Morgunblaðið - 01.08.2015, Qupperneq 4
Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson
Fjallaskíði hafa síðustu misseri rutt sér til
rúms hér á landi, en þau eru frábrugðin hefð-
bundnum skíðum að nokkru leyti.
Ólafur Már Björnsson augnlæknir tók í vik-
unni myndina að ofan af eiginkonu sinni,
Þóru Þórisdóttur. Þara má sjá Þóru renna
sér fimlega niður skafl á Lómsfelli á Dynj-
andisheiði.
Skaflinn klifu þau á skíðunum ásamt syni
sínum Tómasi Andra, sem gekk eft-
irminnilega á Hvannadalshnjúk í fyrra,
yngstur allra. „Fjallaskíðin eru nýjasta tíska
á Íslandi. Við höfum farið á fjallaskíði nokkr-
um sinnum síðustu sumur, það er svo mikill
snjór alls staðar. Við fundum þarna skafl í
fjallinu og löbbuðum upp hann. Við höfum
sérstök skinn á skíðunum sem veita mótstöðu
og festu upp alla brekkuna. Svo tökum við
þau af og rennum okkur niður,“ segir Ólafur.
Hann segir myndina táknræna fyrir sum-
arið í ár, talsverður snjór sé í fjöllunum.
Mesta athygli vekur þó klæðaburður Þóru, en
hún skartar pilsi, sem verður að teljast
óvenjuleg sjón í snævi þöktum fjallshlíðum.
Á ferðalaginu hefur fjölskyldan heimsótt
Rauðasand og kleif þar Stálfjall og Skor.
Þórsmörk var einnig heimsótt og í gær var
fjölskyldan stödd í Nýja-dal á Sprengisandi,
en þaðan var förinni heitið að háhitasvæðinu
í Vonarskarði, við hlið Bárðarbungu.
Auk ferðalanganna þriggja telur fjölskyld-
an þrjá í viðbót, Björn Má, Sóleyju og Þóri
Svein Ólafsbörn. Öll eru þau mikið útivistar-
fólk, en þau hafa heimsótt brekkur víða um
heim og hérlendis. Meðal síðustu ævintýra
þeirra er skíðaferð alla leið til Japan um jól-
in. Ólafur Már hefur getið sér gott orð fyrir
metnaðarfullar ljósmyndir og myndbönd úr
ferðum fjölskyldunnar. jbe@mbl.is
Fjallaskíði njóta sífellt meiri vinsælda meðal útivistarfólks
Skíðafólk nýtur sumarsins í sköflunum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Selst hafa tæplega 30.700 nýir bílar
til bílaleiga á Íslandi frá ársbyrjun
2005 og um 20.800 frá ársbyrjun
2010. Salan leiðir orðið markaðinn
fyrir nýja bíla á Íslandi.
Eins og sýnt er á súluritinu hér til
hliðar var salan á nýjum bílum á
fyrri helmingi ársins 2015 nærri tvö-
falt meiri en allt árið 2009, eða um
9.500 seldir nýir bílar borið saman
við 2.500 selda nýja bíla 2009.
Tölurnar byggjast á greiningu
Toyota á Íslandi á tölum Samgöngu-
stofu. Þær sýna sölu á nýjum fólks-
og sendibílum á Íslandi.
Á fyrri hluta þessa árs keyptu
bílaleigur 5.321 bifreið og er það
19,2% meira en allt árið í fyrra, þá
seldust 4.462 nýir bílar til bílaleiga.
Á þessu tímabili seldist 4.151 bifreið
á almennum markaði. Árið 2009
seldust 1.909 bifreiðar á almennum
markaði, 1.400 árið 2010, 2.966 árið
2011, 4.723 árið 2012 og 4.791 2013.
Fjórðungsaukning milli ára
Salan jókst í 5.911 nýja bíla árið
2014 og var það 23,4% aukning milli
ára. Ef sú aukning verður líka milli
ára 2014 og 2015 munu seljast 7.293
nýir bílar á almennum markaði í ár.
Gangi það eftir verður salan samt
mun minni en árin 2005 til 2007,
þegar seldust 18.092, 17.089 og
16.307 nýir bílar á almennum mark-
aði þessi ár í þessari röð.
Annar mælikvarði á aukningu í
bílasölu eru tölur Hagstofu Íslands
yfir svonefnt CIF-verðmæti inn-
fluttra ökutækja. Vísar það til verðs
vörunnar við afhendingu, að með-
töldum flutningskostnaði og flutn-
ingstryggingu.
Úr tölum Hagstofunnar má finna
út samanlagt verðmæti innfluttra
fólksbíla, þ.m.t. bíla með alhjóladrifi,
vöru- og sendibíla, annarra bíla og
fjórhjóla. Verðmæti ökutækja í
þessum fjórum flokkum sem flutt
voru inn árið 2010 var 2.889 millj-
ónir fyrstu fimm mánuði ársins
2010.
Talan hækkaði í 5.575 milljónir á
sama tímabili 2011 og 9.428 milljónir
þessa mánuði árið 2012. Hún dróst
síðan saman að nafnvirði og var
9.441 milljón þessa mánuði 2013.
Salan jókst svo í 12.624 milljónir á
þessu tímabili 2014 og jókst svo enn
frekar í 17.823 milljónir á fyrstu
fimm mánuðum þessa árs. Það þýðir
að innflutningsverðmætið á fyrstu
fimm mánuðum þessa árs var ríflega
41% meira en sömu mánuði í fyrra.
Sú aukning er í takt við grænu og
rauðu súlurnar lengst til hægri á
grafinu hér fyrir ofan. Eins og sjá
má eru þær orðnar næstum jafn
stórar og súlurnar sem sýna söluna
fyrir allt árið í fyrra.
Kaupmáttur í bílum eykst
Við þennan samanburð er vert að
hafa í huga að raungengi krónu hef-
ur styrkst á síðustu árum. Fyrir vik-
ið hefur kaupmáttur í bílum í krón-
um talið farið vaxandi. Af þessu
mætti álykta að Íslendingar séu
ekki aðeins farnir að kaupa fleiri
bíla heldur líka vandaðri bíla en
fyrstu árin eftir efnahagshrunið.
Með því að sala nýrra bíla til bíla-
leiga hefur aukist svo mikið hefur
framboð notaðra bíla aukist mikið
um leið. Skv. lögmáli framboðs og
eftirspurnar ætti það að skapa
kauptækifæri í þeim tegundum sem
vinsælastar eru hjá bílaleigunum.
Hæsta raungengi frá 2.
ársfjórðungi árið 2008
Loks má rifja upp að raungengi
krónu var mun sterkara árin 2005 til
2007 en það er nú. Raungengi krónu
á mælikvarða hlutfallslegs verðlags
hefur gefið eftir. Þannig stóð vísitala
raungengis á þann mælikvarða í 107
stigum á öðrum ársfjórðungi 2005,
98,2 stigum á sama ársfjórðungi
2006 og 109,7 stigum þennan árs-
fjórðung 2007. Til samanburðar var
vísitalan 85,8 stig á 2. ársfjórðungi á
þessu ári. Hefur raungengið reynd-
ar ekki verið jafn hátt síðan á 2. árs-
fjórðungi árið 2008, þegar vísitalan
var 89,1 stig. Innfluttir bílar eru því
að verða ódýrari.
Meirihluti sölunnar er til bílaleiga
Bílaleigur keyptu 5.321 bifreið á fyrri helmingi ársins Til samanburðar seldist þá 4.151 bifreið á
almennum markaði Bílaleigur á Íslandi hafa keypt tæplega 21 þúsund nýja bíla frá ársbyrjun 2010
Morgunblaðið/Eggert
Loftmynd Bílaflotinn við Sundahöfn fyrr á þessu ári. Efnahagsbati síðustu
ára birtist meðal annars í því að sala á nýjum bifreiðum hefur aukist mikið.
Bílaleigubílar og heildarmarkaðurinn
2005-2015
Heimild: Samgöngustofa/Toyota á Íslandi*Tölur fyrir 2015 eiga við fyrri helming ársins.
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
2.
07
0
20
.1
62
19
.6
26
18
.7
09
9.
91
7
2.
51
5
3.
26
3 5.
39
0 8
.3
53
7.8
59 1
0.
37
3
9.
47
2
2.
53
7
2.
40
2
2.
30
5
60
6 1.
86
3
2.
42
4
3.
63
0
3.
06
8
4.
46
2
5.
32
1
Bílaleigubílar
Heildarmarkaðurinn
Á bilinu 10,3%-57,1%
» Hlutfall bílaleigubíla af
heildarmarkaðnum var 10,3%
árið 2005, 12,9% árið 2006,
12,8% árið 2007, 23,2% árið
2008 og 24,1% árið 2009.
» Hlutfallið rauk upp í 57,1%
árið 2010. Hlutfallið var 45%
2011, 43,5% 2012, 39% 2013
og 43% árið 2014. Það var
56,2% á fyrri hluta þessa árs.
» Sala á fjórhjólum virðist
vera á uppleið. Þannig voru
flutt inn fjórhjól fyrir 65 millj-
ónir á fyrstu fimm mánuðum
ársins, borið saman við 32
milljónir þessa mánuði í fyrra.
» Árið 2013 var verðmætið
10 milljónir og 31 milljón
2012.