Morgunblaðið - 11.08.2015, Síða 33

Morgunblaðið - 11.08.2015, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 AF EXTREME CHILL Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Tónlistarhátíðin Extreme ChillFestival fór fram á Hellis-sandi undir Snæfellsjökli nú um helgina og var það í sjötta skipt- ið sem hátíðin er haldin. Veðrið á föstudeginum var með ágætasta móti og Snæfellsnesið einkar fýsi- legt í kvöldsólinni. Það fyrsta sem tók þó á móti manni þegar á svæðið var komið var hafsjór dauðra kría sem bylgjaðist meðfram veginum á milli Rifs og Hellissands. Það sem var þó mögulega enn sérstakara var viðbrögðin sem mættu manni hjá heimamönnum þegar kríuhræin bárust í tal. „Alveg hreint yndislegt að sjá þetta. Hef ekki séð svona mörg hræ í langan tíma,“ kvað einn. Kríu- stofninn á svæðinu, sem eitt sinn státaði af einu stærsta kríuvarpi Evrópu, hefur nefnilega verið á hraðri niðurleið síðustu ár en virðist þó nú vera að taka við sér. Það var því lítið annað hægt að gera en að samgleðjast yfir blóðbaðinu. Glæsileg myndbandsverk Tjaldsvæðin voru tvö. Annað hafði klósettaðstöðu og fjölskyldu- stimpil á meðan hitt státaði af teknótjaldi og partístandi. Þegar búið var að koma sér fyrir á því síðarnefnda var haldið af stað í átt að Félagsheimilinu Röst, þar sem tónar Tonik Ensemble, elektróverk- efnis Antons Kaldal Ágústssonar, voru í þann mund að bresta á. Röst er nokkuð skondinn staður, fremur lítið og hefðbundið dreifbýlisfélags- heimili sem þó virðist bera ágætis hljóð. Myrkrið hefði mátt vera meira inni á staðnum og góður ljósa- búnaður hefði sett skemmtilegan svip á salinn. Myndbandsverk lýstu upp listamennina sem komu fram og var það virkilega vel útfært. Eins konar „stop motion“-myndir skeytt- ar saman í heildstæð verk lýstu þannig upp sviðið. Alltumlykjandi- elektró Tonik Ensemble fór vel sam- an við listina og gestir kunnu vel að meta. Salurinn var langt því frá að vera troðinn og hefðu fleiri mátt vera á svæðinu. Eitt af markmiðum hátíðarinnar er þó að skapa nokkuð nána stemningu og fjöldinn var því Ekkert svo tsjilluð hátíð undir jökli Morgunblaðið/Styrmir Kári Raftónlist Stemningin var mjög góð þegar dj. flugvél og geimskip tróð upp í félagsheimilinu Röst á Hellissandi. ef til vill eftir þeim línum sem lagðar voru. Leiðin lá því næst í Kaffi Sif, við hlið Rastar, þar sem hægt var að tylla sér og sötra á nokkrum hrím- uðum silungum. Þarna sat dágóður hópur í mestu makindum þegar lög- reglu bar að garði. „Setjið hendurnar á borðið, lóf- ana niður, á meðan við leitum á ykk- ur,“ sagði heimilislegur maður í flís- peysu. Flestir hváðu við og héldu að um glens væri að ræða þar til tvær lögreglukonur hófu að leita í öllum mögulegum glufum. Bandarískur háskólanemi var með í för og blöskraði honum framferði lögregl- unnar. Þegar hann spurði einn lög- regluþjóninn hvaða rökstudda grun hann hefði fyrir leitinni kvað hann að svona væru nú bara lögin á Ís- landi og hann skyldi hlýða. Þessi rökstuddi grunur er nátt- úrlega allt of vítt hugtak. En hvað um það. Þarna sat hópurinn í þögn- inni með lófana límda við borðplöt- una á meðan lögreglan þuklaði sig áfram. Einum í hópnum var loks nóg boðið og neitaði lögreglunni um aðgang að vösum sínum og öðrum fórum. Lögreglan kvað að viðkom- andi hefði vissulega rétt á því að neita henni um að þukla á sér, við- komandi yrði engu að síður færður inn í lögreglubíl og þaðan til Ólafs- víkur þar sem alvaran hæfist. „Og þegar það kemur í ljós að ég er ekki með neitt á mér, ætlið þið þá að skutla mér til baka til Hellis- sands?“ „Nei, við nennum því ekki.“ Það kom reyndar á daginn að lögreglan nennti ekki einu sinni að standa í því að keyra með ein- staklinginn til Ólafsvíkur og var fljót að láta sig hverfa án þess að þreifa á viðkomandi. Þetta var mjög sérkennileg uppákoma og þrátt fyr- ir að lögregluþjónarnir hafi þannig séð allir verið hinir almennilegustu sat maður eftir með óbragð í munn- inum. Að þessari yfirheyrslu lokinni náðist rétt svo í skottið á Tanyu & Marlon auk Quadruplos í Röst sem luku kvöldinu með glæsibrag. Gamla Rif stóð fyrir sínu Norðurströnd Snæfellsness er einkar skemmtileg og vel til þess fallin að bera skemmtilegar hátíðir. Bæirnir raðast þarna hver á fætur öðrum og það sem fæst ekki í einu bæjarfélaginu er einfaldlega sótt í það næsta. Enski boltinn rúllaði náttúrlega af stað á laugardaginn og því lá leiðin á RúBen á Grundar- firði þar sem slafrað var í sig veig- um yfir sparkinu. Sundlaugin á Ólafsvík stóð líka fyrir sínu auk þess sem Gamla Rif, eitt besta kaffihús á landinu, yljaði gestum um hjarta- rætur með fiskisúpu, bragðgóðu cia- batta-brauði og kolbiksvörtu kaffi. Þá var aftur komið að leikriti lögreglunnar, sem hafði sett upp vegatálma í Ólafsvík og leitaði þar á öllum, hvort sem viðkomandi var í einkabíl eða strætó. Þegar komið var aftur á tjaldstæðið var það ekki varðeldur og grillaðir sykurpúðar sem tók á móti manni heldur blautir fíkniefnahundar. Þá á ég ekki við einstaklingana sem héldu stuðinu gangandi í teknótjaldinu heldur lög- regluhunda sem veltu við stokkum og steinum í leit sinni að gleðiefn- um. Í fylgd þeirra voru sömu lögregluþjónar og kvöldið áður og fór teymið meðal annars inn í tjöld furðulostinna gesta. Nokkrir ein- staklingar voru dregnir til hliðar og sumir þeirra látnir afklæðast á með- an leitað var á þeim. Það var greini- legt að hátíðin stóð varla undir nafni sem Extreme Chill Festival. Á vef RÚV segir að 29 fíkni- efnamál hafi komið inn á borð Lög- reglunnar á Vesturlandi um helgina, langflest tengd tónlistar- hátíðinni. Um 200 gestir sóttu hátíð- ina og var löggæsla aukin til muna frá fyrri árum. Lögregla lagði að mestu hald á neysluskammta en einnig fundust efni sem talið er að ætluð hafi verið til sölu. Mest fannst af kannabisefnum en einnig amfeta- mín og kókaín, auk ofskynjunar- sveppa, LSD og MDMA. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru margir samkomugestir ósáttir við afskipti lögreglu og tvívegis var gerður aðsúgur að lögreglunni þeg- ar hún hafði afskipti af fólki. Ekki veit ég hvort samskipti lögregl- unnar við hópinn á Kaffi Sif á föstu- deginum hafi verið annað tilfelli af þessum svokallaða aðsúg. Raunin var reyndar sú að helgin var eigin- lega sú fyrsta í mjög langan tíma sem maður varð ekki var við neitt ofbeldi eða eignaspjöll. Allir virtust vera hinir kátustu og koma vel sam- an enda hefur aldrei verið tilkynnt um líkamsárás, hvað þá nauðgun, frá því að hátíðin var sett á lagg- irnar, að sögn skipuleggjenda henn- ar. Seiðandi stemning í Röst Norski raftónlistarmaðurinn Biosphere stóð upp úr á laugardags- kvöldinu ásamt dj. flugvél og geim- skipi. Mínímalískir tónar þess fyrr- nefnda voru virkilega flottir og myndbandsverkin sem skreyttu sviðið á meðan hann spilaði kyntu undir magnað andrúmsloft. Gestir lágu margir hverjir eins og hráviði á viðargólfinu fyrir framan sviðið og hlýddu á seiðandi tónana sem fóru nokkuð stigmagnandi eftir því sem á tónleikana leið. Líkt og tónleikasett Biosphere fór kraftur kvöldsins einnig stig- magnandi. Dj. flugvél og geimskip, verkefni Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, var virkilega vinsælt og var eflaust það atriði hátíðar- innar sem vakti hvað mesta lukku meðal gesta. Það er mjög skemmti- legt hvernig hún nær að halda húm- ornum og léttleikanum gangandi þrátt fyrir að vera virtur og vel lið- inn listamaður. Kvöldið endaði síðan á Futuregrapher, sem keyrði hrað- ann í botn og hreyfði sig sjálfur eins og enginn væri morgundagurinn. Hann lauk þar með helgi sem var nokkuð skemmtileg og mjög áhuga- verð. Gestir hátíðarinnar voru mjög sérstakir og virtust koma úr hverju einasta horni íslenskrar menningar- flóru. Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum – svo maður viti til – nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar. »Nokkrir einstak-lingar voru dregnir til hliðar og sumir þeirra látnir afklæðast á meðan leitað var á þeim. Það var greinilegt að hátíðin stóð varla undir nafni sem Extreme Chill Festival. Suður-afrískir vísindamenn greindu leifar af kannabisefnum í margra alda gömlum pípum sem fundust í garði leikskáldsins Willi- ams Shakespeare, að því er fram kemur í frétt á vef dagblaðsins Telegraph. Segir þar að vísinda- mennirnir hafi beitt háþróuðum að- ferðum og kynnt niðurstöður sínar í suður-afrísku vísindariti, South African Journal of Science, en alls voru 24 pípur teknar til rannsóknar úr bænum Stratford-upon-Avon og þá m.a. nokkrar úr garði skáldsins. Í fjórum þeirra fundust leifar af kannabisefnum. Kannabis í pípum úr garði Shakespeare Kannabisreykingar? Málverk af leikskáldinu William Shakespeare. Breski leikarinn Benedict Cumber- batch biðlar til leikhúsgesta að hætta að taka upp sviðsleik hans með snjallsímum sínum. Þetta kemur fram á vef BBC. Cumberbatch leikur titilhlutverkið í uppfærslu Barbican- leikhússins í London á Hamlet eftir Shakespeare. Að sögn Cumberbatch er mjög truflandi fyrir leikara að sjá ljósin frá símunum meðan verið er að taka upp sviðsleikinn. „Mig lang- ar til að leika fyrir áhorfendur, ekki síma,“ segir Cumberbatch og tekur fram að leikhúsið muni grípa til við- eigandi ráðstafna og vísa út leik- húsgestum sem taki upp sýningar. Vill ekki láta mynda sig á sviðinu Leikur Hamlet Benedict Cumberbatch. Bandaríski leikarinn Bill Murray mun fara með hlutverk í væntan- legri kvikmynd um draugabanana, Ghostbusters, sem frumsýnd verð- ur í júlí á næsta ári. Murray fór með hlutverk eins draugabananna í tveimur kvikmyndum um þá, Ghostbusters og Ghostbusters II, frá árunum 1984 og 1989, en í þeirri þriðju munu konur sjá um draugaveiðarnar. Murray mun leika andstæðing draugabananna að þessu sinni, skv. vefnum Birth.Movies.Death en drauga- banana leika þær Kristen Wiig, Melissa McCarthy, Kate McKinnon og Leslie Jones. Murray leikur í Ghostbusters Óborganlegur Bill Murray, einn hinna upprunalegu draugabana. Emma Bunton, liðsmaður í popp- sveitinni Spice Girls, eða Krydd- píunum, segir ekkert hafa verið ákveðið enn um mögulega endur- komu sveitarinnar og tónleikaferð á næsta ári. Breska götublaðið Sun birti frétt þess efnis föstudag- inn sl. að þessi vinsælasta stúlkna- sveit allra tíma myndi halda tón- leika án Victoriu Beckham og sá Bunton ástæðu til þess að tjá sig um málið. „Ef eitthvað gerist og það er niðurneglt og við ákveðum að gera eitthvað þá læt ég ykkur vita, en það er ekkert á döfinni að svo stöddu,“ sagði Bunton í út- varpsþætti. Óvíst um endurkomu Spice Girls Kryddpíur Emma Bunton og Geri Halli- wel, tvær af Kryddpíunum fimm. TRAINWRECK 5, 8, 10:35 FANTASTIC FOUR 8, 10:15 MISSION IMPOSSIBLE 8, 10:35 PIXELS 3D 5 SKÓSVEINARNIR 2D 4 MINIONS 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.