Morgunblaðið - 09.09.2015, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Rigning Það er engin ástæða til að hanga inni og láta sér leiðast þó tíðin sé blaut. Þessi litla manneskja skundaði um á hlaupahjólinu sínu og væntanlega með foreldrana fyrir aftan sig, vel búna.
Golli
Með aðgerðum eða
aðgerðaleysi senda
stjórnvöld – ríkis-
kerfið, ríkisfyrirtæki,
embættismenn, eftir-
litsstofnanir, sveitar-
félög og ráðherrar – út
skilaboð til borgar-
anna. Skilaboðin geta
haft mikil áhrif á hegð-
un einstaklinga og
starfsemi fyrirtækja
og félaga. Skilaboðin geta verið
hvetjandi og aukið bjartsýni en þau
geta einnig verið letjandi og skaðleg
jafnt fyrir einstaklinga sem samfé-
lagið allt.
Fyrir ungt fólk sem er í námi eða
að stíga sín fyrstu skref á vinnu-
markaði eru skilaboðin ekki sérlega
uppörvandi.
Hvað blasir við að loknu námi?
Skert valfrelsi og nokkrir áratugir
áður en fjárhagslegt sjálfstæði er
tryggt, ef sá draumur rætist á annað
borð.
Þvingun í stað valfrelsis
Þúsundir ungmenna eru skuldum
vafin eftir að hafa fleytt sér í gegn-
um langt nám með dýrum lánum auk
atvinnutekna á sumrin og þegar færi
hefur gefist með námi. Engu skiptir
þótt í boði séu ágætlega launuð störf.
Unga fólkið sér að það á litla eða
enga möguleika á því að eignast eig-
in íbúð í náinni framtíð. Það er búið
að takmarka möguleika þess –
skerða valfrelsið. Nauðugt á það
ekki annan kost en að halda áfram
að vera leigjendur. Engu virðist
skipta að afborganir af láni vegna
þokkalegrar íbúðar séu lægri en það
sem greitt er í leigu. Kerfið er búið
að loka á lánamöguleika.
Skilaboð stjórnvalda eru einföld:
Borgarstjóri lofar að
byggja þúsundir leigu-
íbúða og húsnæðis-
málaráðherra gefur
ekki minni fyrirheit –
2.300 félagslegar íbúðir
skulu reistar á næstu
þremur árum og komið
á fót umfangsmiklu
kerfi húsaleigubóta.
Valfrelsi ungs fólks (og
annarra) í húsnæðis-
málum er ekki aukið.
Það er verið að þvinga
einstaklinga inn í
ákveðið búsetuform sem stjórnmála-
mönnum hugnast.
Svo undrast margir að ungt fólk
sé afhuga hefðbundnum stjórn-
málaflokkum! Á meðan borgaralegir
stjórnmálaflokkar leggja litla eða
enga áherslu á að skapa ungu fólki
a.m.k. ekki síðri tækifæri en foreldr-
ar þess fengu til að eignast eigið hús-
næði munu þeir aldrei ná eyrum
yngri kjósenda.
Uppstokkun námslána
Stjórnmálamenn sem vilja tryggja
fjárhagslegt sjálfstæði einstakling-
anna geta ekki setið aðgerðalausir.
Þeir geta ekki sætt sig við að aðeins
þeir sem eiga fjárhagslega sterka
bakhjarla eigi raunverulegt valfrelsi
í húsnæðismálum að loknu námi. En
með aðgerðaleysi senda þeir þau
skilaboð að helsta forsenda þess að
eignast eigið húsnæði sé fjárhags-
legur styrkur foreldra eða afa og
ömmu.
Margir gætu færst nær því að öðl-
ast valfrelsi í húsnæðismálum með
því að stokka upp spilin varðandi
námslán og afborganir þeirra. Fyrir
utan skynsemina að skilja strax á
milli raunverulegra lána og styrkja
er skynsamlegt og sanngjarnt að
veita ungu fólki rétt til að draga af-
borganir af námslánum frá tekju-
skatti a.m.k. fyrstu tíu árin eftir að
námi lýkur.
Skattalegar aðgerðir af þessu
tagi, samhliða endurskoðun laga um
neytendalán og uppskurði á húsnæð-
isbótakerfinu, þar sem horfið er frá
skaðlegum niðurgreiðslum og tekin
upp bein eiginfjárframlög, leggja
grunn að því að ungt fólk öðlist fjár-
hagslegt frelsi og búi þar með við
valfrelsi í eigin málum.
Illa lyktandi skilaboð
Ekki eru skilaboðin sem ungt fólk
fær frá stjórnvöldum og stjórn-
málaflokkum um starfsvettvang
betri en í húsnæðismálum. Það nálg-
ast hreint fjárhagslegt glapræði að
ætla á almennan vinnumarkað eða í
sjálfstæðan atvinnurekstur í ljósi
þess óréttlætis sem viðgengst í líf-
eyrismálum. Þjóðinni hefur verið
skiptist í tvo hópa. Í öðrum njóta ein-
staklingarnir ríkisábyrgðar á lífeyr-
isréttindum en í hinum hópnum eru
einstaklingar sem verða að sætta sig
við skert lífeyrisréttindi ef illa geng-
ur en um leið axla byrðar til að
tryggja lífeyrisréttindi þeirra sem
tilheyra fyrri hópnum.
Þeir sem eiga þann draum að ger-
ast sjálfs síns herrar – stofna fyrir-
tæki og ryðja nýjar brautir – eru
ekki beint hvattir áfram. Skilaboðin
eru fremur illa lyktandi og jafnvel
rotin.
Reykjavíkurborg kemur í veg
fyrir að einkafyrirtæki geti safnað
lífrænum úrgangi frá heimilum í
Reykjavík. Engu skiptir þótt
Reykjavíkurborg geti ekki boðið
reykvískum heimilum upp á þessa
þjónustu – einkafyrirtæki skal ekki
fá leyfið. Nokkrum árum áður hafði
borgin farið í samkeppni við fyrir-
tækið, í skjóli skattalegra fríðinda og
skattlagningarvalds.
Kjósi ungt fólk að hasla sér völl í
einkarekstri á það alltaf á hættu að
öflugt ríkisfyrirtæki taki ákvörðun
um að ryðjast inn á starfssvið þess,
líkt og Íslandspóstur gerði fyrir
nokkrum árum í samkeppni við litlar
prentsmiðjur. Telji einkaaðilar að
ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki hafi
ekki staðið rétt að ákvörðunum eiga
þeir erfitt með að sækja rétt sinn.
Isavia beitir lagaklækjum til að
koma sér undan skýrum fyrirmæl-
um úrskurðarnefndar upplýsinga-
mála. Einstaklingur sem telur að
stjórnvald – Seðlabankinn – hafi
brotið á sér leitar til umboðsmanns
Alþingis. Í tæp fimm ár hefur ekkert
gerst.
Samkennisyfirvöld leggja þungar
sektir á framleiðslufyrirtæki vegna
meintra brota á samkeppnislögum.
Nokkrum árum síðar sýknaði
Hæstiréttur fyrirtækið. Viðbrögð
samkeppnisyfirvalda: Hóta nýrri
rannsókn á starfsemi fyrirtækisins.
Stjórnvald sem þekkir ekki
lögin
Það hefur verið búið til andrúms-
loft stjórnlyndis þar sem það þykir
ekki óeðlilegt að stjórnkerfið gangi
fram af fullkominni hörku gagnvart
framtaksmönnum sem hafa skarað
fram úr. Að undirlagi Seðlabankans
var gerð innrás í skrifstofur Sam-
herja fyrir fjórum árum vegna gruns
um brot á gjaldeyrislögum.
Með dugnaði, útsjónarsemi og
áræðni hefur eigendum Samherja
tekist að byggja upp eitt myndarleg-
asta sjávarútvegsfyrirtæki heims.
Slíkir menn þurfa ekki aðeins að-
hald, heldur rannsókn embættis-
manna sem aldrei hafa skilið og vilja
ekki skilja hvernig framtaks-
mönnum tekst að samþætta hagnað
og góð laun starfsmanna. Meðalhóf í
stjórnsýslu gengur gegn díalektískri
hugmyndafræði sem var (eitt sinn)
svo heillandi.
Í tæplega hálft fjórða ár hafa
Samherji og helstu stjórnendur
þurft að sitja undir grun og sæta
rannsókn vegna kæru Seðlabank-
ans. Nú hefur sérstakur saksóknari
fellt niður rannsóknina enda ekkert
komið fram sem bendir til þess að
refsiábyrgð „gæti komið til álita“
vegna ætlaðra brota.
Seðlabankinn verst fimlega og
kennir gallaðri lagasetningu og
reglugerð um!
Ég veit ekki hvort veldur mér
meiri áhyggjum, að stjórnvald þekki
ekki lögin sem því er ætlað að fram-
fylgja eða að embættismenn leiti
skýringa (afsökunar) á harkalegri
meðferð á einstaklingum og fyrir-
tækjum, í „ágöllum“ á lögum Alþing-
is og „annmörkum“ í reglugerð sem
ráðherra setti á sínum tíma. Með
öðrum orðum: Allt er þetta Alþingi
og ráðherra að kenna. Viðkomandi
stjórnvald og embættismaður eru
sakleysið uppmálað.
Þetta eru aðeins nokkur dæmi um
skilaboðin sem hin mörgu andlit
ríkisvaldsins senda á hverjum degi.
Það er merkilegt að þrátt fyrir allt
skuli yfir 90% Íslendinga fremur
vilja eiga en leigja og að enn láti
dugmiklir framtaksmenn til sín taka.
Um leið verður kannski skiljanlegra
af hverju svo margir eru fráhverfir
rótgrónum stjórnmálaflokkum.
Eftir Óla Björn
Kárason »Ekki eru skilaboðin
sem ungt fólk fær frá
stjórnvöldum um starfs-
vettvang betri en í hús-
næðismálum. Skilaboðin
eru fremur illa lyktandi
og jafnvel rotin.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Röng, letjandi og rotin skilaboð