Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 21
Vikublað 25.–27. nóvember 2014 Umræða 21 Forsætisráðherra, drullusokkar og væluskjóður F orsætisráðherra hefur kveink- að sér undan umræðunni að undanförnu með hefðbundn- um hætti. Nú segir hann að það þurfi að eyða „hatrinu“ sem einkennir umræðu eftirhrunsár- anna og að þjóðin ætti að temja sér að ræða samfélagsmálin af yfir- vegun og með rökum. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann: „Ég held að það sé ástæða fyrir alla til þess að hafa áhyggjur af því hvernig þjóð- félagsumræðan hefur þróast. Hún er auðvitað afleiðing af ákveðnum tíðaranda sem hefur verið ríkjandi undanfarin ár.“ Þá sagði forsætis- ráðherra á fundi Framsóknar- flokksins um helgina að umræðan hefði „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Nei- kvæðni og heift hefðu fengið meiri athygli en eðlilegt gæti talist og því væri tíðarandinn slíkur að þessi „brenglaða sýn“ næði athyglinni og gæfi tóninn fyrir umræðuna. Brengluð sýn og hatur. Það er eins og að forsætisráðherra hafi brugðið upp spegli og séð sjálfan sig og eigin málflutning í gegnum tíðina. Því það er ekki eins og for- sætisráðherra hafi úr háum söðli að detta, hann er ekki Aristóteles endurfæddur eða móðir Teresa þjóðmálaumræðunnar. Agnar Kristján Þorsteinsson birti fróðlegan pistil árið 2012 um umræðuhefð Sigmundar Davíðs sem var þá í stjórnarandstöðu. Þá var hann svo yfirvegaður að hann líkti málflutningi ríkisstjórnar- innar við málflutning kommún- ista millistríðsáranna, hann var svo rökfastur að hann sagði Ís- land minna orðið á Austur-Þýska- land, hann var svo jákvæður að hann setti valdatöku kommún- ista í Ungverjalandi í samhengi við stjórnlagaráð og hann var svo ákveðinn í að auka trú á framtíð landsins að hann setti samansem- merki milli stjórnarskrársákvæð- is um þjóðareign á auðlindum og stefnu Sovétríkjanna. Og hatur og brengluð sýn var auðvitað víðs- fjarri þegar hann sakaði fjölmiðla um McCarthy-isma. Þessi sami Sigmundur virðist nú kunna þá ræðu eina að þjóðfélagsumræðan sé ósanngjörn og skorti yfirvegun og rök! Það er þetta með bjálkann og flísina. Og af þessu tilefni rifjast upp fyrir mér ummæli föður forsætis- ráðherra sem uppnefnir fólk drullusokka og væluskjóður. Það er þetta með eplið og eikina. n Misheppnuð ráðning L ekamálið er dæmi um mis- heppnaða ráðningu starfs- manns í starf hjá hinu op- inbera, þar sem hann á fyrst og fremst að aðstoða ráðherra við að vinna störf sem snúa að al- mannahagsmunum. Störf þing- manna og ráðherra eiga að snúast um almannahagsmuni. En það er svo margt sem er gjörsamlega al- veg á hvolfi í íslensku samfélagi og kannski ekki skrýtið að fólk sé reitt og pirrað, að það nánast fyrir- líti stjórnmálamenn, sem ásamt bankamönnum njóta minnst trausts í samfélaginu samkvæmt könnunum. Fara þeir einstaklingar sem ráðnir eru sem aðstoðarmenn ráð- herra t.d. í svokölluð ráðningar- viðtöl? Mér er ekki kunnugt um það. Eins og þetta blasir við mér, þá eru þeir einfaldlega handvald- ir af viðkomandi ráðherra, burtséð frá hæfni þeirra, menntun og eða almennum hæfileikum til starfa sinna. Svo virðist vera að „mótívið“ í glæpnum hafi verið að sverta mannorð hælisleitandans Tonys Omos, koma af stað og ýta undir illt umtal um hann og þess hátt- ar, með því að leka hinu umrædda skjali til fjölmiðla. Þetta hljóm- ar því miður eins og tilraun til mannorðsmorðs. Viðbótarupp- lýsingarnar sem Gísli Freyr set- ur í skjalið undirstrika þetta enn frekar. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ráðnir til að standa í svona skítverkum. Hér má svo lesa ágæt- an pappír um aðstoðarmenn ráð- herra og hlutverk þeirra. Lekamál- ið hlýtur að ýta undir umræðu um „gæði“ aðstoðarmanna ráðherra. Að lokum vil ég svo vitna í pistil sem Gísli Freyr skrifaði síðasta sumar, þegar hann gegndi starfi blaðamanns á Viðskiptablaðinu og rétt áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður Hönnu Birnu, en þar segir í upphafi: „Ríkið á ekki að haga sér eins og ástrík móðir og forða þegnunum frá því að fara sér að voða. Sú ríkis- stjórn sem nú er tekin við völdum hefur fjölmörg tækifæri til auka hagsæld hér á landi og ekki síður til að breyta og bæta andrúmsloft- ið í þjóðfélaginu. Það eitt ætti í raun að vera auð- velt nú þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir hefur hætt afskiptum af stjórnmálum. En það eru fleiri tækifæri sem eru til staðar. Það eru tækifærin til að minnka reglur og fækka lög- um í þeim tilgangi að auka frelsi einstaklinganna.“ Svo mörg voru þau orð. n „Það er eins og að forsætisráð- herra hafi brugðið upp spegli og séð sjálfan sig og eigin málflutning í gegnum tíðina. „Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ráðnir til að standa í svona skítverkum. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Af blogginu Guðmundur Hörður Af blogginu 1 „Að lenda á sakaskrá fyrir slíkt er eiginlega bara fráleitt“ „Þetta er augljóslega eitthvað sem hann er að nota sjálfur. Hann er ekki að selja,“ segir afbrota- fræðingurinn Helgi Gunnlaugsson í samtali við DV um átján ára pilt sem var tekinn með 0,2 grömm af marijúana á Menningarnótt í sumar. Fjallað var um mál drengsins í helgarblaði DV en hann þurfti að greiða háa sekt til ríkissjóðs og er brotið komið á sakaskrá piltsins. Sagði Helgi að það að lenda á sakaskrá fyrir slíkt brot sé „fráleitt“. 30.222 hafa lesið 2 „Ég er ekki hluti af heildinni í lögreglunni“ Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, vakti mikla athygli á dögunum þegar hún ritaði grein í Frétta- blaðið sem bar heitið Fleiri löggur – færri byssur. Aðspurð, í viðtali í helgarblaði DV, hvort hún hefði upplifað einelti eða kynferðislega áreitni á vinnustað, sagði hún: „Ég hef upplifað það mjög sterkt að ég er ekki hluti af heildinni í lögreglunni.“ 20.696 hafa lesið 3 Ekki má miða við 0% verðbólgu samkvæmt EFTA: „Sigur fyrir íslenska neytendur „Þetta er stór og mikill sigur fyrir íslenska neytendur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, í samtali við DV.is vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstóls- ins vegna máls sem Sævar Jón Gunnars- son höfðaði gegn Landsbankanum. Er það mat EFTA-dómstólsins að það samrýmist ekki tilskipun Evrópusam- bandsins að miða samningsskilmála á verðtryggðum lánum við núll prósent verðbólgu. 7.386 hafa lesið 4 Reynir Jónsson hættur Reynir Jónsson er hættur sem framkvæmdastjóri Strætó. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Strætó á mánudag. Ástæð- an mun vera samskiptaörðugleikar við stjórn Strætó bs. 6.625 hafa lesið 5 Þetta er ástæðan fyrir því að þú ættir aldrei að borða foie gras Íslenska ham- borgarafabrikkan hefur í ljósi ábendinga frá viðskiptavinum og dræmrar sölu ákveðið að taka foie gras, eða franska andalifur, af matseðli sínum. Þetta segir Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Fabrikkunnar, á Facebook-síðu veitinga- staðarins. Þessi ákvörðun var tekin eftir að viðskiptavinur birti myndband á Facebook-síðu Fabrikkunar sem sýndi skelfilega meðferð á gæsum og öndum. 5.260 hafa lesið Mest lesið á DV.is Myndin Tónlistarkennarar mótmæla „Ætlið þið að kviksetja tónlistarkennsluna á ykkar vakt, ráðamenn Reykjavíkur?“ var yfirskrift mótmælagöngu tónlistarkennara síðdegis á mánudaginn. Tónlistarkennarar hafa verið í verkfalli síðan 22. október síðastliðinn. Mynd siGTryGGur ari Ég er kona með skoðanir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglukona lætur í sér heyra. – DV Þetta kann að hafa áhrif Bjarni Ben um niðurstöðu EFTA-dómstólsins. – mbl.is Hann er algjör goðsögn andy Lonergan, leikmaður Bolton, vill spila með Eiði Smára. – fotbolti.net

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.