen. Leikstjóri: Ole Bornedal. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. e. 00.15 Kastljós 00.40 Fréttir 00.55 Dagskrárlok (84) Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:00 Dominos deildin 2015 12:45 Spænski boltinn 14/15 14:25 Spænsku mörkin 14/15 14:55 Dominos deildin 2015 16:25 Þýsku mörkin 16:55 UEFA Champions League 2014 (CSKA Moscow - AS Roma) Bein útsending. 19:00 Meistaradeildin - upp- hitun 19:30 UEFA Champions League 2014 (Man. City - Bayern Munchen) Bein útsending. 21:45 Meistaradeildin - Meist- aramörk 22:30 UEFA Champions League 2014 07:00 Premier League 2014/2015 08:40 Messan 11:35 Premier League 2014/2015 13:15 Football League Show 2014/15 13:45 Messan 15:00 Premier League 2014/2015 20:00 Ensku mörkin - úrvals- deild (12:40) 20:55 Messan 22:10 Premier League 2014/2015 17:35 Strákarnir 18:05 Friends (24:24) 18:30 Arrested Development 19:05 Modern Family (21:24) 19:30 Two and a Half Men (19:22) 19:55 Geggjaðar græjur 20:15 Veggfóður 21:00 The Mentalist (9:22) 21:45 Zero Hour (13:13) 22:30 Grimm (3:22) 23:15 Chuck (21:22) 00:00 Cold Case (7:23) 00:45 Geggjaðar græjur 01:00 Veggfóður 01:45 The Mentalist (9:22) 02:30 Zero Hour (13:13) 03:15 Grimm (3:22) 04:00 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 11:30 Office Space 13:00 Working Girl 14:55 What to Expect When You are Expecting 16:45 Office Space 18:15 Working Girl 20:10 What to Expect When You are Expecting 22:00 White House Down 00:10 Howl 01:35 Faces In The Crowd 03:15 White House Down 18:15 Jamie's 30 Minute Meal 18:40 Baby Daddy (11:21) 19:00 Wipeout 19:40 Welcome To the Famil 20:05 One Born Every Minute US (7:8) 20:50 Pretty little liars (2:25) 21:35 Treme (5:11) 22:35 Southland (3:10) Fjórða þáttaröðin af þessum stór- góðu lögguþáttum. Þetta eru hráir og flottir þættir um líf og störf lögreglusér- sveitarinnar í Los Angeles. 23:20 Flash (5:23) 00:00 Arrow (5:23) 00:45 Sleepy Hollow (5:18) 01:30 Wipeout 02:15 Welcome To the Family 02:35 One Born Every Minute US 03:15 Pretty little liars (2:25) 04:00 Treme (5:11) 05:00 Southland (3:10) 05:45 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (4:23) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Talk 09:45 Pepsi MAX tónlist 15:35 Survivor (7:15) 16:20 Franklin & Bash (8:10) 17:00 Kitchen Nightmares (9:10) 17:45 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show 19:10 The Talk 19:55 Trophy Wife (12:22) 20:15 Jane the Virgin - NÝTT 7,2 (1:13) Ung, heiðarleg og samviskusöm stelpa fer á spítala til að fá eina sprautu og fer þá óvart í velheppnaða frjósemisað- gerð. Andrea Navedo hefur skapað sér stóran sess sem sterkur nýliði í gríni og uppistandi og fær nú stóra tækifærið í sjónvarpi í þessum nýju og fersku gamanþáttum. 21:00 The Good Wife (2:22) Þesssir margverðlaunuðu þættir njóta mikilla vinsælda meðal áhorfenda SkjásEins. Það er þokkadís- in Julianna Marguilies sem fer með aðalhlutverk í þátt- unum sem hin geðþekka eiginkona Alicia sem nú hefur ákveðið að yfirgefa sína gömlu lögfræðistofu og stofna nýja ásamt fyrr- um samstarfsmanni sínum. Þetta er sjötta serían af þessum vönduðu þáttum þar sem valdatafl, rétt- lætisbarátta og forboðinni ást eru í aðalhlutverkum. 21:45 Elementary - NÝTT 8,0 (1:24) Sherlock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. 22:30 The Tonight Show 23:15 Madam Secretary (3:13) Téa Leoni leikur Elizabeth McCord, fyrrum starfsmann leynilögreglunnar og há- skólaprófessor, sem verður óvænt og fyrirvaralaust skipuð sem næsti utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Hún er ákveðin, einbeitt og vill hafa áhrif á heims- málin en oft eru alþjóðleg stjórnmál snúin og spillt. Nú reynir á eiginleika hennar til að hugsa út fyrir kassann og leita lausna sem oft eru óhefðbundnar og óvanalegar. 00:00 Unforgettable (9:13) Bandarískir sakamálaþætt- ir um lögreglukonuna Carrie Wells sem glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem gerir henni kleift að muna allt sem hún hefur séð eða heyrt á ævinni. Hvort sem það eru samræður, andlit eða atburðir, er líf hennar; ógleymanlegt. Morð á framkvæmdastjóra leiðir Carrie og Al að rannsókn á leyndarmálum nemenda og starfsfólks skóla þar sem barn fórnarlambsins var nemandi. 00:45 The Good Wife (2:22) 01:30 Elementary (1:24) 02:15 The Tonight Show 03:05 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Wonder Years (23:23) 08:30 Gossip Girl (13:24) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 The Doctors (24:50) 10:15 The Middle (4:24) 10:40 Go On (19:22) 11:00 Flipping Out (11:12) 11:45 Breathless (5:6) 12:35 Nágrannar 13:00 So You Think You Can Dance (15:15) 14:20 The Mentalist (16:22) 15:05 Hawthorne (8:10) 15:50 Scooby-Doo! Leynifélagið 16:15 Sjáðu (366:400) 16:45 New Girl (1:23) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður Ítarlegt veðurfréttayfirlit. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:16 Veður 19:25 Um land allt (6:12) 19:55 2 Broke Girls (24:24) 20:20 Á fullu gazi (3:6) Þriðja þáttaröðin af þessum frábæru þáttum þar sem fjallað er um glæsilega bíla og önnur flott farartæki. Hér er hraðinn og spennan í fyrirrúmi og áhersla lögð á ný og glæsileg tryllitæki. Umsjónarmenn eru Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Finnur Thorlacius. 20:45 Modern Family 8,7 (8:24) Sjötta þáttaröðin um líf þriggja tengdra en ólíkra nútímafjölskyldna, hefðbundinnar 5 manna fjölskyldu, samkynhneigðra manna sem eiga ættleidda dóttur og svo pars af ólíkum uppruna þar sem eldri maður hefur yngt upp í suðurameríska fegurðar- dís. Í hverjum þætti lenda fjölskyldurnar í ótrúlega fyndnum aðstæðum sem við öll könnumst við að einhverju leyti. 21:10 The Big Bang Theory (9:24) Áttunda þáttaröðin um fé- lagana Leonard og Sheldon sem eru afburðasnjallir eðlisfræðingar sem vita nákvæmlega hvernig al- heimurinn virkar. Hæfileikar þeirra nýtast þeim þó ekki í samskiptum við annað fólk og allra síst við hitt kynið. 21:35 Gotham 8,2 (9:22) Hörku- spennandi þættir þar sem sögusviðið er Gotham-borg sem flestir kannast við úr sögunum um Batman en sagan gerist þegar Bruce Wayne var ungur drengur og glæpagengi réðu ríkjum í borginni. James Gordon (Ben McKenzie úr Soutland og The O.C.) er nýliði í lögreglunni og hann kemst fljótt að því að spillingin nær til æðstu manna. 22:20 Stalker (8:22) 23:05 The Strain (7:13) 23:50 Daily Show: Global Edition 00:15 A to Z (7:13) 00:35 Grey's Anatomy (7:24) 01:20 Forever (8:13) 02:05 Bones (3:24) 02:50 Getting on (3:6) 03:20 Contact 05:45 Fréttir og Ísland í dag C olin Hank, son- ur stórleikarans Toms Hanks, leik- ur eitt aðal hlut- verkanna í sjón- varpsþáttunum Fargo sem sýndir eru á Skjá Einum. Þættirnir, sem eru byggðir á sam- nefndri kvikmynd frá ár- inu 1996, eru dramatískir með kolsvörtum húmor og skrifaðir og leik- stýrt af Coen-bræðrum. Með önnur hlutverk fara Billy Bob Thornton, sem einnig lék í Monster's Ball, Bad Santa og School for Scoundrels svo eitt- hvað er nefnt, Alli- son Tolman og Martin Freeman. Colin er fæddur árið 1977 og hefur verið að byggja sinn feril hægt og örugglega. Eitt af fyrstu hlutverkunum var í That Thing You Do! Þar sem hann lék á móti föður sínum þótt hlut- verkið hafi verið lítil- fjörlegt. Feðgarnir léku hins vegar feðga í kvik- myndinni The Great Buck Howard sem kom út árið 2008. Colin hef- ur auk þess leikið í King Kong, The House Bunny og sjónvarpsþáttunum Mad Men, The Good Guys, Dexter, NCIS, The O.C. og Numb3ers. Fargo-þættirnir slógu strax í gegn og hafa rað- að á sig verðlaununum. Þegar hefur verið ráðist í aðra seríu sem verður sýnd á næsta ári. n indiana@dv.is Fargo-þættirnir slá í gegn Sonur Toms Hanks í einu aðalhlutverkanna Colin Hanks Leikarinn leikur eitt af stærstu hlutverkunum í fyrstu seríunni. MYND MGM D óri litli er tólf ára, fæddur og uppalinn á Íslandi. Hann er vinsælastur í bekknum, for- maður Nemendafélagsins og hálfgerður leiðindapúki. Skyndilega snýst þægilegt líf hans á hvolf þegar aðstoðarskólastjórinn Ágúst leggur fyrir hann Pisa-prófið, eða Pizza-prófið eins og hann kallar það. Niðurstaða þess er sú að Dóri litli sé útlendingur. Í kjölfarið fer af stað hröð atburðarás þar sem Dóri litli er sviptur grundvallarmann- réttindum sínum. Hann er einangraður á bókasafni skólans, missir ríkisfangið og þarf að sækja um hæli hjá Útlendinga- stofnun. Þá er honum gert að klæð- ast einkennisbúningi sem aðgreinir hann frá bekkjarsystkinum sínum, sem snúast skyndilega gegn hon- um enda er Dóri litli ekki lengur einn af þeim. Þau hætta að skilja hvað hann segir, slíta öll mannleg tengsl við hann og verða hálfgerðir þjónar Ágústs aðstoðarskólastjóra. Dóri litli er nú orðinn öðruvísi, óþekktur, nánast ómennskur. Hann missir nafnið sitt og er nú kallaður „útlendingurinn“ því það er hann; Útlenski drengurinn. Skýr samfélagsádeila Útlenski drengurinn er nýtt ís- lenskt leikverk sem var frumsýnt í Tjarnarbíói þann 16. nóvember. Verkið er frumraun rithöfundar- ins Þórarins Leifssonar sem betur er þekktur fyrir barnabækur sínar, svo sem Maðurinn sem hataði börn og Leyndarmálið hans pabba. Það er leikhópurinn Glenna sem flytur verkið undir handleiðslu Vigdísar Jakobsdóttur leikstjóra, en hópur- inn var stofnaður sérstaklega fyrir þessa sýningu. Útlenski drengurinn er gaman- leikur fullur af húmor en undirtónn- inn er alvarlegur og beittur. Sam- félagsádeilan er skýr og hún leynir sér ekki. Óttinn við að taka feilspor og verða að útlendingi er sterkur og drífur verkið áfram. Bekkjarsystkini Dóra litla gera sitt besta til að sanna fyrir yfirvaldinu, Ágústi aðstoðar- skólastjóra, að þau séu svo sannar- lega engir útlendingar heldur hrein- ir Íslendingar. Lifandi sviðsmynd Hér er ekki reynt að fegra heim- inn eða þær aðstæður sem sum okkar minnstu bræðra og systra þurfa ítrekað að mæta en þrátt fyr- ir að verkið sé á köflum einstaklega sorglegt þá er gráglettinn húmorinn aldrei langt í burtu og heppnast vel. Þá leikur sviðsmyndin stóra rullu og er vel heppnuð. Höfundar henn- ar eru leikmynda- og myndbands- höfundarnir Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson. Með hjálp myndbandsins er sviðið einstaklega lifandi og síbreytilegt, vel gert til að ná athygli áhorfenda. Sviðið tekur á sig mynd ým- issa heima; skólastofan, skrif- stofa Ágústs aðstoðarskólastjóra, bókasafnið sem verður eins kon- ar víggirt varðstofa í mynd fanga- búða, prýdd öryggismyndavélum í hverju horni auk rafmagnsbún- aðar sem tryggir að Dóri litli sleppi örugglega ekki út á meðal fólks; Ís- lendinganna. Ískaldur veruleiki Verkið er sterkt og tekst með hisp- urslausum hætti á við ískaldan ís- lenskan veruleika sem er okkur svo mörgum hulinn. Dóri litli er á botni fæðukeðjunnar, réttlaus og skilgreindur af hinum, samfélaginu sjálfu, og í honum sjáum við kannski alla þá útlendinga sem komu og fóru, hælisleitendurna sem birtust okkur og hurfu svo skyndilega aft- ur, eftir að þeim hafði verið mætt af okkur, Íslendingunum, af skiln- ingsleysi og tómlæti. Að öðrum ólöstuðum á Þorsteinn Bachmann frábæran leik í hlutverki aðstoðar- skólastjórans Ágústs í þessari flottu sýningu sem meinar það sem hún segir án þess að skafa nokkuð ofan af því. n Öðruvísi, óþekktur, nánast ómennskur Útlenski drengurinn eftir Þórarin Leifsson í Tjarnarbíói„Hann er einangraður á bókasafni skólans, missir ríkisfangið og þarf að sækja um hæli hjá Útlendingastofnun. Útlenski drengurinn Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir Höfundur: Þórarinn Leifsson Hljóðmynd: Jónas Sigurðsson Leikarar: Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkels- dóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Benedikt Karl Gröndal. Sýnt í Tjarnarbíói Hlín Ólafsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur Útskúfaður Dóri DNA í hlutverki útlenska drengsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.