Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Laugavegi 34, 101 Reykjavík
Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N
Buxur 14.900,- stk.
Buxur frá Flókagata 45, 105 Rvk. Hæð og ris
Mjög rúmgóð og mikið endurnýjuð
hæð og ris við Klambratún rétt
ofan við Kjarvalsstaði. Sérsmíðaðar
innréttingar. Arinn í stofu. Góður
bílskúr fylgir. Eignin er samtals
236,9 fm. V. 84,5 m.
Eignin verður til sýnis þriðjudaginn 4. ágúst nk. frá 18:00-18:30.
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Í gær voru greiddar um nítján millj-
arðar króna úr ríkissjóði til heimila
landsins. Um er að ræða endur-
greiðslu á ofgreiddum sköttum,
barnabætur og vaxtabætur.
Heildarfjárhæðin sem greidd er út
hækkar úr 17,7 milljörðum króna í
19,0 milljarða króna á milli ára.
Hækkunin skýrist einkum af of-
greiddri staðgreiðslu tekjuskatts og
útsvars sem leiðrétt er með endur-
greiðslu. Þá mun ríkissjóður greiða
2,6 milljarða króna í barnabætur 1.
nóvember næstkomandi.
Í gær voru greiddir út 2,6 millj-
arðar króna í barnabætur, 5,9 millj-
arðar í vaxtabætur og 9,3 milljarðar
vegna ofgreiddrar staðgreiðslu tekju-
skatts og útsvars og 845 milljónir
vegna ofgreiddrar staðgreiðslu fjár-
magnstekjuskatts.
Inneign framteljenda að lokinni
álagningu er alls 22,4 milljarðar
króna en 3,5 milljarðar af henni verð-
ur ráðstafað upp í kröfur vegna van-
goldinna gjalda.
Barnabætur gætu aukist
Fram kemur á vef fjármálaráðu-
neytisins að greiðslur barnabóta
aukast á milli ára og nema tíu millj-
örðum króna sem er 5,1% aukning frá
fyrra ári. Rúmlega 48 þúsund fjöl-
skyldur fá barnabætur á þessu ári
sem er 9,5% fækkun frá árinu 2014.
Fjárhæð meðalbóta hækkar hins
vegar umtalsvert, eða um rúmlega
16% á milli ára en allar fjárhæðir
barnabótakerfisins voru hækkaðar
verulega í upphafi ársins.
Í álagningu eru ekki reiknaðar
barnabætur á þá sem eru með áætl-
aðan tekjuskattstofn. Vegna þess
gætu barnabætur átt eftir að aukast
um að minnsta kosti 300 milljarða
króna. Hlutfall áætlaðs tekjuskatts-
stofns hefur farið lækkandi síðustu ár
og nemur nú um 3% af heildar-
tekjuskatts- og útsvarsstofni.
Almennar vaxtabætur vegna
vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúð-
arhúsnæði, sem einstaklingar
greiddu af á árinu 2014, nema sjö
milljörðum króna sem er 12,6% lækk-
un á milli ára. Almennar vaxtabætur
fá tæplega 38 þúsund fjölskyldur á
árinu 2015 og fækkar þeim um 10% á
milli ára.
19 milljarðar
greiddir til
heimilanna
Heildarfjárhæð hækkaði um 1,3
milljarða króna frá síðasta ári
Morgunblaðið/Golli
Endurgreiðsla Í gær voru end-
urgreiddir 19 milljarðar króna.
Endurgreiðsla
» Nítján milljarðar króna voru
greiddar úr ríkissjóði til heimila
landsins.
» Um er að ræða endurgreiðslu
á ofgreiddum sköttum, barna-
bætur og vaxtabætur.
» Barnabætur gætu aukist um
300 milljónir króna.
» Um 10% færri fá vaxtabætur
í ár en í fyrra.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Íbúar í Suðurhlíðarhverfi í Öskjuhlíð
hafa síðustu daga orðið fyrir tals-
verðu ónæði af jarðvegsvinnu vegna
viðbyggingar við Klettaskóla. Síð-
ustu ár hafa þeir mótmælt viðbygg-
ingunni við litlar undirtektir borg-
aryfirvalda að sögn íbúanna.
Hulda Anna Arngrímsdóttir, íbúi í
Beykihlíð 4, segir verktaka á svæð-
inu hafa hafið sprengingar á klöpp-
inni á svæðinu hinn 21. júlí sl. Íbúar
hafi staðið í þeim skilningi að verk-
takinn hefði svonefnt takmarkað
byggingarleyfi, sem kvæði á um að-
stöðusköpun fyrir starfsmenn og
sýnatöku úr jarðvegi, en ekki fælust
í því sprengingar. Hulda telur að
Reykjavíkurborg hafi ekki sinnt
upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu
sinni, fyrirspurnum um leyfið hefði
ekki verið svarað með fullnægjandi
hætti. Hús nokkurra íbúanna eru í
um sex metra fjarlægð frá vinnu-
svæðinu.
„Þeir byrjuðu að grafa grunn og
einn góðan veðurdag byrjuðu þeir að
sprengja. Það vantaði skilti þarna og
íbúar voru ekki varaðir við. Þeir eiga
að láta íbúa í kring vita hvenær á að
sprengja. Um daginn var sprengt
fjórum sinnum yfir daginn og unnið
lengur en leyfileg er. Þarna var brot-
in reglugerð um sprengiefni,“ segir
Hulda, verktakanum beri að láta vita
hvenær sprengingar hefjist og ekki
megi sprengja oftar en tvisvar á dag.
Íbúarnir hafa nú kært fram-
kvæmdirnar til umhverfis- og auð-
lindanefndar Reykjavíkur en hafa
ekki fengið svar.
Óánægja með hönnun hússins
Áætlað er að byggðir verði 3.400
fermetrar við Klettaskóla. Í við-
byggingunni er gert ráð fyrir hátíð-
ar- og matsal, tveimur kennslusund-
laugum, fullbúnu íþróttahúsi og að
stjórnunarálma verði byggð ofan á.
Íbúarnir hafa einna helst mót-
mælt stærð byggingarinnar, en hlið
hennar sem næst er íbúabyggð verð-
ur 7,5 metra há, í nokkurra metra
fjarlægð frá íbúðarhúsum í nágrenn-
inu.
Ljósmynd/Jón Ármann
Framkvæmdir Jarðvinna fer fram í nokkurra metra fjarlægð frá húsum í Beykihlíð, hægra megin á myndinni.
Sprengingar ónáða
íbúa við Klettaskóla
Telja framkvæmdaraðila brjóta reglugerð um sprengiefni