Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Það er þegar orðið millj-arða tap og útlitið svart,“segir Sigurgeir BrynjarKristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
í Vestmannaeyjum, um stöðuna á
alþjóðlegum mörkuðum fyrir
makríl sem veiddur er á Íslands-
miðum. Veiðarnar ganga ágætlega
sem stendur, en treglega gengur
að selja fiskinn. Meðal annars er
einn mikilvægasti markaðurinn,
Nígería, lokaður vegna gjaldeyris-
skorts. Eru dæmi þess að vinnslur
hafi hætt móttöku makríls vegna
þeirrar stöðu sem upp er komin.
Þannig var sagt frá því hér í
blaðinu að Saltver í Reykjanesbæ
ætlaði ekki að taka við makríl fyrr
en mál hefðu skýrst frekar.
Gjaldeyrisskortur
„Það sem verið hefur að ger-
ast er að gjaldmiðlar svokallaðra
nýmarkaðsríkja hafa verið að falla
að undanförnu, sumir eins og sá
brasilíski um allt að 20%. Þetta er
meðal annars rakið til ókyrrðar í
fjármálum Kína. Það er gjaldeyr-
isskortur í þeim löndum sem við
Íslendingar höfum mest verið að
selja makríl til á undanförnum ár-
um og kaupendur halda því að sér
höndum,“ segir Sigurgeir. Hann
segir að ofan á þetta bætist fyrir
sitt fyrirtæki að Vinnslustöðin hafi
ekki getað selt makríl til Rúss-
lands síðan í febrúar vegna ein-
hverra óskiljanlegra viðhorfa
stjórnvalda þar. „Rússland hefur
verið okkar stærsti markaður fyr-
ir makríl þannig að þetta hefur
mikil áhrif. Makríll er um 20% af
heildartekjum Vinnslustöðv-
arinnar,“ segir Sigurgeir.
Makríllinn drjúg búbót
Það eru ekki mörg ár síðan
makríll fór að skipta Íslendinga
máli. Hann var talinn til flækings-
fiska fyrr á árum þegar hann
veiddist af og til og kom stundum
í smáum torfum upp að landinu.
Hlýnun sjávar í byrjun þessarar
aldar varð til þess að auka mjög
makrílgengd á miðunum við Ís-
land. Voru útgerðarmenn í Vest-
mannaeyjum frumkvöðlar í veiðum
og vinnslu makríls, meðal annars
með frystingu til manneldis um
borð í skipum sínum. Og á síðustu
árum hefur þessi fyrrverandi
flækingsfiskur orðið mikilvægur
nytjafiskur Íslendinga, drjúg bú-
bót fyrir útgerð, fiskvinnslu og
þjóðarbúið. En nú eru blikur á
lofti.
Óselt frá síðasta ári
Ofan á þá óvissu sem ríkir um
þann makríl sem veiddur hefur
verið í sumar bætist að ekki hefur
öll framleiðsla síðasta árs selst.
Talsverðar birgðir eru enn í
frystigeymslum hér á landi auk
þess sem framleiðendur eiga
óseldan makríl í geymslum í Hol-
landi. Um miðjan júní var áætlað
að enn væru óseld um 10 þúsund
tonn frá 2014 að verðmæti um
milljarður íslenskra króna. Áætlað
er að í fyrra hafi verið í frysti um
120 til 130 þúsund tonn af makríl.
„Þetta er þyngsta byrjun á
makrílvertíð sem við höfum farið
inn í frá því að veiðar úr stofn-
inum hófust,“ var haft eftir Gunn-
laugi Ingvasyni, framkvæmda-
stjóra Síldarvinnslunnar, á
fimmtudaginn. „Fyrirtækin eru að
taka mikla áhættu og framleiðslan
að fara í geymslur. Þar sem tak-
markað geymslurými er á Íslandi
er ljóst að tilfærsla í geymslur er-
lendis er dýr,“ var ennfremur haft
eftir honum.
Milljarða samdráttur
í tekjum af makríl
Morgunblaðið/Alfons
Makríll Í upphafi veiðanna virtist tregða á miðunum, en hún er ekki lengur
fyrir hendi. En það er alvarleg tregða á mikilvægustu mörkuðum erlendis.
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjálfsvígs-árásin á Suruc í þar-
síðustu viku hefur
heldur betur dreg-
ið dilk á eftir sér.
Fram að henni
hafði Tyrkjum virst vera nokk-
uð sama þó að hryðjuverka-
samtökin Ríki íslams færu
mikinn hinum megin landa-
mæra þeirra við Sýrland.
Þetta virtist einkum hafa verið
vegna þess að samtökin sóttu
mjög gegn Kúrdum sem lengi
hafa eldað grátt silfur saman
við Tyrki. Svo virtist loks, sem
að Tyrkir hefðu vaknað upp af
værum draumi og hefðu áttað
sig á hvers lags nöðru þeir
hefðu alið sér við brjóst.
Það skaut því skökku við
þegar flugher Tyrkja fór ekki
eingöngu að sækja gegn Ríki
íslams í Sýrlandi, heldur einn-
ig gegn Kúrdum í Írak og í
Tyrklandi. Ekki nóg með það,
heldur leitaði Recep Tayiip
Erdogan, Tyrklandsforseti, til
Atlantshafsbandalagsins, og
sóttist eftir stuðningi þeirra
fyrir aðgerðum sínum „gegn
hryðjuverkum“. Sá stuðningur
var veittur, þar sem bandalag-
ið vill gjarnan að Tyrkir haldi
áfram að sækja gegn Ríki ísl-
ams. Um leið lögðu forvígis-
menn bandalagsins áherslu á
að friðarferlið á milli Tyrkja
og Kúrda þyrfti að halda
áfram.
Þessi afstaða Atlantshafs-
bandalagsins hefur nú orðið
formanni og þingflokksfor-
manni Vinstri
grænna hér á landi
að yrkisefni, og
reynt að snúa mál-
um þannig að Ís-
lendingar séu þar
með í gegnum að-
ild sína að varnarbandalaginu
orðnir þátttakendur í hernaði
Tyrkja gegn Kúrdum, jafnvel
þó að Tyrkir hafi hvorki beðið
um né fengið vilyrði um neina
slíka aðstoð. Er það merkileg
afstaða hjá fulltrúum flokks,
sem í krafti ríkisstjórnarsetu
sinnar hefði getað komið í veg
fyrir aðgerðir NATO í Líbýu,
þar sem Ísland var vissulega
þátttakandi og hafði vald til að
taka í taumana.
En hvað sem slíkum öfug-
mælavísum líður er það engu
að síður rétt, að bandalagið
hefði getað verið mun afdrátt-
arlausara í afstöðu sinni. Tyrk-
ir grafa með árásum sínum
undan þeim árangri sem náðst
hefur gegn Ríki íslams í Írak
og í Sýrlandi, þar sem Kúrdar
hafa verið í fararbroddi varn-
arbaráttunnar. Um leið ýfa
árásirnar upp gamlar erjur
Tyrkja og Kúrda og bæta enn
meiri óvissu við hið mikla
hættuástand sem nú þegar rík-
ir í Mið-Austurlöndum.
Erdogan þarf að ákveða sig,
hvort hann óttist frekar hið
morðóða Ríki íslams eða upp-
gang Kúrda í nágrenni Tyrk-
lands. Það hefur lítið að segja
að ráðast á Ríki íslams úr lofti,
ef jafnframt er sótt að helstu
brjóstvörninni á jörðu niðri.
Gagnrýni Vinstri
grænna hljómar
undarlega í ljósi
sögunnar}
Hráskinnaleikur
Í Calais í Frakk-landi búa nú
um 5.000 flótta-
menn, sem reglu-
lega reyna að
stofna lífi sínu í
hættu með því að
hlaupa inn í Ermarsunds-
göngin, í þeirri von að þeir
komi upp Bretlandsmegin
heilir á húfi og geti unnið þar.
Í Ungverjalandi er áætlað að
reisa girðingu við landamærin
við Serbíu, þar sem hælisleit-
endur sækjast eftir því að
komast inn í Schengen-ríki. Á
Miðjarðarhafi er flótta-
mannavandinn svo mikill, að
sænskt varðskip skaut í mis-
gáningi á ítalskt björgunar-
skip í þeirri trú um að þar
væru smyglarar á fólki á ferð-
inni.
Þessi dæmi eru eingöngu
nokkur af þeim málefnum
flóttamanna sem hrjá Evrópu-
sambandið um þessar mundir.
Innan sambandsins er nú tek-
ist á um það hvernig eigi að
taka við þeim
fjölda sem sækir
til Evrópu frá
stríðshrjáðum
ríkjum Norður-
Afríku og Mið-
Austurlöndum og
hvernig eigi að deila þeim nið-
ur á aðildarríkin. Sú viðleitni
virðist hins vegar hafa rekist á
vegg, því að heildarfjöldi
þeirra flóttamanna sem deila á
út verður ekki hærri en 32.000
manns, og í júní var því hafnað
að hækka þakið upp í 40.000
líkt og framkvæmdastjórnin
vildi.
Þegar haft er í huga að hátt
í 600.000 manns sækjast eftir
því að fá stöðu flóttamanna í
Evrópusambandinu á hverju
einasta ári, og margir af þeim
leita ýmissa leiða, löglegra
sem ólöglegra, til þess að setj-
ast þar að, er löngu orðið ljóst
að ástandið í Evrópu í flótta-
mannamálum er tifandi tíma-
sprengja sem lítið hefur verið
gert til að aftengja.
Erfiðlega gengur
að ráða við flótta-
mannavandann
innan ESB}
Tímasprengjan tifar
Þ
að hefði vel mátt fara milliveg og
ákveða að gefa aðeins upp fjölda
tilkynninga um kynferðisofbeldi á
Þjóðhátíð og ekkert annað, en þess
í stað ákvað lögreglustjórinn í
Vestmanneyjum að senda út boð um að lög-
regla og viðbragðsaðilar gæfu alls engar upp-
lýsingar um möguleg kynferðisbrot. Hún
stendur enn við ákvörðun sína þegar þetta er
skrifað en það er margt við hana að athuga.
Ég tel að flestir séu á því að lögreglustjór-
anum hafi gengið gott eitt til og ákvörðun
hennar var ekki úr lausu lofti gripin, hún ráð-
færði sig við sérfræðinga. Hins vegar hlýtur
hún að horfa til þess að í kjölfar þess að fréttir
bárust af þessari stefnubreytingu hafa aðrir
sérfræðingar stigið fram, aðilar með áralanga
reynslu af starfi með þolendum, og dregið
skynsemi þess að þegja um brotin í efa. Önnur lögreglu-
embætti hafa sagt að þau hyggist ekki breyta verklags-
reglum og skipuleggjendur Druslugöngunnar segja
ákvörðun lögreglustjórans ganga gegn boðskap þeirrar
byltingar sem fór af stað í vetur.
Lögreglustjórinn ber því við að velferð þolenda sé í fyr-
irrúmi og rödd þeirra er sannarlega sú sem mestu skiptir í
þessari umræðu. En hvað vilja þeir? Hvernig samrýmast
myndirnar af þúsundum í Druslugöngu annars vegar, þar
sem skömminni er vísað til föðurhúsanna, og af fjölmiðla-
þögn um verslunarmannahelgi hins vegar, þar sem það
má ekki fréttast að manneskja hafi verið beitt kynferðis-
legu ofbeldi? Og hvaða skilaboð sendir það gerendum að
ákveða fyrirfram að brot þeirra komist ekki í
hámæli?
Í gær lét lögreglustjórinn undarleg ummæli
falla, þegar hún sagði að fíkniefnabrot vörðuðu
„meira“ við almannahagsmuni. Meira en hvað?
Kynferðisbrot? Hvernig varða kynferðisbrot
ekki almannahagsmuni? Það má færa góð rök
fyrir því að lögreglu beri að upplýsa um kyn-
ferðisbrot á yfirstandandi hátíð, hátíðar-
gestum og heimamönnum til varúðar. Lög-
regla er að taka sér mikið vald í hendur þegar
hún ákveður að þegja um brot, jafnvel þar til
ákæra er gefin út eða dómur fellur, því á með-
an er ekki hægt að læra af þeim og skilaboðin
til þolenda verða þessi: Þetta verður erfitt fyr-
ir þig og vandræðalegt, og þess vegna ætlum
við að passa að enginn fái að vita.
Og það er annað sem er mikilvægt og varðar
velferð borgaranna almennt. Það er hlutverk fjölmiðla að
hafa eftirlit með yfirvöldum. Það kann ekki góðri lukku að
stýra þegar lögregla er farin að taka geðþóttaákvarðanir
um það hverju á að segja frá og hverju á að þegja yfir.
Þögn verður að styðja með skotheldum rökum og raun-
verulegum hagsmunum almennings. Fjölmiðlar verða að
hafa tækifæri til þess að fylgjast með því hvort lögregla og
ákæruvald eru að sinna sínum hlutverkum og það geta
þeir ekki ef þeir vita ekki hvaða mál koma inn á borð þess-
ara aðila. Þá er líka hættulegt að ætla að fara að gera upp
á milli tegunda afbrota, ekki síst hvað varðar kynferðisof-
beldi, þar sem alltof mörg mál af þeim toga rata aldrei
gegnum kerfið. holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Usss...
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Það eru ekki
bara stór-
útgerðirnar
sem veiða mak-
ríl. Smábáta-
sjómenn gera
það líka. En lít-
ið er fyrir fisk-
inn að fá þegar
í land er kom-
ið. Verðið sem vinnslurnar bjóða
er um helmingi lægra en í fyrra
að því er Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið. Kílóverð-
ið er á milli 43 og 47 krónur, en
var 85 til 90 krónur í fyrra. Haft
var eftir Má Ólafssyni, sjómanni
á Hólmavík, í blaðinu á fimmtu-
daginn að sjómenn væru
óánægðir með hve lítið væri
upp úr veiðunum að hafa. Ofan
á lágt verð bættust há veiði-
gjöld sem þeir þyrftu að greiða
ríkissjóði. Þau væru hlutfalls-
lega hærri í ár en í fyrra.
Helmingi
lægra verð
EKKI BARA STÓRÚTGERÐIR
Makríll Fiskurinn
hefur verið góð bú-
bót undanfarin ár.