Morgunblaðið - 01.08.2015, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Hágæða kristalglös frá Þýskalandi
Við bjóðum Spiegelau í fallegum
gjafaöskjum sem er tilvalin
brúðkaupsgjöf.
• Rauðvínsglös
• Hvítvínsglös
• Kampavínsglös
• Bjórglös
• Karöflur
• Fylgihlutir
• Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn
velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra
• Platinumlínan okkar er mjög sterk og
þolir þvott í uppþvottavél
Spiegelau er ekki bara glas
heldur upplifun
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–18
Örnólfi Thorlacius, fyrrverandi rektor, er margt til lista lagt. Þaðgekk sú saga í gamla daga að þessi vinsæli náttúrufræðikenn-ari hefði eitt sinn, meðan hann sat yfir í miðsvetrarprófum, tek-ið öll prófin sjálfur undir dulnefni. Kennararnir í MR, félagar
Örnólfs, veltu mjög vöngum yfir þessum stórsnjalla huldunemanda.
Örnólfur minntist nýlega við mig á skringilegheit í þýðingum. Á einum
stað sagði aðalpersóna: „Ó, að ég væri komin hundrað mílur í jörð niður“ –
og þýðandinn bætti við innan sviga: „Hér mun átt við enskar mílur.“
Annað dæmi tengt mælieiningum: Í íslenskri þýðingu var Júlíus Cesar
látinn ferðast 48 kílómetra þar sem í frumtexta var um að ræða 30 mílna
ferð. Eins og Örnólfur benti á hefði þá verið betra að „námunda“ og tala
um 50 km (úr því að þýðandinn kaus á annað borð að styðjast við tuga-
kerfið fremur en mílurnar).
Sjálfur hefur Örnólfur
fengist mikið við þýðingar
um náttúrufræðileg efni og
oft þurft að leita nýyrða og
gjarnan viljað fara einfaldar
leiðir. Hann hefur t.d. notað
orðið síta (e. cheetah, lat. Ac-
inonyx jubatus) yfir blettatígur og púma (e. puma, lat. Felis conconcolor)
um fjallaljón. Á dögunum kom honum í hug að víkka út merkingu orðsins
kjaftaskur og láta það ná yfir „ílát undir falskar tennur“.
Í nýrri þýðingu á góðri japanskri skáldsögu er talað um ókleyfan vegg
þar sem átt var við ókleifan vegg (sbr. klífa – kleif). En ókleyft væri það
sem ekki er hægt að kljúfa (t.d. tré). Í sömu þýðingu er fornafn látið koma
þrisvar með stuttu millibili á undan sérnafninu sem það vísar til: „Þótt
hún væri að mörgu leyti sérsinna var konan hans ekki mikið fyrir að ber-
ast á“/ „Þótt hann reyndi að horfa ekki á þau fann Sensei hvernig augna-
ráð hans dróst að þeim aftur“/ „Um leið og hann blés reyk ofan í tóma
sake-flösku lokaði Sensei augunum.“ Hér virðast áhrif enskunnar augljós.
Angrar þetta fleiri en mig?
Nemandi í íslensku: „Kennari, hvað er viðlíking?“
Kennarinn hugsar sig um: „Viðlíking er eitt helsta stílbragð skáld-
skapar en henni er einnig beitt í mæltu máli. Í viðlíkingu er það atriði, sem
einkenna skal, borið saman við eitthvað sem tilheyrir öðru merking-
arsviði; en einhver skyldleiki þarf þó að vera þar á milli. Þessi tvö atriði
eru tengd með samanburðarorðum: eins og, sem: rauður sem blóð.“
Það vildi þannig til að verðlaunabók Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna,
var á borðinu. Kennarinn fletti upp á smásögunni Nætursakir og las (bls.
44): „Veðrið var undursamlegt. Kvöldsól, blæjalogn og sjórinn kyrr og
glampandi eins og álplata. Handan við fjörðinn sást verksmiðjan, spú-
andi reyk sínum upp í tært loftið.“
Allt spyrst: Hreppsnefndin frétti af kennslustundinni um viðlíkinguna.
Haft var samband við skólastjórann sem kallaði íslenskukennarann fyrir
og spurði hvort rétt væri að hann hefði verið með áróður í kennslu gegn
stóriðju.
Kjaftaskur
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Kjaftaskur Orðið er
oft notað um þá sem
blaðra mikið.
Það er mikilvægt hverri þjóð að skrá sögu sínaog sinna eftir því sem tilefni er til. Fáumþjóðum ætti þetta að vera ljósara en okkurÍslendingum sem eigum sögu okkar frá upp-
hafi í Íslendingabók Ara fróða, sem spannar tímabilið
frá 870-1120.
Á okkar tímum er Saga Íslands, sem nú er komin út
í 10 bindum, sennilega mikilvægasti þátturinn í þeirri
söguritun. Ellefta bindið kemur út á næsta ári en það
er jafnframt síðasta bindið. Það var þjóðhátíðarnefnd
vegna 1100 ára afmælis Íslands byggðar, sem tók þá
mikilvægu ákvörðun en hún starfaði undir forystu
Matthíasar Johannessen, þá ritstjóra Morgunblaðsins.
Sú ákvörðun var raunar tekin 1973 svo að síðasta bindi
þessa verks kemur út um 43 árum eftir að sú ákvörðun
var tekin.
Mér er minnisstætt, þegar Bjarni heitinn Benedikts-
son, þá forsætisráðherra, flutti nokkrum árum áður
ræðu fyrir þeirri tillögu á Alþingi að efnt skyldi til af-
mælishátíðar á Þingvöllum af þessu tilefni árið 1974.
Það hefur verið myndarlega að verki staðið við út-
gáfu þessa mikla ritverks en Sigurður Líndal hefur
verið ritstjóri þess frá upphafi
og mun ljúka því verki.
Ég hef áður bent á mikilvægi
þess að Saga Íslands verði gefin
út í öðru formi fyrir nýjar kyn-
slóðir og byggt á þessu mikla
verki Sigurðar og annarra fræði-
manna okkar, þ.e. með tækni
margmiðlunar. Það yrði gríðar-
legt verkefni, ef í það yrði ráðist.
Kannski væri hugsanlegt að taka
slíka ákvörðun, þegar við fögn-
um 100 ára afmæli fullveldis okkar 1. desember 2018?
Auk þessa heildarverks hefur auðvitað mikið verið
skrifað um sögu lands og þjóðar á okkar tímum svo og
um einstaklinga sem við sögu hafa komið, ekki sízt
þeirra sem létu að sér kveða undir lok 19. aldar og í
upphafi 20. aldar. Þar má nefna ævisögu Hannesar
Hafstein, sem Kristján Albertsson skrifaði en um það
verk spunnust skemmtilegar umræður um liðna tíð í
byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. En sagan er
ekki bara saga þeirra sem voru í forystu á hverjum
tíma. Hún er líka saga alþýðunnar í landinu og þá sögu
má lesa í hinum stórmerku ritum Tryggva Emilssonar,
verkamanns, en fyrsta bindi þess ritverks heitir Fá-
tækt fólk. Rit Theódórs Friðrikssonar, Í verum, ber
einnig að nefna í þessu samhengi.
Á síðari tímum hafa komið út ævisögur ýmissa for-
ystumanna sem við sögu hafa komið. Það hefur hins
vegar verið tilviljanakennt um hverja hefur verið
fjallað. Stundum eru það fjölskyldur þeirra ein-
staklinga sem í hlut eiga, sem hafa haft frumkvæði um
það að saga þeirra hefur verið rituð. Stundum hefur
það gerzt með öðrum hætti.
Það kostar töluvert að láta semja slíka sögu. Það
tekur höfund nokkur ár að rannsaka lífsferil þess sem
um er skrifað og mismunandi hvað mikið er til af
gögnum og hversu aðgengileg þau eru.
Nauðsynleg söguritun snýst ekki bara um ein-
staklinga heldur líka um ákveðin tímabil í sögu þjóð-
arinnar. Þótt bækur hafi verið skrifaðar um þorska-
stríðin skortir heildarúttekt á þeirri sögu allri svo og
um kalda stríðið eins og ég hef áður bent á. Að því
mun koma að þörf verður fyrir heildarúttekt á
hruninu, þótt einstakar bækur hafi komið út um það,
sem fremur eru skrifaðar út frá sjónarmiðum líðandi
stundar.
Einn þeirra manna sem eftir er að fjalla um en full
ástæða er til er Björn Kristjánsson, ráðherra, banka-
stjóri, alþingismaður í yfir 30 ár, kaupmaður, kórstjóri
og skósmiður. Í minningarorðum um hann í Morg-
unblaðinu 15. ágúst 1939 segir:
„Sem skósmiður þurfti hann á leðri að halda. Þar
kynntist hann fyrst verslun.“
Barn að aldri kom ég oft í
leðurvöruverzlun VBK og fannst
það skrýtin búð en skildi fyrst
hvernig hún var til komin, þegar
ég las þessi orð. Björn var byrj-
aður að skrifa ævisögu sína þeg-
ar hann féll frá svo að töluverðar
heimildir eru til hjá afkomendum
hans. Kaflar úr þeirri bók birt-
ust í Lesbók Morgunblaðsins
fyrir tæpri hálfri öld.
Annan mann má nefna sem er
Benedikt Sveinsson, ættfaðir Engeyinganna, sem tví-
mælalaust hafa verið áhrifamesta fjölskyldan í íslenzk-
um stjórnmálum í 100 ár. Hann hefur að sumu leyti
fallið í skuggann af afkomendum sínum en hafði at-
hyglisverða afstöðu til einstakra mála. Skoðanir hans á
fyrra stríðinu skáru sig úr á þeim tíma en eru í sam-
ræmi við söguskýringar nýrrar kynslóðar sagnfræð-
inga sem um það fjalla.
Nær okkur í tíma er ástæða til að minna á mikilvægi
þess að saga Hannibals Valdimarssonar verði skráð og
reyndar fleiri verkalýðsforingja frá fyrri tíð. Saga
Hannibals er sérstakt ævintýri, sem um leið er að
hluta til saga verkalýðshreyfingarinnar á 20. öldinni.
Þetta er umhugsunarefni fyrir forystu ASÍ en augljóst
að hreyfingin hefur fjárhagslegt bolmagn til að taka til
hendi á þessu sviði.
En þar er komið að kjarna málsins. Við eigum hóp
vel menntaðra og hæfra sagnfræðinga. Verkefnin blasa
við út um allt en í þau er ekki ráðizt vegna þess að það
skortir í flestum tilvikum fjármagn. Að vísu eru til
nokkrir sjóðir sem fræðimenn geta leitað í en þeir hafa
ekki þá burði sem til þarf.
Alþingismenn ættu að íhuga, hvort ekki sé tímabært
að settur verði á stofn nægilega öflugur sjóður sem
hafi það hlutverk að fjármagna söguritun bæði um at-
burði og einstaklinga frá fyrri tíð svo og í nútímanum.
Söguþjóðin þarf að sinna söguritun sinni betur.
Um söguritun söguþjóðar
Hvenær verður saga skó-
smiðsins og kórstjórans skrif-
uð (sem reyndar varð líka
ráðherra, bankastjóri, al-
þingismaður og kaupmaður)
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Wikipedia, frjálsa alfræðibókiná Netinu, er stórfróðleg. En
hún er ekki alltaf áreiðanleg, svo að
nemendur í skólum að fræðimönn-
um ógleymdum, verða að leita uppi
frumgögn, sé þess kostur. Hér
nefni ég tvö dæmi.
Á þýsku Wikipediu er æviágrip
dr. Brunos Kress málfræðings. Þar
sagði í upphaflegri útgáfu, sem
birtist fyrst í mars 2010, að Kress
hefði flúið undan Gestapo til Ís-
lands og gerst þýskukennari hér.
Heimildin var samkennari hans í
Greifswald-háskóla, Hans Reddem-
ann, sem hafði skrifað bækling um
látna samferðamenn. Ég rak upp
stór augu, þegar ég sá þetta. Kress
kom til Íslands 1932, gekk 1934 í
Nasistaflokkinn og var einn ötulasti
félagi hans. Á meðan hann dvaldist
hér, fékk hann styrk frá
rannsóknarstofnun SS, Ahnenerbe,
en Heinrich Himmler, yfirmaður
SS og Gestapo, var áhugamaður
um norræn fræði. Eftir að Bretar
hernámu Ísland, var Kress í haldi
þeirra, en komst í fangaskiptum til
Þýskalands 1944. Hann settist eftir
stríð að í Austur-Þýskalandi og
gekk í kommúnistaflokkinn þar. Ég
hef síðan tekið eftir því, að upp-
haflega færslan hefur verið leiðrétt.
Á ensku Wikipediu er kafli,
„Twenty-one Conditions“, um 21
inntökuskilyrði, sem Alþjóða-
samband kommúnista setti komm-
únistaflokkum árið 1920 (Moskvu-
skilyrðin). Þriðja skilyrðið var, að
slíkir flokkar yrðu að stofna hliðar-
samtök til að undirbúa byltinguna,
enda væri stéttabaráttan að breyt-
ast í borgarastríð í nær öllum lönd-
um Evrópu og Ameríku. Í enska
kaflanum á Wikipediu heitir þetta
„parallel organisational apparatus“.
Ég mundi þetta öðru vísi, svo að ég
fletti upp þýska frumtextanum,
sem er víða tiltækur á Netinu (en
ekki er þó sambærilegur kafli á
þýsku Wikipiediu um inntökuskil-
yrðin). Þar er talað um „parallelen
illegalen Organisationsapparat“ eða
ólögleg hliðarsamtök. Ég fletti líka
upp hinni viðurkenndu ensku þýð-
ingu í bók, sem ég hafði notað á
sínum tíma, The Communist Int-
ernational, 1919-1943. Documents,
I. (Oxford, 1956). Þar eru orðin
„parallel illegal organization“ á
sama stað (bls. 169). Sitt er hvað,
hliðarsamtök og ólögleg hlið-
arsamtök. Ég sé ekki betur en
enski textinn á Wikipediu (sem tek-
inn er af heimasíðu marxistasam-
taka) sé rangur, en hann hafði ekki
verið leiðréttur, síðast þegar ég
vissi.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Tvær sögufalsanir
á Wikipediu