Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 52
BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Stöðugt gæla menn við þá hugmynd að komast hraðar milli heimsálfa, til dæmis frá Evrópu til Norður- Ameríku. Venjulegar þotur eru um átta stundir frá New York til Lond- on, svo dæmi sé tekið, en Concorde- þotan sáluga kláraði leiðina á innan við helmingi þess tíma, kringum 3,5 stundum. Hinsta flug þess fljúgandi meistarastykkis var árið 2003, eða fyrir 12 árum, en áfram lifir draum- urinn um ferðalög á ofurhraða; beðið er eftir nýrri kynslóð hljóðfrárra far- þegaflugvéla. Áhrifa Concorde og arfleifðar gætir víða en nú er svo komið að í tækni- og þróunarsetri Airbus hafa menn skissað upp byltingarkenndan arftaka hennar með væng í got- neskum oddbogastíl. Hefur banda- ríska einkaréttarskráningin nýlega samþykkt frumdrög þessi og veitt evrópsku flugvélasmiðjunum einka- rétt á þeim hugmyndum sem þar eru settar fram. Airbus með ofurloftfar Langi fólki að komast að því hvernig er að ferðast á 4,5 földum hraða hljóðsins þá hyggst Airbus freista þess að svala þeirri löngun. Þó kannski ekki alveg á allra næstu árum. Manna á meðal gengur flug- vélin í skissunum undir heitinu Con- corde 2.0 en Airbus beitir fyrir sig stofnanamáli og segir teikningarnar vera af „ofurskjótu loftfari“ og „við- eigandi aðferðum til loftferða“. Hugmyndin er að nýja flugvélin verði ofurhljóðfrá, þ.e. geti náð allt að fimmföldum hraða hljóðsins. Á þeim ferðhraða yrði hún margfalt fljótari í förum en Concorde sem flaug að hámarki á rétt rúmlega tvö- földum hljóðhraða, eða 2.160 km/klst ferð í farflugshæð. Concorde 2.0 yrði einnig frábrugðin forveranum að því leyti að hún flygi næstum helmingi hærra, eða í 30 km hæð, samanborið við 18 km hámarksflughæð Con- corde. Ferðahraði hennar yrði á fimmta þúsund kílómetra á klukku- stund og drægið um 8.800 km, sam- anborið við um 7.100 hjá forver- anum. Að ferðast á 4,5 földum hljóðhraða er eitthvað sem nær enginn getur gert sér í hugarlund um hvað snýst. En svo dæmi sé tekið myndir þú, les- andi góður, komast á þeim ferðhraða frá París eða London til New York á um klukkustund. Hönnun ofurfráu þotunnar er afar ólík öllu öðru sem flýgur um loftin blá nú til dags, alla vega í atvinnu- skyni. Og lítur hún frekar út fyrir að vera nokkurs konar eldflaugarlofts- kip og virkar sumpart sem slíkt. Það vann mjög gegn Concorde á sínum tíma að henni var víða bannað að fljúga yfir hljóðhraða yfir landi til að komast hjá hljóðmúrsrofi yfir eða í grennd við byggð. Hljóðmengunin sem því fylgdi var ærandi og til mik- ils ama fyrir menn og málleysingja á jörðu niðri. Var það ein af ástæðum þess að rekstur Concorde varð aldrei arðbær og flugi hennar hætt. Til að komast hjá þessum vanda mun Con- corde 2.0 verða stefnt til lofts svo að helst mun líkjast geimskoti geim- ferju. Aflgjafar Concorde 2.0 verða þrenns konar. Í akstri á flugvöllum og flugtaki eru venjulegir þotu- hreyflar, kjarnastreymishreyflar, brúkaðir. Rétt eftir flugtak yrðu þeir dregnir inn í skrokk þotunnar og lúgur eldflaugahreyfla í afturenda hennar opnaðir. Við tæki næstum því lóðrétt klifur upp í efstu lög gufu- hvolfsins á margföldum hljóðhraða. Með því að snúa stéluggum yst á aft- urenda deltuvængsins um 90 gráður myndi hávaði sem fylgir hljóðmúrs- rofi mestmegnis dreifast lárétt út frá flugvélinni og því aldrei verða til óþæginda á jörðu niðri. Uggar þessir eru lóðréttir á undir hljóðhraða en láréttir fyrir hraðara flug. Galdurinn er sá að þeir stuðla að stöðugri þrýstingsmiðju yfir yfirborði flugvél- arinnar og þar með stöðugra flugi. Sætin eins og hengirúm Komin í flughæð um 30 kílómetr- um yfir sjávarmáli, eða 100.000 fet- um, fer Concorde 2.0 í lárétt flug. Slökkt er þá á eldflaugarhreyflunum og hlerum fyrir þeim lokað til að bæta loftflæðið um farartækið og gera það straumlínulagaðra. Þá tek- ur þriðja hreyfilgerðin við er svo- nefndum þrýstlum er slakað niður úr vængnum til að knýja loftfarið á 4,5 földum hljóðhraða. Þar uppi mætti flugvélin vera eins hávær og henni sýndist því ekki myndi heyrast í henni af jörðu niðri. Enn langt í land Farþegaklefinn verður allverulega frábrugðinn því sem er að venjast í venjulegum þotum. Til að gera far- þegum allar breytingar úr lóðréttu flugi í lárétt sem þægilegastar munu sætin helst líkjast hengirúmum, eins og segir í einkaleyfisskissunum. Sætin yrðu ekki ýkja mörg því að- eins er gert ráð fyrir að Concorde 2.0 flytji að hámarki um 20 farþega í einu. Hvenær menn geta átt von á því að ferðast með þessum mikla hraða með Airbus-fari þá telja fróðir menn, að biðin eftir að farartæki sem þetta verði tekið í notkun geti varað þess vegna í 30 til 40 ár. Þó veit það eng- inn með neinni vissu en langt er í að hægt verði að kaupa farseðil með þessu eldfljóta loftfari. Airbus segir að aðallega komi farartækið ofur- fljóta til með að flytja bissnessfólk og tigið, sem komast þurfi fram og til baka milli heimsálfa á einum og sama deginum. Einnig segir í einkaleyfisumsókn Airbus að loftfar- ið gæti hentað til landvarna og hernaðarlegra verkefna. Og líka sem ofurhraðskreið flutningavél fyrir dýrmætan farm – tvö til þrjú tonn í ferð – eða víkingasveitir. Framleiðandi á myndbandavefn- um You Tube, PatentYogi að nafni, hefur framleitt myndskeið þar sem flugi Concorde 2.0 er lýst í megin- atriðum. Kannski er lýsingin hroll- vekjandi en samt nærri raunveru- leikanum er flugferðinni er lýst sem „hæsta rússíbana heims“. Á skotferð milli heimsálfa  Áfram lifir draumurinn um ferðalög á ofurhraða  12 ár eru liðin frá síðasta flugi hljóðfrárrar farþegaþotu  Áhrifa Concorde gætir enn víða  Airbus með flugvél á fimmföldum hraða hljóðsins Ljósmynd /You Tube/PatentYogi Framtíðin Hugmyndaþota Airbus, Concorde 2.0, er frá- brugðin öllu sem flýgur. Skissur Concorde 2.0 (neðar) er 53 metrar en Concorde eldri 62 m. Loftfar Þegar hljóð- múrinn er rofinn dreif- ist hávaðinn út til hlið- anna og fjarar út en berst ekki á jörðina. 52 FRÉTTIRTækni/Vísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 www.gulimidinn.is Hugsaðu um heilsuna Guli miðinn fylgir þér alla ævi frá upphafi Fæst í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum B-SÚPER - Sterk blanda B vítamína Húð, hár og andoxun, orka og kraftur, streita og taugarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.