Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Side 8
af ákvarðanatöku eða framkvæmd
ákvörðunar án samþykkis einstaklings-
ins, í því skyni að það sé honum fyrir
bestu. Hann telur að forræðishyggja í
umönnun aldraðra hafi yfirleitt nei-
kvæðar afleiðingar en geti þó verið við-
eigandi í einstaka tilfellum. Þegar and-
legri heilsu eldra fólks fer að hraka svo
mjög, kann að verða nauðsynlegt að beita
faglegu forræði til þess að tryggja öryggi
og það að þörfum og umönnun hins aldr-
aða sé mætt. (Cicirelli, 1992 & Collopy,
1988).
Aldursmisrétti kemur fram í því að gamalt
fólk er, eingöngu vegna aldurs, talið meira
og minna óhæft til að taka mikilvægar
ákvarðanir til dæmis um læknismeðferð,
rannsóknir og fleira.
Skilgreiningar á sjálfræði og
forræði
Skilgreiningar Cicirellis (1989) á mismun-
andi tegundum sjálfræðis og forræðis
voru lagðar til grundvallar þegar spurn-
ingalistinn sem notaður var í þessari
rannsókn var gerður. Þær eru eftir-
farandi:
1. Oskipt sjálfræði.
• Algjört sjálfræði: Þegar hinn aldraði
tekur ákvörðunina einn.
• Samráðs-sjálfræði: Þegar hinn aldraði
tekur ákvörðun eftir samráð við annan
aðila.
2. Skipt sjálfræði.
• Sameiginlegt sjálfræði: Þegar hinn
aldraði tekur ákvörðun með öðrum ein-
staklingi.
• Framselt sjálfræði: Þegar hinn aldraði
framselur ákvarðanatökuna af fúsum og
frjálsum vilja. Annað hvort er ákvörðun-
in tekin eins og hann myndi hafa gert eða
eins og sá sem fær ákvörðunarréttinn
telur að komi hinum einstaklingnum best
• Staðgengils-sjálfræði: Þegar annar
aðili tekur að sér ákvörðunarvald af
fúsum og frjálsum vilja við aðstæður þar
sem hinn aldraði er ófær um ákvarðana-
töku sjálfur. Skilyrði er að ákvörðunin sé
byggð á því sem hinn aldraði myndi
líklega velja sjálfur.
Því er eins farið með forræði og sjálfræði
að hægt er að skilgreina og skipta forræði
á margan hátt og Cicirelli (1989), vitnar í
Collopy, Gillon and Young þegar hann
flokkar forræði í mismunandi tegundir:
1. Sterkt forræði: Þegar aðili með sterkari
stöðu tekur ákvörðun fyrir annan
einstakling, án beiðni hans, samþykkis
og/eða vitneskju.
2. Dulið forræði: Þegar aðili með sterkari
stöðu grípur til kænskubragða og laumu-
spils til að taka fram fyrir hendurnar á
öðrum einstaklingi.
3. Velvildar-forræði: Þegar einstaklingur
með sterkari stöðu tekur þátt í ákvarð-
anatöku og útskýrir um leið hvers vegna
það er nauðsynlegt.
4. Forvarnar-forræði: Þegar aðili með
sterkari stöðu grípur inn í ákvarðana-
töku til þess að koma í veg fyrir slys
eða skaða.
5. Veikt forræði: Þegar aðili með
sterkari stöðu grípur eingöngu inn í
ákvarðanatöku þegar um andlega skert-
an einstakling er að ræða.
6. Fjarvistar-forræði: Þegar einstakling-
ur, sem er til þess hæfur, kærir sig koll-
óttan um ákvarðanatökuna þannig að
aðili með sterkari stöðu verður að taka
nauðsynlega ákvörðun fyrir hann.
Rannsóknir á virðingu fyrir
sjálfræði og forræðishyggju.
Victor G. Cicirelli doktor í sálarfræði við
Purdue háskólann í Indiana í Banda-
ríkjunum þróaði tvo sjálfstæða spurn-
ingalista, þar sem virðing fyrir sjálfræði
annars vegar og trú á forræðishyggju
hins vegar er könnuð. Hann vildi mæla
þessi viðhorf hjá uppkomnum börnum
og foreldrum þeirra. Cicirelli (1989 &
1992) ályktaði út frá öðrum rannsóknum
að það kæmi fram hvort fólk bæri
virðingu fyrir sjálfræði eða væri hlynnt
forræðishyggju, þegar það þyrfti að taka
afstöðu til hvað það myndi gera í
tilteknum aðstæðum, sem geta komið
upp í samskiptum og umönnun aldraðs
foreldris. Sú afstaða sem fólk tæki gæti
spáð fyrir um hegðun þegar það kæmist í
þessar aðstæður í raun og veru.
Aðurnefndir spurningalistar gengu í
gegnum ítarlegt þróunarferli, fyrst í
rannsóknarhópi og síðan með forkönn-
un. Eftir aðlögun og breytingar var
reynsluútgáfa lögð fyrir 70 einstaklinga
(31 uppkomið barn og 39 aldraða for-
eldra). Gerð var atriðagreining á niður-
stöðunum og þá kom í ljós að innri
áreiðanleiki var fullnægjandi fyrir nánast
öll atriðin. Eftir smávægilegar lagfæring-
ar voru listamir tilbúnir í endanlegri
útgáfu, með 30 atriðum á hvorum lista,
sem er svarað á Likert-kvarða kvarða
(Cicirelli, 1989).
Cicirelli (1989) lagði þessa síðastu út-
gáfu spurningalistanna fyrir tvö mis-
munandi úrtök, 147 uppkomin börn og
81 aldrað foreldri. Atriðagreining benti til
þess að sjálfræðislistinn greindist í óskipt
og skipt sjálfræði. Óskipt sjálfræði felur í
sér algjört sjálfræði og samráðs-sjálfræði,
skipt sjálfræði felur í sér sameiginlegt-,
staðgengils- og framselt-sjálfræði. Hins
vegar mælir forræðislistinn aðeins einn
þátt, sem tekur til 6 tegunda forræðis,
sterkt forræði, dulið forræði, velvildar-
forræði, forvarnar-forræði, veikt forræði
og fjarvistar-forræði. Væg fylgni var milli
gildanna óskipt sjálfræði, skipt sjálfræði
og forræði, en fylgnin var það lítil að
listarnir voru taldir mæla mismunandi
atriði.
Áreiðanleiki.
Utreiknaður innri áreiðanleiki fyrir
óskipt og skipt sjálfræði var alfastuðull
frá 0,70 til 0,78, hæstur hjá uppkomnum
börnum og fyrir skipt sjálfræði. Áreiðan-
leikinn var talinn fullnægjandi til notk-
unar í hóprannsóknum (Anastasi, 1988).
Innri áreiðanleiki fyrir einstaka flokka
sjálfræðis var í heildina lægri, frá 0,50 til
0,73 fyrir barnahópinn en ekki nema 0,43
til 0,54 fyrir foreldrahópinn. Allir flokk-
arnir nema sameiginlegt sjálfræði náðu
þó yfir 0,50 og var það talið fullnægjandi
til rannsóknarnota (Anastasi, 1988). Innri
áreiðanleiki fyrir forræðislistann, bæði
samanlagt forræði og undirflokkana, var
fullnægjandi frá 0,67 til 0,79. Báðir
listarnir voru lagðir fyrir 60 manna til-
viljunarúrtak úr báðum hópum eftir 20
vikur til þess að mæla áreiðanleika end-
urtekinnar prófunar. Þó fylgnin væri
almennt marktæk var áreiðanleikinn
betri hjá uppkomnum bömum heldur en
foreldrunum og minnstur áreiðanleiki
mældist fyrir skipt sjálfræði (Cicirelli,
1989).
Réttmæti.
Cicirelli (1989) taldi listana hafa ágætt
sýndarréttmæti og einnig voru báðir
listarnir taldir hafa innihaldsréttmæti þar
sem atriðin á listunum ná yfir vel skil-
greindar tegundir sjálfræðis og forræðis.
Athugun var gerð á viðmiðsbundnu rétt-
8 IÐJUÞJÁLFINN 2/2000