Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ljón norðursins var LeóÁrnason, frændi minn fráVíkum á Skaga, fæddurárið 1912. Hann tók sjálf-
ur upp þetta viðurnefni, enda var
hann mjög sérstakur maður, bóhem
og snillingur. Hann var húsasmíða-
meistari, skáld og málari. Hann bjó í
Reykjavík um tíma og setti svip sinn
á mannlífið þar, meðal annars kom
hann oft á Hótel Borg og var ávallt
flottur í tauinu. Við erum sagðir slá-
andi líkir, báðir með mikinn gráan
ljónsmakka. Útlendingar sem koma
hingað til mín spyrja oft þegar þeir
sjá myndina af honum hér upp á
vegg, hvort þetta sé ég. Aðrir halda
að þetta sé Albert Einstein,“ segir
Jónas Skaftason sem á og rekur
kaffihúsið Ljón norðursins sem
stendur á bökkum Blöndu við
Blönduós.
„Þegar ég ákvað fyrir sex árum
að starta þessu litla kaffihúsi, þá tók
það mig ekki nema tíu mínútur að
finna nafnið á það, Ljón norðursins,
til heiðurs þessum merka frænda
mínum.“
Jónas er einnig með gistingu
fyrir ferðafólk í smáhýsum utan við
kaffihúsið sem og tjaldsvæði, og kall-
ar það Blönduból.
„Ég er fæddur á Skaga eins og
frændi minn Ljón norðursins. Ég
fæddist á bænum Fjalli og kenni
mig við bæinn þó ég hafi verið smá-
barn þegar við fluttum til Skaga-
strandar. En ég fluttist hingað á
Blönduós árið 1982 og ég var fyrst
með gistiheimili í gamla póst- og
símahúsinu.“
„Ég þyki sláandi lík-
ur Ljóni norðursins“
Hann hefur lifað ævintýralegu lífi, er fjórgiftur og á sjö börn. Jónas Skaftason varð
einstæður faðir með þrjú börn þegar hann var ungur maður og hann var með tíu
ráðskonur yfir langt tímabil sem sáu um að ala upp börnin hans með honum.
Hann á og rekur kaffihúsið Ljón norðursins á Blönduósi og þar setja gestir gjarn-
an lófaför sín á veggina. Þeir fá stundum að nota eldhúsið í trukknum Fanndal.
Vertinn Jónas Skaftason utan við notalega kaffihúsið Ljón norðursins.
Kósí Gestir hafa málað hús, skepnur og landslag á veggi kaffihússins.
Fyrirsæta Bella stendur vaktina utan við litla kaffihúsið, alvön að sitja fyrir.
Lófar Fólk frá öllum heimshornum hefur stimplað lófa sína á veggina.
Blessunin hún Barbí er ekki af baki dottin, hún lifir góðu
lífi um víða veröld, ýmist sem leikfang barna eða sem
safngripur hjá söfnurum. Síðastliðinn fimmtudag héldu
Barbídúkkusafnarar mikla ráðstefnu í Virginia í Bandaríkj-
unum og var mikið um dýrðir, eins og búast mátti við.
Meira en þúsund manns mættu á galakvöldið þar sem
voru ýmsar sýningar, heiðursgestir, hverskonar keppnir,
tískusýningar og sölubásar þar sem allt sem viðkemur
Barbí var til sölu, jafnvel stakir Barbíhausar. Fjölbreytnin
var mikil og fólk kátt, enda ekki annað hægt en að gleðj-
ast yfir krúttlega fyrirbærinu Barbídúkkusöfnun.
Allskonar dásamlegar Barbídúkkur og líka lifandi dansandi brúður
Barbídúkkusafnarar
komu saman með gullin
sín á litríkri ráðstefnu
AFP
Fyrri tíð Paul Bruce með einstakt Barbísafn sitt.
AFP
Fjörugar Þessar lifandi Barbídúkkur dönsuðu og sungu.
Tíska Sara Pitchford lagar dúkkur úr nýjustu vorlínunni.
Morgunblaðið gefur út sérblað um
Skóla &
námskeið
föstudaginn 14. ágúst
Fjallað verður um þá fjölbreyttu
flóru sem í boði er fyrir þá sem
stefna á frekara nám í haust.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 16 mánudaginn 10. ágúst
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is