Morgunblaðið - 01.08.2015, Síða 44

Morgunblaðið - 01.08.2015, Síða 44
LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 213. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þekkir þú konurnar? 2. Þriggja ára barns leitað í … 3. Brakið er úr Boeing 777 4. Sökuðu Mylluna um blekkingar  Myndlistarkonan Rósa Gísladóttir er á bak við sýninguna Borg Guðs sem stendur nú í Hallgrímskirkju en hún fjallar um kristni og djúpstæð menningaráhrif hennar á okkur. Á sýningunni eru fimm verk. Þar á með- al eru tvö sem hengd eru upp á stóra tréhringi sem hanga niður úr loftinu í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýning- arlok eru 9. ágúst. Morgunblaðið/Einar Falur Sýningin Borg Guðs í Hallgrímskirkju FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning norðvestantil og við norðausturströndina. Skýjað með köflum í öðrum landshlutum og stöku skúrir SA-lands. Hiti 5 til 13 stig. Á sunnudag Austlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en þokuloft við austurströndina og smáskúrir SV-lands í fyrstu. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig. Á mánudag (frídagur verslunarmanna) Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við suðaustur- ströndina. Víða bjart veður S- og V-lands, en skýjað á N- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig. KR og Valur mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins hinn 15. ágúst. KR-ingar hafa fjórtán sinnum sigrað í keppninni, oftast allra. Valsmenn koma næstir ásamt Skagamönnum með níu sigra. Þrátt fyrir alla þessa velgengni þá hafa liðin einungis tví- vegis mæst í bikarúrslitaleik karla. Annars vegar árið 1966 og hins vegar árið 1990. »4 Fáir úrslitaleikir á milli sigursælu liðanna Óvíst er hvort Svíinn Tim Brithen geti haldið áfram sem landsliðsþjálfari Ís- lands í íshokkí karla. Brith- en hefur ráðið sig til starfa hjá HV71 sem aðstoðarþjálf- ari en liðið leikur í efstu deild í Svíþjóð. Brithen tjáði Morgunblaðinu að hann eigi eftir að komast að sam- komulagi við ÍHÍ um fram- haldið varðandi íslenska landsliðið. »1 Til starfa hjá einu stærsta félaginu Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á HM í sundi í Rússlandi. Keppni hjá þeim hefst á sunnudag en þrír af fimm keppendum náðu inn á mótið með A-lágmarki, þau Eygló Ósk Gúst- afsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ant- on S. McKee. Jacky Pellerin landsliðs- þjálfari er bjartsýnn og býst við góðri frammi- stöðu. »3 Íslendingar í eldlínunni í Kazan í Rússlandi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að vera undir sama þaki og ka- þólska kirkjan skapar hótelinu skemmtilega sérstöðu og sterk tengsl við söguna. Þá erum við líka á góðum stað hér á höfðanum niðri við flæðarmál. Þar sést vítt yfir Breiðafjörð og Stykkishólm, sem nú er orðinn mjög fjölsóttur ferða- mannastaður. Það hefur átt sinn þátt í því að bæjarbragurinn hér hefur breyst mikið á undanförnum árum. Hér hafa verið opnaðir veit- ingastaðir, listastofur og fleira skemmtilegt sem gefur bænum lit,“ segir Unnur Steinsson. Kaþólsk saga Það var nú í júní sem Unnur var ráðin framkvæmdastjóri Frans- iskus-hótelsins í Stykkishólmi Það er í byggingunni þar sem lengi var leikskóli og íbúðir klausturs Frans- iskussystra. Nokkur ár eru síðan þær yfirgáfu Stykkishólm, en þá eftirlétu þær kaþólsku kirkjunni húsið. Það er sambyggt sjúkrahús- inu í Hólminum sem raunar er kennt við reglu systranna, sem svo lengi sinntu þar hjúkrun og fleiri velferðarmálum í byggðarlaginu. Í dag sitja tvær og bráðum þrjár ka- þólskar nunnur í Hólminum og tveir prestar sem sinna helgihaldi og safnaðarþjónustu, svo sem sunnu- dagaskóla og unglingastarfi. Kirkjubyggingarnar sem eru komnar nokkuð til ára sinna þurftu margs við þegar endurbætur og breytingar á þeim hófust fyrir nokkrum misserum. Upplifun sé góð „Þetta var nánast gert fokelt og svo fært að kröfum dagsins í dag,“ segir Unnur um hótelið nýja. Þar verða alls 22 herbergi og af þeim eru 13 komin í gagnið, auk rúm- góðra og salarkynna. „Við erum bæði með eins og tveggja manna herbergi og svo nokkur fjölskylduherbergi, en slík tíðkast að jafnaði ekki á hótelum. Fleiri af þeirri gerðinni verða í þeim áfanga hótelsins sem við stefnum að að taka í notkun á næsta ári. Þar verður meðal annars lítið eldhús sem gestum býðst að nota, til dæm- is barnafólk og þeim sem eru ein- hverra ástæðna vegna á sérfæði,“ segir Unnur sem tók á móti fyrstu gestunum um miðjan júlí. Aðsóknin hefur verið jöfn og stöðug og eft- irspurnin eftir gistirými mikil sem Unnur segir hafa ráðið miklu um að hótelið var opnað nokkru fyrr en áformað var. Fransiskus ehf. stendur að rekstri hótelsins og forsvarsmenn þess réðu Unni nú í júní til þess að stýra hótelinu. Hún er vel þekkt frá fyrri árum sem fegurðardrottning, fyrirsæta og sjónvarpskona en hef- ur sl. tíu ár unnið við innkaup og markaðsmál hjá Lyfju. Er þó ekki ókunn ferðaþjónustunni, því hún var flugfreyja til fjölda ára og sum- arið 2005 rak hún upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Stykkishólmi. Ferðaþjónusta segir hún að sé áhugaverð atvinnugrein og um- svifin aukist stöðugt. Í þessari grein þurfi að vanda til verka og allt snú- ist þetta um samskipti við fólk og að tryggja að upplifun útlendinga af landi og þjóð sé góð. Okkar hálfa líf „Við höfum verið viðloðin Stykk- ishólm lengi. Fjölskyldan eignaðist hér lítið hús árið 2002 og hér höfum við átt okkar hálfa líf, meðal annars í tengslum við hestamennskuna. En nú þegar ég hef tekið við þessu starfi er sennilega kominn tími til að fjölskyldan flytji lögheimilið hingað vestur og skapi sína framtíð hér,“ segir Unnur sem er gift Ás- geiri Þór Ásgeirssyni. Saman eiga þau dótturina Helgu Sóleyju, sjö ára, sem mun sækja grunnskóla í Stykkishólmi næsta vetur. Unnur stýrir Fransiskus  Skapar sér og sínum nýja framtíð við ferðaþjónustu í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hótelstjórinn „Hér hafa verið opnaðir veitingastaðir, listastofur og fleira skemmtilegt sem gefur bænum lit,“ segir Unnur um mannlífið í Hólminum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reisulegt Fransiskus er í stóru uppbyggingunni uppi á höfðanum, það er í þeim hluta hennar sem snýr að höfninni, þar sem smábátar eru í forgrunni. Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 4. ágúst. Frétta- þjónusta verður um verslunar- mannahelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábend- ingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifta er opið í dag, laugardag, frá kl. 8-12 en lokað á sunnudag og mánudag. Það verður opnað á ný þriðju- daginn 4. ágúst kl. 7. Síma- númer þjónustuvers er 569- 1122 og netfangið er askrift@mbl.is. Blaðberaþjónusta verður op- in í dag, laugardag, frá kl. 6-12 og opnuð á ný þriðjudaginn 4. ágúst kl. 5. Símanúmer blaðberaþjónustu er 569-1440 og netfangið hennar er bladberi@mbl.is. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is. Síma- númer Morgunblaðsins er 569-1100. Fréttaþjónusta um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.