Morgunblaðið - 01.08.2015, Síða 29
mánuðum síðar, þegar Jói sagði
mér af veikindum móður sinnar.
Baráttan við veikindin var snörp
og það er sárt að horfa á eftir Jó-
hönnu. Því miður náði ég ekki að
kveðja hana.
Elsku Jói, Jóna Björk, Andr-
ea og Helena, hugur okkar er
hjá ykkur og við vottum fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu
samúð við fráfall yndislegrar
konu.
Hörður Gauti Gunnarsson
og fjölskylda.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast míns kæra vinnufélaga
til 20 ára, Jóhönnu Jóhannsdótt-
ur, sem lést 21. júlí sl. Jóhanna
hóf störf í leikskólanum Lindar-
borg þegar hann var opnaður
sumarið 1994. Í Lindarborg og
síðar í Miðborg /Barónsborg
starfaði Jóhanna þar til illvígt
krabbamein lagði hana að velli.
Þegar Lindarborg var opnuð
voru leikskólar opnir til hálf sjö
og Jóhanna tók að sér að loka
leikskólanum en starfaði jafn-
framt í Tékkkristal. Fljótlega
fór hún að vinna fulla vinnu í
leikskólanum, fór í diplómanám í
HÍ og fékk starfsheitið aðstoð-
arleikskólakennari. Var reyndar
ein örfárra á landinu með þann
starfstitil.
Það er erfitt að velja úr þeim
mikla minningasjóði sem Jó-
hanna skilur eftir sig. Eitt er það
þó sem strax kemur upp í hug-
ann og það er fagmennska henn-
ar sem ávallt var til fyrirmynd-
ar. Jóhanna var vakin og sofin
yfir velferð barna sem voru í
hennar umsjá og reyndar allra
barna yfirleitt. Í augum Jóhönnu
var mikilvægi leiksins ekki óskil-
greindur frasi. Leikefni sem hún
bauð börnum upp á hafði ákveðið
markmið og framsetningin var
leið að því markmiði. Allt var út-
hugsað og undirbúið og vel
fylgst með að allt væri sam-
kvæmt áætlun. Ef ekki gekk allt
samkvæmt áætlun mátti læra af
því og skipuleggja með öðrum
hætti næst. Jóhanna hafði sér-
stakan áhuga á málörvun barna
og sá í mörg ár um íslensku-
kennslu fyrir erlend börn í Mið-
borg. Hér var ekki kastað til
höndunum frekar en í öðru.
Hver íslenskutími var undirbú-
inn af kostgæfni, bækur og ann-
ar efniviður valinn vandlega og
viðað að sér viðeigandi hjálpar-
gögnum. Ef að það átti að lesa
Alla Nalla og tunglið þá þurfti
pott og sleif og ef að það var epli
í sögunni þá þurfti vitaskuld að
hafa epli. Einar Áskell, sem lítil
brúða, var afar gagnlegur og svo
mætti lengi telja. Sjálf var Jó-
hanna mikil íslenskukona, víð-
lesin og talaði vandað og fallegt
mál.
Ég minnist Jóhönnu sem já-
kvæðs, virks og skemmtilegs
vinnufélaga. Hún var félagslega
sinnuð og hafði gaman af að vera
með allskonar fólki, ungu sem
öldnu. Jóhanna var afar vönduð
manneskja, hún hallmælti aldrei
fólki og leiddi sögusagnir ávallt
hjá sér. Jóhanna var víðsýn og
víðförul og sagði stundum
skemmtilegar sögur af ferðum
sínum þar sem hún gerði óspart
grín að sjálfri sér þegar hún
hafði lent í sérstökum og stund-
um vandræðalegum kringum-
stæðum. Jóhanna var ákaflega
mikil fjölskyldukona og barna-
börnin voru hennar líf og yndi.
Skemmst er að minnast Morg-
unblaðsgreinar um matarboð Jó-
hönnu sem hún hélt fyrir barna-
börnin.
Fagmaðurinn Jóhanna er
samtvinnaður manneskjunni Jó-
hönnu en hennar sakna ég mest.
Við eigum ekki eftir að fara í
fleiri gönguferðir saman og við
eigum ekki eftir að tala saman
um ferðalög, bækur og gildi þess
smáa í lífinu. Í minningu Jó-
hönnu mun ég áfram hugsa um
konvoj í staðin fyrir röð og aldrei
mun ég taka leigubíl heldur æv-
inlega panta stöðvarbíl!
Ég sendi börnum Jóhönnu,
tengdabörnum, barnabörnum og
systrum mína dýpstu samúðar-
kveðju. Minning Jóhönnu mun
lifa áfram.
Ragnheiður Halldórsdóttir,
leikskólastjóri.
Elskuleg samstarfskona okk-
ar, hún Jóhanna, hefur kvatt
okkur svo allt of fljótt eftir erfið
veikindi. Við sem áttum eftir að
spjalla um svo margt. Á kaffi-
stofunni áttum við það öll til að
gleyma stund og stað við að
hlusta á Jóhönnu segja frá ferð-
um sínum til Kýpur og mannlíf-
inu þar. Hún sagði svo skemmti-
lega frá. Jóhanna var bókhneigð
og víðlesin og var áhugi hennar á
að fræða samstarfsfólk sitt mik-
ill, en hún hafði þann einstaka
hæfileika að hrífa fólk með sér.
Hún var svo stór hluti af lífi
okkar í leikskólanum, bar hag
okkar allra fyrir brjósti og lagði
mikið upp úr því að allir nytu
sannmælis, hvort sem það voru
börnin eða starfsfólk leikskól-
ans.
Þá mánuði sem Jóhanna var
fjarri fylgdist hún af nákvæmni
og áhuga með öllum breytingum
sem urðu í leikskólanum og
spurði eftir hverjum og einum.
Hún var nákvæm og samvisku-
söm í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur og var svo góð fyrirmynd
fyrir okkur hin.
Jóhanna var samt mjög
íhaldssöm og fastheldin á margt
gamalt. Til dæmis notaði hún
nærri alltaf peningaseðla en
ekki greiðslukort og var ekki
meðlimur á Facebook. Hins veg-
ar gat hún verið frjálslynd á
margan hátt eins og þegar við
héldum morgunverðarboð sl.
vetur. Þá mætti Jóhanna með
kampavín en hún hafði vanist
þeim sið sem ung kona þegar
hún vann á Hótel Holti. Þetta
gaf samkvæminu annað yfir-
bragð.
Jóhanna var heil og sönn í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur og
við gátum mikið af henni lært.
Við sendum börnum, barna-
börnum, tengdabörnum, systr-
um Jóhönnu og öðrum aðstand-
endum hennar okkar dýpstu
samúðarkveðjur og þakklæti
fyrir þau góðu samskipti sem við
áttum við þau meðan á veikind-
um hennar stóð.
Minningin um mæta konu lif-
ir.
Fyrir hönd samstarfsfólks í
leikskólanum Miðborg,
Borghildur, Svanhildur,
Hallbjörg, Helga.
Mæt kona er fallin frá. Jó-
hönnu Jóhannsdóttur hef ég
þekkt síðan ég man eftir mér í
gegnum Maríu dóttur hennar.
Fyrstu kynni okkar voru í Vest-
urbænum þar sem við vinkon-
urnar ólumst upp en á heimilinu
var ég alltaf aufúsugestur. Í Jó-
hönnu bjó mikil elja og dugnaður
sem komu berlega í ljós þegar
hún var varð ung ekkja með þrjú
börn. Heimilið einkenndist af
ráðdeild og reglusemi og síðast
en ekki síst af miklum kærleik.
Mér hefur þótt vænt um að öll
fjölskyldan býr nú í Fossvogin-
um og við hittumst reglulega á
förnum vegi. Ég mun sakna þess
að hitta ekki Jóhönnu í afmæl-
um, í kringum barnabörnin eða á
göngu um hverfið. Það var alltaf
jafn gott að hitta hana, hún
heilsaði með fallegri væntum-
þykju í röddinni, spurði áhuga-
söm um dætur mínar og ég fékk
svo að heyra af börnum hennar
og barnabörnum sem henni þótti
svo vænt um. Ég hef dáðst að
þeim styrk sem í Jóhönnu býr og
þeim sem henni standa næst að
undanförnu. Sjúkdóminn bar
brátt að og gaf engin grið en
stuðningsnetið var tryggt og Jó-
hanna barðist hetjulega. Ég bið
Guð að leiða fjölskylduna og
vernda á erfiðum tímum. Bless-
uð sé minning Jóhönnu Jóhanns-
dóttur.
Guðrún Pálína Ólafsdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar okkar elskulega eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
HALLDÓRS EINARSSONAR,
Setbergi.
.
Unnur I. Jónsdóttir,
Þórdís Halldórsdóttir, Guðbjartur Magnússon,
Halldór Magnús Guðbjartsson.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, systur, dóttur og ömmu,
GUÐNÝJAR MARÍU HREIÐARSDÓTTUR
þroskaþjálfa og ráðgjafa,
Vallengi 3.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
líknardeildar Landspítalans.
.
Hreiðar Ólafur Arnarsson, Jakob Trausti Arnarsson,
Anna Sóley Ólafsdóttir,
Alfreð Hilmarsson, Sigurlaug Þorkelsdóttir,
Jódís Ólafsdóttir, Hreiðar Ólafur Guðjónsson
og aðrir aðstandendur.
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
BJÖRNS L. HALLDÓRSSONAR
lögfræðings og fyrrverandi
forstöðumanns Skólaskrifstofu
Reykjavíkur,
Laugateigi 38, Reykjavík.
Þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hann í veikindum
hans. Sérstakar þakkir viljum við færa Jakobi Jóhannssyni
yfirlækni.
.
Ingibjörg Sigríksdóttir,
Halldór L. Björnsson, Hjálmey Einarsdóttir,
Margrét Björnsdóttir,
Birna Ósk Björnsdóttir, Jón Þór Víglundsson,
Helgi Björnsson, Maria C. Mayböck
og barnabörn.
✝ Ingvar PállBjörgvinsson
fæddist 21. maí
1943. Hann lést lést
á líknardeild Land-
spítalans 7. júlí
2015.
Ingvar Páll er
sonur hjónanna
Alexíu Pálsdóttir
og Björgvins Þor-
steinssonar sem
bæði eru látin en
bjuggu í Stykkishólmi. Þau hjón
áttu 11 börn, Ingibjörg, f. 30.5.
1932, Ingvar, f. 21.5. 1943, d.
7.7. 2015, Þorsteinn, f. 19.7.
1944, d. 26.8. 1988, Stefán, f.
24.6. 1945, Helgi, f. 9.7. 1946, d.
15.4. 2015, Jóhannes Björgvin, f.
18.12. 1950, Ingveldur, f. 13.1.
1954, Guðbrandur, f. 4.4. 1955,
Hanna María, f. 29.1. 1957,
Guðný Lilja, f. 12.4. 1959 og
Hafdís, f. 19.6. 1960.
Ingvar kvæntist eftirlifandi
eiginkonu, Ingibjörgu Dröfn Ár-
mannsdóttur, 25.2. 1967. Hún er
dóttir hjónanna Kristínar
Óskarsdóttur og Ármanns
Bjarnfreðssonar,
bæði látin, og elst
af 11 börnum
þeirra.
Börn Ingvars og
Ingibjargar eru: 1.
Árdís Kristín, f.
31.3. 1970. Hennar
sonur er Aron
Ingvar, f. 23.11.
1993. 2. Bjarki Páll,
f. 8.2. 1975. 3. Daði
Már, f. 9.3. 1977.
Daði er kvæntur Maríu Bjarna-
dóttur, f. 31.3. 1977, og börn
þeirra eru Hrefna Ósk, f. 7.7.
1994, Daníel Már, f. 18.10. 2002,
og Gabríela María, f. 1.9. 2004.
Ingvar lærði skipasmíði og
húsasmíði í Stykkishólmi og
fékk meistararéttindi í skipa-
smíði í Vestmannaeyjum 1977.
Þau hjón hófu búskap í Stykk-
ishólmi, höfðu síðan stutta við-
dvöl í Reykjavík en fluttust til
Vestmannaeyja 1974. Þaðan
fluttu þau til Hafnarfjarðar
1985.
Útför Ingvars Páls fór fram í
kyrrþey.
Ingvar Páll fluttist með for-
eldrum sínum á æskuslóðir föð-
ur síns til Stykkishólms um 2ja
ára aldur. Þar ólst hann upp í
horfinni veröld sjávarpláss með
rófugörðum, malargötum, bát-
um í fjöruborði, börnum í úti-
leikjum og, já, prakkaraskap.
Örfáir ljósastaurar í plássinu og
ef pera í einhverjum brotnaði
var auðvelt að finna sökudólga,
einhvern af Bullunum! Því
Ingvar, sem var elstur, fékk
viðurnefnið Bulli frá eldri syst-
ur sinni og því handhægt að
kalla þessa strákamergð á Vík-
urgötu 9, Bullana. Enda voru
þeir eins og skytturnar frægu
„Einn fyrir alla, allir fyrir
einn“.
Þegar Ingvar lá banaleguna
ræddi hann mikið um barnæsk-
una, foreldra sína og systkini.
Þau stóðu saman á hverju sem
gekk. Eftir að barnabarn okkar
greindist með ADHD gerði
Bulli minn sér grein fyrir að
það hefði háð honum í barn-
æsku. Það hjálpaði honum að
sættast við fortíðina. En
bernskan var ekki eingöngu
erfið, hann rifjaði upp hvernig
börn og unglingar fóru á skíði
og skauta, veiddu á bryggjunni
og hlupu jakahlaup á ísavetrum.
Ungur fór hann í sveit á sumrin
og þar átti hann heima því hann
var sannkallað náttúrubarn.
Þar fékk hann að vinna með
dráttarvélarnar og þau tæki
sem þá voru að koma í sveit-
irnar og fá útrás fyrir orku
sína.
Hann átti einnig skemmtilegt
líf í Stykkishólmi, þar sem hann
var með í að hleypa lífi í
skátafélagið Hólmverja. Bulli
flutti frá Stykkishólmi en hann
var alltaf skáti í hjarta sér, þau
gildi sem hann lærði þar hurfu
aldrei.
Kærleikurinn var hans leið-
arljós í lífinu. Að elska alla
hvort sem þeir voru það sem
kallað er „normal“ eða ekki,
einkenndi allt hans líf. Hann
fyrirleit öfund og græðgi, þoldi
ekki yfirlæti og það sem hann
kallaði ofanmittisuppa (þ.e. þeir
sem klæðast skyrtu og bindi of-
an mittis en í verkamannabux-
um)
Hann lifði lífinu lifandi, próf-
aði margt, lærði smíðar, fór í
siglingar á ungdómsárum, á
vertíð og síld. Nokkur ár
kenndi hann smíði og hand-
mennt í Vestmannaeyjum og
átti vel við hann að vinna með
unglingum. Aðal áhugmál hans
var hestamennska. Þar naut
hann sín einna best, hvíslandi
að hestunum til að ná því besta
fram, fara í ferðalög á þeim og
njóta samvistanna
Ég hef ekki skrifað um fjöl-
skylduföðurinn Bulla minn.
Hans faðmur náði utan um
systkini hans og fjölskyldur,
tengdaforeldra og þeirra fjöl-
skyldur. Honum fannst hann
alltaf þurfa að hjálpa og að-
stoða oft framyfir getu.
Hann var sérlega ástríkur
eiginmaður og faðir. Börnin
hans og barnabörn voru ham-
ingja, stolt hans og yndi. Sér-
staklega vil ég nefna Bjarka Pál
sem fæddist með downs heil-
kenni. Og elskaðra barn hefur
ekki fæðst, Bulli bar hann á
höndum sér allt sitt líf. Og er
að endalokum dró vildi hann
sjálfur segja Bjarka að nú ætl-
aði pabbi að deyja, fara til Jesú
og allra ástvina sem Bjarki hef-
ur misst, þar ætlaði hann að
vera á hestbaki og vera glaður.
Hann vildi að andlát sitt og
útför færi fram í kyrrþey. Ég
vona að kjarkur hans og æðru-
leysi skili sér til barna hans og
barnabarna.
Enginn er sæll nema sá sem
elskaður lifði elskandi lífi. Elsk-
uð minning hans lifir.
Ingibjörg Dröfn
Ármannsdóttir.
Ingvar Páll
Björgvinsson
Kynni verða með
ýmsum hætti. Þeg-
ar ég var á
sautjánda ári, fór
ég með tveimur vin-
um mínum á ball í Vaglaskógi.
Þar var ég að vissu leyti á
heimavelli. Afi var kenndur við
Lund, amma ólst upp á Stein-
kirkju og mamma var fædd á
Víðivöllum. Þegar ég var barn-
ungur, fórum við mamma gjarn-
an í sumarfrí til Vaglaskógar og
gistum í hóteli sem var innréttað
í tveimur stórum bröggum.
Í bragganum var nú ball. Til-
gangur ferðarinnar tengdist
hinu kyninu. Af þeim sökum var
undirbúningur í slakara lagi, og
tjaldhælar urðu eftir heima. Um
nóttina rigndi mikið. Undir
minni leiðsögn skriðum við fé-
lagarnir inn um glugga á stóra
bragganum, seint um nóttina, og
lögðumst til svefns á dansgólf-
inu.
Undir morgun vaknaði ég við
taktfast fótatak sem fór hækk-
andi og lauk við afturendann á
mér. Sparkið sem sá virðulegi
líkamshluti fékk, var vandað.
Það var nægilega fast til að vera
refsing, en þó svo milt að ekki
hlutust meiðsli af. Hér var á
ferðinni nákvæmur maður. Þeg-
ar ég staulaðist upp úr svefnpok-
anum, blasti við mér græn-
klæddur og snyrtilegur maður,
sem hallaði undir flatt og leit
mig alvarlegum augum undir
hvössum brúnum. Ég gekkst við
syndum mínum, lýsti ábyrgð á
hendur mér, sagði að ég vildi
Ísleifur
Sumarliðason
✝ Ísleifur Sum-arliðason fædd-
ist 12. nóvember
1926. Hann lést 29.
júní 2015. Útför Ís-
leifs fór fram 7. júlí
2015.
gjarnan að við
skildum í friði, og
rétti skógarverðin-
um sáttarhönd.
Hann leit á mig
stutta stund og tók
svo í útrétta hönd-
ina. Handtakið var
fast.
Þannig varð upp-
haf að kynnum okk-
ar Ísleifs Sumar-
liðasonar og
vinskap. Frá fyrstu kynnum stóð
heimili þeirra Sigurlaugar Jóns-
dóttur að Vöglum mér ætíð opið
og þar ríkti annáluð gestrisni.
Ég sótti mikið til Ísleifs, því ég
átti land sem þurfti að klæða
skógi. Engum ráðgjafa hef ég
átt aðgang að sem var eins
áreiðanlegur og Ísleifur. Það
mikla safn plantna, sem hann út-
vegaði mér, reyndist vel, þar á
meðal óalgeng kvæmi, sem nú
skreyta landið að Festarkletti.
Það var sérstök helgiathöfn
að fara með vini mínum, Árna
Steinari Jóhannssyni, að vori til
Ísleifs og fylla pallbílinn af
plöntum. Það var líka ánægju-
legt að fylgjast með uppbygg-
ingunni að Vöglum, þar sem
unnið var af miklum dugnaði og
ósérhlífni. Með starfi sínu átti
Ísleifur drjúgan þátt í því mikla
uppgræðslu- og skógræktar-
starfi, sem unnið var á síðustu
áratugum liðinnar aldar og hefur
breytt ásýnd heils landshluta.
Þótt fundum okkar Ísleifs
fækkaði eftir að hann fluttist
suður, minnti hann mig jafnan á
að ég ætti inni heimboð hjá hon-
um. Því miður kom ég því ekki í
verk að þiggja boð þeirra heið-
urshjóna. Sigurlaugu og fjöl-
skyldu hennar sendi ég samúð-
arkveðjur og minnist góðs
manns.
Tómas I. Olrich.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar