Morgunblaðið - 11.08.2015, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
nógu póstmódern fyrir nútímann,
enda hefur þetta líka sjálfsagt bara
verið misskilningur hjá Wagner.
Wagner og ástin
Mikið hefur verið gert úr því að
Wagner hafi verið ástfanginn þegar
hann samdi Tristan og Ísold.
Wagner var kvæntur á þessum tíma
en hjónaástin var orðin fyrrverandi
og auk þess var konan sem hann var
ástfanginn af gift. Og það sem meira
var, eiginmaðurinn Otto Wesen-
donck var einn helsti fjárhagslegi
styrktaraðili Wagners á þessum
tíma. Nú er það gjarnan svo með
skapandi listamenn að þeim finnst
þægilegt til að örva sköpunargáfuna
að eiga sér einhverja listgyðju
(muse), í tilfelli karlmanna er það oft
falleg kona, ekki síst ef hún er í
yngri kantinum. Og frú Wesendonck
var svo vel hæfileikum búin að hún
gat ort nokkur ljóð og Wagner nýtti
sér það til að semja lög við þessi ljóð
sem eru nokkuð fræg sönglög. Náin
samtöl Wagners og Mathilde vöktu
hneyksli og á endanum neyddist
Wagner til að hrökklast frá þessum
velunnurum sínum, en þá nýtti hann
sér bara tækifærið og lauk við að
semja Tristan og Ísold. Og auðvitað
var það þannig að Wagner hefði
samið og gengið frá þessu fræga
verki sínu þó að hann hefði aldrei
hitt þetta Wesendonck-fólk. Þetta
fólk var hins vegar „heppið“ að því
leytinu til að nánast enginn mundi
vita í dag hvaða fólk þetta var nema
vegna þess að Wagner vingaðist við
það.
Ástardauði
Þegar Wagner samdi Tristan og
Ísold var hann undir miklum áhrif-
um frá hinni þýsku svartsýnisheim-
speki Schopenhauers sem hélt því
fram að til væru tvær tegundir af
ást: Karitas eða kærleikur og svo
erótísk ást. Sú fyrrnefnda væri af
hinu umhyggjusama tagi en sú síðari
væri eigingjörn, frek og yfir-
gangssöm. Wagner var ekki sam-
mála þessari greiningu Schopen-
hauers og taldi að erótíska ástin
væri ekki eins neikvæð og heim-
spekingurinn vildi vera láta. Svo að
Wagner settist niður og hóf að rita
heimspekingnum bréf til að útskýra
sitt sjónarmið. En hann sendi aldrei
þetta bréf enda lauk hann aldrei við
það. Líklega var þetta í eitt af fáum
skiptum sem sjálfstraust Wagners
brást.
Í samræmi við skilning sinn á ást-
inni endaði Wagner Tristan og Ísold
á hinum fræga ástardauða-söng Ís-
oldar þar sem hún syngur yfir líki
Tristans og sameinast honum síðan í
dauðanum. Þannig verða þau eitt:
Tristan = Ísold, en ekki Tristan og
Ísold.
Nú ber svo við í útfærslu Kathar-
inu Wagners í Bayreuth, sýningu
sem á líklegast eftir að ganga þar
næstu fimm árin, að endir verksins
er í anda Schopenhauers en ekki
Wagners. Ísold deyr ekki og eigin-
maður hennar, Marke, dregur hana
(sprell)lifandi út af sviðinu, teymir
hana á eftir sér eins og belju. Fyrir
mér var þetta ekki endir á verkinu,
heldur endir á söngframa Evelyn
Herlitzius sem var búin að magna
upp sitt löngu úrelta víbrató, þannig
að ég hef aldrei heyrt leiðinlegri út-
færslu á þessum magnaðasta og
meistaralegasta lokasöng nokkurrar
óperu eða tónadrama.
Hvernig dettur Katharinu
Wagner í hug að breyta þessum
fræga endi á verkinu? Margt kemur
þar sjálfsagt til en veigamestur er
nú líklega sá mikli hroki sem ein-
kennir marga nútíma leikstjóra: þeir
telja sig miklu gáfaðri en þá snillinga
sem hafa samið sígild tónbók-
menntaverk eða leikrit og búa því til
sína eigin enda á verkin. Hlægileg-
asta breyting á enda leikrits gerðist
þegar þýsk leikkona neitaði að láta
Nóru í Brúðuheimili Ibsens skella
hurðinni á eftir sér og yfirgefa eig-
inmann og börn sín. En leikkonan
var að sjálfsögðu miklu betur að sér
um sálarlíf kvenna en einhver karl-
fauskur frá Noregi, sem greinilega
vissi ekki sínu dramatíska viti. Ibsen
var þó ekki heimskari en svo að
Nóbelsverðlaunanefndin veitti hon-
um aldrei þau virtu verðlaun, vegna
þess hvað hann var mikill og róttæk-
ur myndbrjótur. Það sama átti við
um Strindberg því að meðalmennin
skilja ekki frumlega snillinga.
Ef til vill réttlætir Katharina
nauðgun sína á endinum á Tristan
og Ísold á eftirfarandi hátt: Langafi
þorði aldrei að senda bréfið til
Schopenhauers vegna þess að hann
var ekki viss í sinni sök með ástina.
Og samkvæmt femínistalestri á
verkinu á ekkert að vera að láta
konu fórna sér fyrir karl heldur á
alltaf að sýna eigingirni karla og
hvernig þeir teyma konuna sína á
eftir sér eins og kú í bandi. Ekki
seinna vænna að gera 150 ára gam-
alt verk svolítið nútímalegra enda
ástin eitthvað allt annað en hún var í
gamla daga.
Wagner og Ibsen voru miklir sál-
fræðingar í list sinni, um það efast
enginn. En hvort nútíma femínistar
eru einhverjir sálfræðingar efast
alltaf fleiri og fleiri um, ekki síst
þegar þeir meðhöndla verk karla;
verst er útkoman hjá þeim við slíka
vinnu ef karlarnir voru snillingar.
Það er illa á færi meðalmanneskj-
unnar að skilja verk snillinga. Ibsen
sagði í Þjóðníðingi: „Meðalmann-
eskjan hefur alltaf rangt fyrir sér.“
Þetta á meðalmanneskjan afar erfitt
með að skilja.
Stjörnur Greinarhöfundi þykir fremur kauðslegt að láta elskendurna inn í fangelsi, en Tristani tekst að smygla
þangað inn fjölda lítilla stjörnulaga ljósa til að skreyta tjaldið með. „Stjörnuskreytt tjald í fangelsi er ekki eitthvað
sem Wagner lagði áherslu á í verki sínu, reyndar er slíkt alls ekki að finna þar,“ segir höfundur.
Ofsjónir Listrænum stjórnendum sýningarinnar tekst vel að útfæra ofsjónir
Tristans. Þá birtist Ísold elskhuga sínum inni í upplyftum þríhyrningi, og
stundum mörgum þríhyrningum með jafn mörgum Ísoldum.
Í fjóra áratugi hafa aðdáendur kvik-
myndarinnar Rocky Horror Picture
Show sungið með myndinni á þar til
gerðum kvikmyndasýningum víðs
vegar um heiminn. Um nýliðna helgi
var myndin sýnd með nýstárlegum
hætti í Lincoln Center, því þar var
hún sýnd um tvöþúsund áhorfendum
án hljóðs. Allir áhorfendur fengu
þráðlaus heyrnartól þar sem heyra
mátti það sem fram fór á tjaldinu og
gátu síðan sungið hástöfum með án
þess að trufla sessunaut sinn.
Samkvæmt frétt í New York
Times var gripið til þess ráðs að not-
ast við heyrnartól til þess að virða
reglur um hávaða eftir kl. 22 á
kvöldin.
Kvikmyndin Rocky Horror Picture
Show í leikstjórn Jim Sharman er að-
lögun á samnefndum söngleik eftir
Richard O’Brien. Myndin fjallar um
parið sakleysislega Janet og Brad
(leikin af Susan Sarandon og Barry
Bostwick) sem neyðist til að leita ásj-
ár í kastala dr. Frank-N-Furter (leik-
inn af Tim Curry) þegar bíll þeirra
bilar óveðursnótt eina. Óhætt er að
segja að parið verði ekki samt eftir að
hafa eytt nóttinni með vísindamann-
inum skrýtna og áhangendum hans.
Virtu reglur um hávaða
Rocky Horror Nell Campbell, Pat-
ricia Quinn, Tim Curry og Richard
O’Brien í hlutverkum sínum.
Bandaríski leikarinn Kevin Bacon
kallar eftir fleiri nektarsenum karla
jafnt á hvíta tjaldinu sem og í sjón-
varpsþáttum í vídeóbloggi sem birt er
á vefnum Mashable. Þó að ákall leik-
arans sé sett fram með spaugilegum
hætti má sannarlega segja að það kall-
ist á við umræðuna um aukið kynja-
jafnrétti í Hollywood.
„Við stöndum frammi fyrir stóru
vandamáli í Hollywood nú um stundir.
Í fjöldanum öllum af kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum birtast naktar konur
og það er ekki í lagi. Eða réttara sagt,
það er í lagi, en það er ósanngjarnt
gagnvart leikkonum og raunar einnig
leikurum, því við viljum líka vera nakt-
ir,“ segir Bacon og hvetur meðleikara
sína til sleppa kjötinu lausu undir slag-
orðinu „Free the Bacon“. Meðal
mynda sem hann ræðst að fyrir tepru-
skap er 50 gráir skuggar og býðst
hann til að taka hlutverk Christians
Grey að sér og koma nakinn fram í
framhaldsmyndunum. Ekki fylgir sög-
unni hvort Bacon kemur sjálfur nak-
inn fram í nýjustu kvikmynd sinni,
Cop Car, sem frumsýnd var vest-
anhafs um nýliðna helgi.
Vill fleiri
nakta karla
Frelsi Kevin Bacon vill meira hold.
Aðdáendur Tom
Jones urðu fyrir
miklum von-
brigðum þegar
rafmagnið fór í
miðjum tón-
leikum í Alnwick-
kastala á Eng-
landi um helgina.
Rafmagnið
hafði farið stutt-
lega tvisvar sinnum án þess að trufla
tónleikana að ráði, en þegar um 50
mínútur voru liðnar af tónleikunum
og Jones hafði rétt sleppt orðunum
„turn on the light“ í laginu Leave
Your Hat On varð allt svart og
reyndist ómögulegt að koma raf-
magninu aftur á. Á þeim tímapunkti
ákvað gamla brýnið að yfirgefa
svæðið, áhorfendum til sárrar
gremju.
Allt svart
Tom Jones