Fréttablaðið - 10.05.2016, Page 2
Veður
Allhvöss suðvestanátt um landið
norðvestanvert í dag, en annars
hægari vindur. Áfram bjartviðri um
meginhluta landsins, en vestan til
verður skýjað og dálítil súld á stöku
stað. Milt í veðri. sjá síðu 20
Álfasala hefst í dag
Álfurinn fyrir unga fólkið Árleg álfasala SÁÁ hefst í dag og stendur til sunnudags. Hún er nú haldin í 27. skipti en sala álfanna er stærsta fjáröflunar-
verkefni SÁÁ ár hvert. Allur ágóði af sölunni rennur til þjónustu SÁÁ við ungt fólk, svo sem meðferð og sálfræðiaðstoð barna. Fréttablaðið/SteFán
félagsmál Framkvæmdastjóri fjöl-
skyldusviðs Mosfellsbæjar segir frum-
varp til laga, sem ætlað er að tryggja
eldri borgurum áframhaldandi
sambúð þótt annar makinn þurfi
að dvelja á stofnun, vekja upp ótal
spurningar.
Um er að ræða frumvarp frá þrem-
ur þingmönnum Vinstri grænna sem
vilja festa í lög að sá sem dvelur til
langframa á stofnun fyrir aldraða eigi
kost á því vera samvistum við maka
sinn þar.
„Sá réttur er ekki tryggður nú og
því geta öldruð hjón eða sambýlis-
fólk þurft að slíta samvistum gegn
vilja sínum þegar svo er komið
fyrir öðru þeirra að langtímadvöl á
stofnun fyrir aldraða er nauðsynleg.
Aðskilnaðurinn getur reynst þeim
og aðstandendum þungbær og því
mikið hagsmunamál aldraðra að
tryggja rétt sinn til áfram haldandi
sambúðar,“ segir í greinargerð með
frumvarpinu.
Unnur V. Ingólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mos-
fellsbæjar, segir í umsögn, sem bæjar-
ráðið þar samþykkti, að frumvarpið
feli í sér mikilvægt mannréttinda-
sjónarmið.
„En leiðin sem lögð er til með
búsetu þess maka/sambúðaraðila
sem hressari er á hjúkrunarheimili
vekur óhjákvæmilega ótal spurn-
ingar um hversu heppilegt slíkt form
er,“ segir Unnur sem einnig kveður
aðlögunartímann fram til 1. janúar
2018 vera of stuttan vegna fjölmargra
hindrana sem ryðja þurfi úr vegi.
Unnur segir viðvarandi skort á
hjúkrunarrýmum og rekstrarvanda
hjúkrunarheimila ekki gefa tilefni til
breytinganna sem lagðar eru til nema
unnið sé á þeim vanda.
„Fyrirkomulag búsetu maka á
hjúkrunarheimili þarf einnig að vera
með þeim hætti að tryggt sé að það
íþyngi ekki þeim sem ekki er í þörf
fyrir þjónustu hjúkrunarheimilisins.
Tryggt þarf einnig að vera að hann
hafi í einhver hús að venda falli veik-
ari makinn frá en sé ekki tilneyddur
til að búa áfram á hjúkrunarheimili,“
segir í umsögn Unnar og þar með
Mosfellsbæjar.
Þá bendir Unnur á að koma þurfi
í veg fyrir að sá makinn sem betur er
á sig kominn njóti þjónustu umfram
sínar þarfir því það geti skert færni
viðkomandi, stuðlað að félagslegri
einangrun og staðið í vegi fyrir því
að þeir sem séu í þörf fyrir þjónustu
njóti hennar. Fleiri karlar en konur
flytji inn á hjúkrunarheimili fyrir 80
ára aldur.
„Það eru því meiri líkur á því að
konur séu í hópi þeirra einstaklinga
sem velja að flytja með maka sínum á
hjúkrunarheimili ef frumvarpið yrði
að lögum,“ segir Unnur. Af reynslu af
tilraunaverkefni á Hrafnistu í Kópa-
vogi hafi stjórnendur ekki talið fyrir-
komulagið heppilegt.
„Ástæða var talin til að hafa áhyggj-
ur af maka sem flytti inn á heimilið án
þess að vera í þörf fyrir svo viðamikla
umönnun sem þar er í boði. Beind-
ust þær að því að makinn fengi ekki
næga hvíld og að aðstæður drægju úr
færni hans og stuðlaði að félagslegri
einangrun,“ segir í umsögninni.
gar@frettabladid.is
Sér tormerki á sambúð
á hjúkrunarheimilum
Frumvarp sem tryggja á fólki á hjúkrunarheimilum samvistir við maka vekur
ótal spurningar segir í umsögn frá Mosfellsbæ. Áhyggjuefni sé að makinn sem
betur er á sig kominn gæti orðið fyrir of miklu álagi og einangrast félagslega.
Tollalækkun Salomon skór á enn betra verði en áður!
lÍs en ku
ALPARNIR
s
SWALLOW 250
Kuldaþol: -8
þyngd: 1,7 kg.
11.995 kr. 9.596 kr.
MONTANA, 3000mm vatnsheld
2. manna 16.995 kr. 12.796 kr.
3. manna 19.995 kr. 15.996 kr.
4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.
30%
SNJÓBRETTAPAKKAR
Góðar
fermingargjafir
FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727
alparnir.is
Salomon
Speedcross 3
herraskór
Stærðir 42-48
Verð
áður 29.995 kr.
nú 24.995 kr.
Um 42 prósent karla og 28 prósent kvenna flytja inn á hjúkrunarheimili fyrir 80 ára
aldur að sögn Unnar V. ingólfsdóttur. Myndin er af Hrafnistu. Fréttblaðið/pjétUr
Tryggt þarf einnig
að vera að hann hafi
í einhver hús að venda falli
veikari makinn frá en sé ekki
tilneyddur til að búa áfram á
hjúkrunarheimili.
Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmda-
stjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar
ferðaþjónusta Forsvarsmenn
Airbnb leita leiða til að gera gest-
um og hýsendum kleift að stunda
afþreyingu saman. Hýsendur geti
veitt gestum leiðsögn um staði og
iðkað íþróttir til dæmis.
Áshildur Bragadóttir, forstöðu-
maður Höfuðborgarstofu, segist
ekki óttast áhrif þessa á ferðaþjón-
ustuna. Hún bendir á að áttatíu pró-
sent af ferðamönnum komi hingað
á eigin vegum og það sé jákvætt að
ferðamenn fái leiðsögn Íslendinga
sem veiti þeim húsaskjól.
„ Fe r ð aþ j ó n u st u a ð i l a r h é r -
lendis skila auðvitað öllum sínum
sköttum og skyldum til samfélags-
ins, maður hefur helst áhyggjur af
því að skattar Airbnb, sem er hýst
erlendis, muni renna til einhvers
annars,“ segir Áshildur. – sg
Airbnb
bjóði upp á
afþreyingu
fjölmiðlun Hluti Panama-skjalanna
er nú aðgengilegur almenningi á vef
miðilsins Reykjavík Media rme.is.
Um er að ræða gagnagrunn sem
virkar eins og hver önnur leitarvél,
að sögn Aðalsteins Kjartanssonar
blaðamanns. „Fólk getur slegið inn
nöfn einstaklinga, félaga eða banka.
Ef þetta tiltekna nafn er í þeim hluta
gagna sem er verið að birta núna þá er
hægt að skoða tengslin sem þar eru.
Þetta er efsta lagið af þessum aflands-
gögnum.“
Skjölin sjálf verða ekki birt og þá
liggja sjaldan fyrir upplýsingar um
prókúruhafa félaga.
Aðalsteinn hefur trú á því að gögn-
in verði uppspretta frétta á næstu
dögum og vikum.
Reykjavík Media óskaði nýlega eftir
aðstoð almennings og ábendingum
um aflandsfélög í eigu íslenskra
útgerðarmanna. „Við erum almennt
að fá mjög mikið af ábendingum. Það
er fullt af fólki með gögn sem skipta
máli og við erum búnir að sýna fólki
að okkur er treystandi og að við
vinnum faglega. Við erum óhræddir
við að missa af einhverjum skúbbum.
Það er auðvitað gaman að skúbba en
þetta er miklu stærra mál en það.“
– snæ
Panama-skjölin
opin almenningi
jóhannes Kr. Kristjánsson og aðal-
steinn Kjartansson, eigendur reykjavík
media. Fréttablaðið/ernir
Við erum almennt
að fá mjög mikið af
ábendingum. Það er fullt af
fólki með gögn sem skipta
máli.
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.
1 0 . m a í 2 0 1 6 þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
6
0
-3
2
8
8
1
9
6
0
-3
1
4
C
1
9
6
0
-3
0
1
0
1
9
6
0
-2
E
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K