Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 25.–27. nóvember 2014 J óhanna Björk Pálsdóttir, MS- sjúklingur í hjólastól, segist afar óánægð með breytingarnar sem urðu í ferðaþjónustu fatlaðs fólks um síðustu mánaðamót þegar nýtt tölvukerfi var tekið í notkun. Þann 1. nóvember síðastliðinn fengu allir bílstjórar í ferðaþjónustu fatlaðs fólks afhentar spjaldtölvur sem láta þá vita hvert þeir eiga að keyra. Þjónustunni var áður handstýrt. „Þú átt bara að vinna eftir fyrstu línunni í tölvukerf- inu. Þú mátt ekkert breyta út frá því,“ segir bílstjóri í ferðaþjónustunni. Jó- hanna Björk segir kerfið ómanneskju- legt og ekki taka tilliti til sérþarfa fatl- aðs fólks. Bílarnir komi iðulega of seint og fari of langa bíltúra. Smári Ólafs- son, sviðsstjóri hjá ferðaþjónustunni, viðurkennir að ákveðin mistök hafi verið gerð við innleiðingu kerfisins. „Við erum sjúklingar“ Jóhanna Björk er með MS og not- ar hjólastól. Hún hefur nýtt sér ferða- þjónustu fatlaðs fólks í þrettán ár og segir þjónustuna aldrei hafa verið jafn slaka og í þessum mánuði. „Það var ekkert að fyrra fyrirkomulagi. Það er verið að eyða almannafé í vitleysu,“ segir hún meðal annars og nefnir nær- tækt dæmi um hvernig þjónustunni er háttað eftir að breytingarnar áttu sér stað: „Um daginn var ég sótt upp í Húsgagnahöll í Grafarvogi. Þaðan keyrðum við í Bjarkarás í Fossvogin- um og tókum þar upp mann í hjóla- stól. Fyrst keyrðum við hann niður í Hátún og þaðan með mig í Eir í Grafar- vogi. Þarna fékk ég fimmtíu mínútna bíltúr þegar ég ætlaði í raun mjög stutta vegalengd. Ég er með MS og hef ekki gott af því að vera svona lengi í umferðinni. Við erum sjúklingar. Við erum ekki sandpokar,“ segir hún og bendir á að ekki sé til að mynda tekið tillit til grunnþarfa fólks. Sumir hverj- ir eigi til dæmis erfitt með að komast ekki á salerni í jafn langan tíma. Notendur sóttir of seint En það eru ekki bara langir bíltúrar sem einkenna ferðaþjónustu fatlaðs fólk eftir að nýr hugbúnaður var tek- inn í notkun. Einnig hefur það færst í aukana að notendur eru sóttir of seint. Þetta fullyrða tveir bílstjórar í ferða- þjónustunni í samtali við DV. „Ég lenti til dæmis í því áðan að kona pant- aði bíl klukkan hálf níu en fékk hann ekki fyrr en tíu mínútur yfir níu. Hún átti hins vegar að vera mætt til vinnu klukkan níu,“ segir annar þeirra. „Það mætti halda að tölvukerfið virkaði þannig að það sé verið að flytja pakka á milli staða, en ekki manneskjur. Fólk getur ekki treyst á þetta,“ segir hann enn fremur. Þá segir hinn bílstjórinn tölvukerf- ið ekki gera ráð fyrir margbreytileika fólks. Áður hafi fólk getað beðið um að fá litla bíla því sökum fötlunar sinn- ar eigi það erfitt með að komast upp í stóru bílana. Nú fái fólk bara þann bíl sem kemur og verður að gera sér hann að góðu. Sjá ekki hagræðinguna Ferðaþjónustu fatlaðs fólks var áður handstýrt. Bílstjórarnir sem DV ræddi við voru ánægðir með fyrra fyrirkomulag. „Þetta gekk allt eins og smurð vél. Þarna voru til dæmis þrjár fatlaðar manneskjur að vinna við að raða niður á bíla og stóðu sig mjög vel. Þeim hefur öllum verið sagt upp,“ segir annar þeirra. Hann segir gamla kerfið hafa verið komið í fastar skorð- ur og að sömu bílar hafi oft farið sömu ferðir. Stórir bílar hafi til að mynda verið sendir til að sækja stóra hópa einstaklinga á leið í sömu átt, til dæm- is á leið frá skólum og niður í Hitt hús. Jóhanna Björk nefnir annað nær- tækt dæmi sem staðfestir frásögn bílstjórans. Í síðustu viku hafi þrír einstaklingar frá MS félaginu ætlað á hestbak. Þrír bílar frá ferðaþjónustu fatlaðs fólks komu að sækja þá, þegar einn hefði dugað. Bílstjórarnir sem DV ræddi við sjá því ekki hagræðinguna með þessari breytingu. Fleiri ferðir séu farnar og þær séu orðnar lengri. „Það eru miklu fleiri kílómetrar á bak við hvern farþega,“ segir annar þeirra. Liður í að bæta þjónustuna Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu fólu Strætó bs. í maí síðastliðn- um að taka við ferðaþjónustu fatl- aðs fólks. Samningurinn tekur gildi um næstu áramót en upptaka tölvu- kerfisins er liður í yfirfærslunni. Hugbúnaðurinn sem nú er notað- ur við ferðaþjónustuna nefnist Tra- peze og er sá sami og notaður er fyr- ir leiðarkerfi Strætó. Smári Ólafsson, sviðsstjóri hjá ferðaþjónustu fatlaðs fólks, segist meðvitaður um að hluti notenda og bílstjóra sé óánægður með breytinguna. „Við heyrum líka ánægjuraddir en það fer kannski minna fyrir þeim. Hluti bílstjóranna er líka mjög jákvæður og sér mikla framtíð í þessu,“ segir Smári í sam- tali við DV. Hann segir upptöku hugbúnað- arins lið í að bæta þjónustuna, sér- staklega hvað varðar pöntunarfyrir- vara. „Í dag hefur þetta verið þannig að fólk hefur þurft að panta daginn áður allar sínar ferðir í öllum sveitar- félögunum en eftir áramót verð- ur tveggja tíma pöntunarfyrirvari tekinn upp. Til þess að geta mætt þessu þá er alveg ljóst að það þurfti að skipta um það kerfi sem heldur utan um pantanirnar,“ segir Smári. Hann viðurkennir að fyrsta vikan hafi reynst þeim mjög erfið og þess vegna hafi verið sent út bréf til allra notenda þar sem þeir eru beðnir af- sökunar á hnökrunum. Bréfið má sjá hér til hliðar. Mannleg mistök Þegar blaðamaður segir Smára sögu Jóhönnu Bjarkar, að hún hafi þurft að sitja í bílnum í alls fimmtíu mínútur, segir hann tilfellið hljóta að hafa falið í sér mannleg mistök. „Það hefur enginn ávinning á því að láta farþeg- ann sitja lengur í bílnum en þarf. Það eina sem tölvan reynir að gera er að samnýta ferð sem er að fara í sömu áttina. En auðvitað getur einhver farið inn í kerfið og tekið fram fyrir hendurnar á tölvunni og gert ein- hverjar villur. Þannig ég vil segja að þetta hljóti að hafa verið einstök mis- tök,“ segir Smári og bendir á að há- marksferðatími sem kerfinu er gef- inn sé fjörtíu mínútur. Hvað varðar tímasetningarnar, það að notendur geti ekki treyst því að mæta á rétt- um tíma til dæmis til vinnu, eftir að kerfið var tekið upp, segir Smári: „Þetta nýja kerfi býður upp á þann möguleika að panta samkvæmt mætingartíma í stað brottfarartíma og styrkleikinn í því er meðal annars þessi. Á meðan fólk hefur ekki breytt því hvernig það pantar ferðir þá upp- lifir það ákveðna breytingu á þjón- ustunni. En auðvitað eru atriði í þessu ennþá sem við getum gert bet- ur og munum gera það.“ Öllum sagt upp Í kjölfar þess að Strætó tók við akstrin- um var öllum starfsmönnum ferða- þjónustu fatlaðs fólks sagt upp störf- um. Samkvæmt frétt RÚV um málið er alls um nítján störf að ræða. Þá seg- ir að bílstjórar geti sótt um störf sem vagnstjórar hjá Strætó og starfsfólk í þjónustuveri geti sótt um vinnu í þjónustuveri fyrirtækisins. Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar óskaði eftir því við Strætó að fólkið yrði ráðið beint til Strætó án umsóknar en fékk þau svör að ekki væri hægt að verða við því. „Ferðaþjónusta fatlaðs fólks sem deild var lögð niður. Öllum bíl- stjórum sagt upp og öllu starfsfólki í þjónustu verinu. Síðan voru auglýstar nýjar stöður hjá Strætó,“ segir Smári en viðurkennir að þessar nýju stöður séu mun færri en þær sem voru hjá deild ferðaþjónustu fatlaðs fólks. n n Óánægja ríkir með upptöku nýs tölvukerfis í ferðaþjónustu fatlaðs fólks Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Var ekið um bæinn í fimmtíu mínútur Jóhanna Björk Pálsdóttir segir nýtt tölvukerfi í ferðaþjónustu fatlaðs fólks ómanneskjulegt. „Það er verið að eyða almannafé í vitleysu „Auðvitað eru atriði í þessu ennþá sem við getum gert betur. – Smári Ólafsson Tölvupóstur sem sendur var á alla notendur ferðaþjónustu fatlaðs fólks Til notanda ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík Strætó tók þann 1. nóvember í notkun nýjan hugbúnað sem heldur utan um allar ferðir og pantanir í ferðaþjónustunni. Upptaka þessa búnaðar er fyrsta skrefið í viðamikilli þjónustubót sem verður vonandi komin á fullan gang um áramót. Þar sem yfirfærsla upplýsinga og pantana er viðamikið verkefni hafa því miður orðið einhver mistök sem hafa valdið farþegum óþægindum og viljum við biðja farþegar innilega velvirðingar á því og fullvissa þá um að unnið er hörðum höndum í að lagfæra alla slíkar villur. Einnig viljum við benda farþegum á að í því kerfi sem nú hefur verið tekið í notkun er hægt að panta ferðir eftir mætingartíma sem á að koma í veg fyrir að farþegum verði skilað of seint í vinnu eða skóla. Til að eiga auðveldara með að áætla hvenær bíllinn er væntan- legur til þín getur þú gefið upp farsíma- númer og fengið SMS fimmtán mínútum áður en bíllinn er væntanlegur. Smári Ólafsson Sviðsstjóri akstursþjónustu „Við erum ekki sandpokar“ Fra Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com Allar viðgerðir á framrúðum eru bíleiganda að kostnaðarlau su. Vinnum fyrir öll tryggingaf élög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.