Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 25.–27. nóvember 2014 Harðorð Le Guin Bandarísku bókmenntaverð- launin, National Book Awards, voru veitt í 65. sinn á fimmtu- dag. Samband bandarískra bóksala hefur veitt verðlaunin frá árinu 1936. Verðlaun fyrir bestu skáld- söguna hlaut Phil Klay fyr- ir Redeployment sem fjall- ar um örlög hermanna sem tóku þátt í stríðunum í Írak og Afghanistan. Verðlaun í flokki bóka sem ekki teljast til skáldskapar hlaut Evan Osnos, blaðamaður The New Yorker, fyrir bókina Age of Ambition: Chasing Fortune, Truth, and Faith in the New China. Verð- laun í flokki ljóðabóka hlaut Louise Glück fyrir Faithful and Virtuous Night. Í flokki bóka fyrir börn og ungmenni hlaut Jacqueline Woodson verðlaun- in fyrir Brown Girl Dreaming. Tvenn heiðursverðlaun voru veitt fyrir ævistarf í þágu bókmenntanna. Það voru Kyle Zimmer, stofnandi First Book- samtakanna sem hafa barist fyrir aukinni lestrarkunnáttu barna, og vísindaskáldsagna- höfundurinn Ursula K. Le Guin sem hlutu verðlaunin. Mesta athygli vakti harð- orð þakkarræða Le Guin, en í henni gagnrýndi hún neyslu- vöruvæðingu bókmenntanna, miskunnarlaus gróðasjónarmið bókamarkaðarins og markaðs- hyggju. Hún sagði nauðsyn- legt að geta horft handan við heimsskipulag markaðshyggju og því þyrfti heimurinn á vís- indaskáldsagnahöfundum að halda – slíkir höfundar væru raunhyggjumenn stærri raun- veruleika en þess sem er. Málmhaus sýnd í Banda- ríkjunum Kvikmyndin Málmhaus eft- ir Ragnar Bragason verð- ur sýnd í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Nýstofnað dreifingarfyrirtæki, Cinelici- ous Pics, dreifir myndinni til valinna kvikmyndahúsa og á VOD. Af því tilefni má lesa við- tal við leikstjórann á tónlist- arvefnum Noisey. Málmhaus fjallar að miklu leyti um tónlist en aðalpersónan Hera notar þungarokk sem lausn í ömur- legum aðstæðum. D auða Fríða og Dýrið - Platan (e. Dead Beauty and the Beast – The Album) nefnist óvenjulegt dansverk sem Halla Ólafsdóttir og Amanda Apetrea sýna í Mengi á miðvikudag, hluti af opnunarkvöldi Reykjavík Dance Festival sem fer fram 26. til 29. nóvember. Halla og Amanda lærðu saman í Ballettakademien í Stokk- hólmi upp úr aldamótum og hafa verið nánar vin- og samstarfskonur síðan. Þrátt fyrir klassíska menntun hafa þær fjarlægst hið hefðbundna dansform. Þannig má skilgreina verkið sem sýnt verður í vikunni sem allt í senn hljómsveit, danssýn- ingu og vinnusmiðju – en í gegnum dansinn nálgast þær hið kraftmikla sjónarspil og hughrif rokksins. Verk- ið sem er enn í vinnslu er sjálfstætt framhald af Beauty and the Beast – The Show sem vakti mikla athygli og hlaut verðlaun á Impulstanz-dans- listahátíðinni í Vín árið 2013. Klisjur rokksins Halla segir að þær deili hrifningu – og allt að því þráhyggju – gagnvart hugmyndinni um rokkstjörnuna, dívuna og allt sem viðkemur klisjum rokksins og hafi viljað fást við það í gegnum dansinn. Fyrst unnu þær með stórtónleikaformið, en nú er það rokkplatan sem þær takast á við. „Við erum að stela því sem okk- ur finnst spennandi við músíkheim- inn. Í Beauty and the Beast vorum við til dæmis með upphitunaratriði. Það var okkar leið til að lyfta þeim upp sem okkur finnst vera að gera spennandi hluti. Þannig bendum við líka á að okkur finnst svo algengt í dansheiminum að það sé bara ver- ið að nefna þá einstaklinga sem hafa verið álitnir snillingar síðustu 100 árin. Okkur finnst skemmtilegra að „namedroppa“ fólk sem þarf kannski meira á því að halda og okkur finnst spennandi. Svo er það afstaða rokkstjörnunnar sem okkur finnst spennandi: „you can't arrest me!“ Þú biðst ekki afsökunar á sjálfum þér. Við höfum engan áhuga á frægð sem slíkri, en notum klisjuhug- myndir til þess að benda á hvern- ig hver sem er geti verið það. Þetta fjallar líka rosamikið um það sem gerist milli áhorfenda og þess sem gerist á sviðinu. Við notum þetta sem aðferð til að skoða sambandið. Það sem ger- ist er að áhorfendurnir segja „já“ við því að við leikum rokkstjörn- urnar og samþykkja á sama tíma að leika áhorfendur. Það skapar ábyrgð báðum megin við sviðið.“ Kóreógröfuð bók og dansað með The Knife Halla hefur tekið þátt í tón- leikaferðlagi sænsku til- raunarafsveitarinnar The Knife þar sem dans og tónleik- ar renna einnig saman. Fyrir tónleikaferðina óx bandið úr tveggja manna hljómsveit í ell- efu manna listahóp, þar sem fólk hoppar á milli hlutverka og dansinn er í fyrirrúmi. „Þegar ég fékk boð um að taka þátt í því samstarfsverkefni þá meikaði það mjög mikið sens fyrir mig að fara frá því að smygla rokktónleikum inn í danssýningu yfir í það að smygla danssýningu inn í tónleikasam- hengið. En þetta er líka ein af megin- ástæðunum fyrir því að ég er ennþá hérna í Svíþjóð: það er ákveðið sam- félag fólks sem deilir áhuga á því að þenja út hugmyndir um hvað dans er, eða gæti verið. Vinna með víðara hugtak um kóreógrafíu og stöð- ugt spyrja hvað það er. Því dans og kóreógrafía þurfa ekkert endilega að hanga saman,“ segir Halla. „Kóreógrafía er fyrir mér í mjög stuttu máli og víðum skilningi hönnun á hreyfingu, sem gæti þá al- veg eins verið notuð sem verkfæri til þess að skipuleggja veislu en ekki aðeins til þess að semja dansverk,“ segir Halla. Hvað getur verið dæmi um slíka kóreógrafíu sem passar ekki inn í hefðbundið dansform? „Ég var til dæmis með í að gera bækur sem nefnast The Swedish Dance History. Við kölluðum eftir því að fólk sendi inn greinar. Okkur langaði meðal annars til þess að listamennirnir myndu fá að skrifa sína eigin sögu og ráða því sjálfir hvað væri skráð. Höfundarnir voru 200 til 300 manns í hverju hefti og blaðsíðurnar um þúsund. Kóreógrafían felst með- al annars í því að það voru engar merkingar eða atriðisorðaskrá í bók- inni. Vanalega leitar þú að einhverj- um sem þú þekkir eða er þekktur. En þarna ertu kannski kominn hálfur inn í einhverja grein, lokar bókinni og gleymir að merkja, þá þarftu að fara í gegnum heilan frumskóg til að finna staðinn aftur, en þú finnur aft- ur á móti eitthvað annað í leiðinni. Þetta verkefni höfum við alltaf séð í gegnum kóreógrafíuna. Það skiptir samt kannski engu máli hvort þú skiljir það sem lesandi. En þarna notum við kóreógraf- íuna sem tæki til að hugsa í gegnum. Þá þarft þú ekkert að hafa eitthvað með sem við get- um sameinast um að sé dans,“ útskýrir Halla. Að tala um dans Listdans er mjög óhlutbundið tjáningarform og á það stund- um til að vera svolítið ógnvekj- andi fyrir þá sem eru ekki van- ir að njóta þess. Fólki finnst það ekki skilja. En hins vegar virkar nýja verkið tiltölulega að- gengilegt. Getur kona eða mað- ur komið inn af götunni og not- ið þess án nokkurrar þekkingar eða þarf maður að hafa einhvern skilning á dansinum til að njóta hans? „Þú kemur bara með þín- ar hugrenningar og reynslu. Það sem við leikum okkur svo rosa- lega mikið með eru klisjur, að leggja þær ofan á hverja aðra, svo þú munt pottþétt sjá eitthvað sem þú kannast við. En vonandi verður það ekki eins og þú þekkir það – það er markmiðið.“ Halla segir eitt helsta verkefnið í danssenunni núna vera að finna nýjar leiðir og aðferðir til að ræða dans og gera hann þannig aðgengi- legri: „Því miður hefur hið talaða og skrifaða orð verið ofar í stigveldinu og gerir hlutina því aðgengilegri fyr- ir fleira fólk. Spurningin er hvern- ig við getum fundið leiðir til að tala um verk hvers annars svo það sé ekki bara: „Jei!“ eða „öhh, ég meika ekki að horfa í andlitið á þér af því að ég þoldi ekki verkið“ – hvernig getum við búið til jarðveg þar sem mað- ur getur verið gagnrýninn og tengt fræði og framkvæmd?“ segir Halla og bendir á að margir séu að vinna í að skapa aðgengilega orðræðu tengda dansinum hér á landi meðal annars hafa Reykjavík Dance Festi- val og Víðsjá verið í samstarfi fyrir hátíðina. En þar hafa danshöfund- ar flutt vikulega pistla. Dead Beauty and the Beast – The Album fer fram í Mengi við Óðinsgötu á miðvikudag klukkan 19.00. n Smygla rokki inn í danssýninguna n Halla Ólafsdóttir ræðir um Dead Beauty and the Beast - The Album „Því miður hefur hið talaða og skrifaða orð verið ofar í stigveldinu Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Við erum að stela því sem okkur finnst spennandi við músíkheiminn Rokk og ról Halla segir að samstarfskonurnar deili hrifningu – og allt að því þráhyggju – gagnvart hugmyndinni um rokk- stjörnuna. Mynd MäRTA ThisneR Leika sér með klisjurnar Halla segir að í Dead Beauty and the Beast leiki hún og Amanda Apetrea sér með klisjur rokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.