Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 19

Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 Grillblöndurnar frá Findus Ferskara en ferskt Oppah Muchinguri, umhverfis- ráðherra Simbabwe, hefur kallað eftir því að Walter Palmer, tann- læknirinn bandaríski sem er sak- aður um að hafa drepið heimsfræga ljónið Cecil, verði framseldur til Simbabwe og svari fyrir ólögleg at- hæfi sín. „Það var of seint að hand- sama erlenda veiðiþjófinn þar sem hann hafði komist úr landinu til heimalands síns,“ sagði aðstoðar- ráðherrann. Palmer hefur beðist afsökunar á drápinu og vill meina að hann hafi verið blekktur af leiðsögumanninum Theo Bronkhorst sem skipulagði veiðiferðina. Bronkhorst var látinn laus gegn tryggingu síðasta mið- vikudag eftir að hafa verið ákærður fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir ólöglega veiði. Mótmælendur hafa nú í nokkra daga mótmælt fyrir utan tannlæknastofu Palmers í Minne- sota í Bandaríkjunum. Margir hafa skilið eftir dýraleikföng fyrir utan bygginguna. Þá setti einn mótmæl- andi upp skilti sem á stóð „Rotnaðu í helvíti“ á hurð byggingarinnar og ein dýraverndarsamtök hafa kallað eftir því að Palmer verði hengdur. Í Zimbabwe er nærri 80% at- vinnuleysi og gífurleg verðbólga hef- ur hrjáð landið á 21. öldinni. Sumir íbúar hafa meiri áhyggjur af al- mennri velferð í landinu heldur en ljóninu Cecil. Í samtali við frétta- veituna Reuters lýsti Tryphina Ka- seke, sem selur notuð föt á strætum Harare í Simbabwe, yfir undrun sinni á málinu. „Ertu að segja mér að öll þessi læti séu vegna dauðs ljóns? Ljón eru drepin daglega í þessu landi,“ sagði Tryphina. „Hvað er svona sérstakt við þetta ljón?“ Vilja fá Cecil tann- lækni framseldan  Hann segist hafa verið blekktur AFP Cecil Íbúar Simbabwe, sem búa margir við mikla fátækt, kippa sér ekki all- ir upp við andlát fræga ljónsins Cecils. Dýraárásir eru algengar í landinu. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Yfirvöld í Malasíu hafa staðfest að vænghlutinn sem rak á land af Ind- landshafi sé úr Boeing-777 þotu, sem þýðir að hann er langlíklegast hluti af MH-370, flugvél flugfélags- ins Malaysian Airlines, sem hvarf sporlaust í mars fyrir ári. Vænghlutinn gæti verið fyrsta áþreifanlega vísbendingin sem hjálpar til við að komast til botns í dularfullu ráðgátunni um örlög flugvélarinnar. Það telur Abdul Aziz Kaprawi, aðstoðarsamgöngu- málaráðherra Malasíu. „Ég tel að við séum að færast nær því að komast til botns í ráðgátunni um örlög MH370. Þetta gætu verið sannfærandi sönnunargögn um að MH370 hafi hafnað í Indlandshafi,“ sagði hann við fréttaveituna AFP í gær. Á vænghlutanum sem rak á land á eyjunni fannst verksmiðjunúm- erið „657 BB“. Með því að rekja það var hægt að staðfesta að væng- búturinn væri af Boeing 777 þotu. Núna er vænghlutinn á leið til Frakklands í frekari greiningu og búist er við niðurstöðum í næstu viku. Brak um allt Indlandshaf Martin Dolan, yfirmaður sam- göngustofu Ástralíu, segir að fund- ur vænghlutans á eyjunni Reunion þýði ekki að aðrir bútar úr flugvél- inni fari að reka á land á Reunion eða nálægum stöðum. „Á síðustu 16-17 mánuðum myndi allt fljótandi brak úr flugvélinni hafa dreifst um töluverðan hluta Indlandshafs.“ Þá sagði hann einnig að það væri mjög erfitt að álykta um örlög flugvélarinnar út frá brakinu sem rak á land í Reunion. „Það eru tak- mörk fyrir því hversu mikið er hægt að álykta út frá braki sem þessu og við teljum ekki að þetta muni geta gefið okkur nægar upp- lýsingar til að spá fyrir um hvar restin af brakinu leynist,“ sagði hann og bætti svo eftirfarandi við: „Við vitum að megnið af leifum MH370 er á hafsbotni, ekki fljót- andi í hafinu.“ Vænghlutinn lang- líklegast úr MH370  Staðfest að vænghlutinn sé úr Boeing-777 flugvél Vænghlutinn » Tveggja metra vænghlutinn sem rak á land á Reunion er svokallaður flapi. Flapinn er hluti af væng flugvélar og er að- allega beitt til að hægja á loft- fari í lendingu en einnig til að veita aukinn lyftikraft í flugtaki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.