Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 21
nafnanna fann ég að Páll var yf-
irvegaður og vandaður maður sem
fylgdist vel með, bæði í sínu nán-
asta umhverfi og í samfélaginu.
Enda kom að því að hann var val-
inn til trúnaðarstarfa og naut
trausts. Og svona til gamans má
við bæta að öldruð föðursystir mín
man enn eftir ungum vélstjórnar-
nemum á vinnustað sínum hjá Vél-
smiðjunni Héðni. Og með brosi
kannaðist hún við að Palli var þar
á meðal og gat þess að saman voru
þeir kallaðir leikskóladrengirnir.
Páll mágur minn var mikill fjöl-
skyldumaður og sinnti sínum vel.
Saman fóru þau Jóhanna víða.
Tóku jafnvel syni sína og fjöl-
skyldur þeirra með. Hræddur er
ég um að erfitt verði fyrir Jóhönnu
að jafna sig á að hann er ekki leng-
ur hér við höndina. Maður hafði á
tilfinningunni að þau hjónin væru
alltaf saman. Áttu sér fallegan bú-
stað á sælureit austur í hreppum
og dvöldu þar mikið. En þó kom
fyrir að maður hitti Palla einan og
þá var hann oft á hjóli. Já, hann
gætti þess að halda líkamlegu
formi. Og ekki var unnt að merkja
annað en það gengi bara vel.
Með árunum jókst áhugi Páls á
uppruna sínum og ættum. Gat
rakið ættir sínar nokkuð fram og
betur en margur annar. Og hann
var virkur þátttakandi á ættar-
mótum með fjölskyldu sína. Ný-
lega kviknaði hugmynd um ættar-
mót föðurættar þeirra systkina og
stóð til að halda það í þessum mán-
uði. Hann var einmitt farinn að
undirbúa sérstaklega sinn þátt í
þeirri samkomu.
Nú þegar litið er yfir þessi
bráðum fimmtíu ár finnst að þetta
er liðinn tími sem ekki kemur aft-
ur. En öll byggjum við á því sem
liðið er. Jóhanna, Magni Þór og
Ingvi Már og Lilja mín. Okkar
góðu minningar um hann Palla
mág minn munu fylgja okkur og
fjölskyldum okkar.
Páll Bergsson.
Nú er ég kveð vin minn Pál
Magnússon, eða Palla Magg eins
og hann var kallaður, kemur upp í
hugann hvað lífið getur verið
hverfult, þú kallaður burt svo
skyndilega. Palli var glaðlyndur,
traustur, hlýr og áhugasamur um
flesta hluti.
Fyrstu kynni mín af Palla voru
árið 1968 í Vélskóla Íslands, Palli
að ljúka námi en ég á fyrsta ári.
Næst lágu leiðir okkar saman árið
1972 í Búrfellsvirkjun þegar ég
hóf þar störf sem vélfræðingur, en
Palli hafði starfað þar sem vél-
fræðingur frá því að námi hans
lauk. Þarna kynntumst við Díana
vel heiðurshjónunum Páli Magn-
ússyni og Jóhönnu Rögnvalds-
dóttur, Góu. Á þessum árum voru
margar fjölskyldur búsettar í Búr-
felli og alltaf mikið um að vera,
fjöldi barna, mörgu að sinna og
ýmislegt brallað. Þarna var starf-
rækt Menningarfélag sem stóð
fyrir ýmsum uppákomum og ekki
má gleyma Pöntunarfélaginu sem
rekið var af miklum myndarskap
og alltaf á sömu kennitölunni, það
mætti ýmislegt af því læra. Palli
var mjög virkur í þessum félögum.
Áramótin í Búrfelli eru ógleym-
anleg og var það fyrst og fremst
vegna brennunnar, börnunum
sem það upplifðu finnst engin
brenna hafa verið haldin síðan og
ekki þarf að spyrja hver var
brennustjóri – auðvitað Palli. Palla
var margt til lista lagt fyrir utan
vinnuna, hann var t.d. mjög lið-
tækur í sláturgerð.
Palli var mikil félagsvera; hann
var kjörinn í hreppsnefnd Gnúp-
verjahrepps og sat þar í mörg ár
og var þar virtur að verðleikum.
Ég man eftir því að einu sinni
sagði Palli mér það að eftir einn
hreppsnefndarfundinn settust
menn niður og ræddu landsins
gagn og nauðsynjar. Þá fór einn
hreppsnefndarmaðurinn að tala
um graðhest sem kominn væri í
hreppinn, ég man ekki lengur
nafnið á hestinum. En Palli spurði,
er þessi hestur nokkuð af Svað-
astaðakyninu? Jú, það passaði,
ekki minnkaði álit gamalla hrepps-
nefndarmanna á þessum unga
dreng við þetta. Ég spurði Palla;
hvernig vissirðu þetta, Palli?
Hann svaraði; ég vissi þetta ekki,
en ég hafði lesið um einhverja
hesta af Svaðastaðakyni.
Við Palli fluttum með fjölskyld-
ur okkar frá Búrfelli á sama tíma,
en þá hófum við störf í Stjórnstöð
Landsvirkjunar á Geithálsi. Síðan
lá leiðin í Stjórnstöð Landsvirkj-
unar/Landsnets á Bústaðavegi og
loks Stjórnstöð Landsnets á
Gylfaflöt.
Frá því að við Palli hófum störf í
stjórnstöð hafa orðið miklar
mannabreytingar, við hinir eldri
hættir störfum og yngri menn tek-
ið við. Ungu mennirnir voru teknir
í þjálfun við rekstur raforkukerf-
isins og þar spilaði Palli stóra
rullu. Ekki ósjaldan heyrði maður
til þeirra – spyrjum Palla Magg –
hvernig bregðast ætti við óvænt-
um uppákomum, skýrslugerð og
ýmsu öðru.
Palli starfaði árum saman í
stjórn Vélstjórafélags Íslands,
einnig sat hann í stjórn Sparisjóðs
vélstjóra. Fleira mætti telja upp
um störf Palla að félagsmálum.
Í 40 ár samfellt störfuðum við
Palli saman; þessi tími hefur verið
forréttindi fyrir mig og er ég því
þakklátur. Við Díana sendum Jó-
hönnu, Magna, Ingva og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hvíl í friði vinur. Minning um
góðan dreng lifir.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Viktor Björnsson.
Látinn er Páll Magnússon vél-
fræðingur. Hann lést í svefni í
sumarbústað þeirra hjóna, í landi
Stóra-Hofs í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi 30. ágúst s.l. Manni
bregður illilega þegar jafnaldrar
manns deyja svona snögglega, að
því er virðist við góða heilsu. Áður
en Páll fór í Vélskóla Íslands, lærði
hann vélvirkjun í Vélsmiðjunni
Héðni. Stundum vann hann við
uppsetningu síldarverksmiðja úti
á landi. Þar kynntist hann eigin-
konu sinni, Jóhönnu Rögnvalds-
dóttur frá Siglufirði. Þau eiga tvo
syni, Magna Þór Pálsson verk-
fræðing og Ingva Má Pálsson lög-
fræðing og eru þeir báðir dugn-
aðarmenn. Við Páll vorum
skólabræður frá Vélskóla Íslands
og lukum námi sem vélfræðingar
vorið 1968. Páll var afburða náms-
maður og glöggur á flest það sem
hann kom að. Strax að loknum
Vélskólanum réðumst við fjórir
skólabræður til starfa hjá verk-
takafyrirtækinu Fosskrafti. Vinn-
an var við niðursetningu aflvéla
Búrfellsvirkjunar, sem þá var í
smíðum. Við réðumst síðan sem
vélstjórar til Landsvirkjunar í
Búrfellsstöð þegar hún tók til
starfa. Þau 12 ár sem við störfuð-
um saman í Búrfellsstöð, þótti mér
gott að starfa með Páli. Hann var
verklaginn og þægilegur í allri um-
gengni. Ekki minnist ég þess að að
hafa séð hann reiðan eða viðskota-
illan. Páll og fjölskyldan fluttu til
Reykjavíkur og fór hann að vinna í
afldreifistöð Landsvirkjunar og
starfaði lengi þar. Starfslok hans
voru hjá Landsneti, svo segja má
að Páll hafi starfað allan vélfræð-
ingsferil sinn hjá Landsvirkjun.
Páll hafði áhuga á félagsmálum,
hann sat í hreppsnefnd Gnúp-
verjahrepps í nokkur ár, svo var
hann í stjórn Vélstjórafélags Ís-
lands í 14 ár. Einnig var hann í
stjórn Sparisjóðs Vélstjóra um
tíma. Palli og Góa, eins og þau
voru oft kölluð, höfðu ýmis áhuga-
mál. Þau kynntu sér Íslendinga-
sögurnar á námskeiðum hjá
Tryggva Sigurbjarnarsyni raf-
magnsverkfræðingi. Tryggvi nam
fornfræði sín hjá Jóni Böðvarssyni
Íslendingasagnafræðingi, á mörg-
um námskeiðum. Eitt sinn fór ég
með þessum hópi, sem Palli og
Góa voru í, vestur að Hítardal í
Borgarbyggð. Þá var hópurinn að
lesa sögu Björns Hítdalakappa.
Og undraðist ég hve fólkið vissi
mikið úr sögunni, sem gerðist á
þessum slóðum.
Við hjónin sendum eiginkonu
og afkomendum innilegar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Páls Magnússonar.
Pétur Kristjánsson.
Fleiri minningargreinar
um Pál Magnússon bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Við sjáumst aftur, Sibbi minn.
Þitt „hjartagull“,
Svala.
Pabbi var yndislegur maður og
þótt hann væri með þennan sjúk-
dóm reyndi hann eins og hann gat
að gera eitthvað skemmtilegt
með mér. Stundum var ég eitt-
hvað þreyttur eða dapur og þá
kom pabbi alltaf og spurði hvort
við ættum ekki að fara í lúgu. Ef
ég sagði nei taldi hann alltaf upp
meira og meira til að gera, eins og
að fara í Brynjuísrúnt eða bara að
gera eitthvað skemmtilegt. Oft-
ast sagði ég já og ég veit ekki
hvað við fórum oft í lúgu saman
og hann gaf mér hamborgara.
Ég held að pabbi hafi ekki
misst af leik hjá mér í fótbolta og
hann spjallaði við mig í örugglega
hálftíma eftir hvern leik. Það var
mjög gott að hafa einhvern sem
vissi eitthvað um fótbolta því að
bróðir minn nennir stundum ekki
að tala við mig um fótbolta. Nú
verður skrítið að spila og enginn
pabbi að horfa og tala við mann
eftir leik.
Pabbi bjó líka til besta mat
sem ég hef smakkað og það var
aldrei neitt vont sem hann gerði.
Stundum fórum við í veiði saman
og þá vissi hann alltaf hvar fisk-
urinn var og þá sagði hann mér að
láta síga og eitthvað annað sem
ég skildi aldrei.
Ef ég var einhvern tímann að
spila tölvuleik þar sem maður
þarf að hugsa þá vildi hann oft
spila líka. Þá spilaði hann kannski
sama leikinn stanslaust í viku og
sló á endanum heimsmet, enda
var hann með 130 í greindarvísi-
tölu eða eitthvað álíka.
Ég man að einu sinni var pabbi
hjá okkur á meðan mamma var í
útlöndum og ég ældi út um allt
gólf. Systkini mín vildu ekki þrífa
það upp og þá fór pabbi bara úr
öllum fötunum, settist á gólfið og
þreif allt upp.
Svo fór hann bara í sturtu á
eftir. Pabbi, ég mun alltaf hugsa
til þín.
Hvíldu í friði. Þinn,
Sveinn.
Elsku pabbi.
Það er svo skrítið og óraun-
verulegt að leiðir okkar skilji hér.
Mér finnst ég afar heppin að hafa
fengið að vera dóttir þín því þú
kenndir okkur svo margt. Á
hverjum morgni stóðst þú
frammi fyrir því stóra verkefni að
standa upp úr rúminu og skrölta
áfram út í daginn, en þrátt fyrir
það heyrði ég þig aldrei kvarta.
Aldrei nokkurn tímann. Þú gerðir
frekar grín að því að pabbi minn
væri aumingi. Þú varst svo
skemmtilega kærulaus og æðru-
laus og kunnir manna best að
hafa gaman og njóta lífsins.
Við höfum átt margar góðar
stundir saman í gegnum tíðina en
þær hefðu svo sannarlega mátt
vera fleiri síðustu ár eftir að þú
fluttir í Brekatúnið. Ég á eftir að
sakna þess að fara í mat til þín í
Brekó og eiga með þér gæða-
stund. Ekki síst vegna þess hve
góður maturinn var sem þú eld-
aðir. Þú gast alltaf töfrað fram
dýrindis máltíð, sama hve mikið
eða lítið var til í ísskápnum.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
kíkt inn til Palla og Hörpu á laug-
ardaginn þar sem þið Svala voruð
í mat. Ég átti með ykkur
skemmtilega stund þar sem þið
sátuð og drukkuð rauðvín og
höfðuð gaman.
Þú skemmtir þér svo vel þetta
kvöld að ég vakti þig um ellefu-
leytið daginn eftir þegar ég
hringdi og vildi kveðja þig áður
en ég héldi aftur suður í skólann.
Ég vildi ekki að þú færir á fætur
fyrir mig, enda hafði ég kvatt þig
kvöldið áður og ég hélt að ég
myndi hvort sem er hitta þig
fljótlega aftur. Þú hélst nú ekki
og sagðir mér að bíða á meðan þú
staulaðist fram. Ég náði að kyssa
ykkur Svölu bless og áður en ég
fór knúsaðir þú mig aftur, en það
varstu ekki vanur að gera. Í þetta
skiptið var það óvenju fast og
innilegt. Mig grunaði ekki að
þetta væri okkar hinsta kveðju-
stund þótt ég hræddist það alltaf
innst inni að þú færir snemma.
Elsku pabbi, ég er svo stolt af
því að vera dóttir þín. Það er svo
gaman að segjast vera dóttir
Sibba á Greifanum, því hann
þekkja allir. Þú ert fyrirmynd
mín í leik og starfi og ég ætla að
kenna mínum börnum það sem
þú hefur kennt mér í gegnum tíð-
ina.
Ég vona að þú sért einhvers-
staðar hlaupandi um núna og
kastandi flugum í ár því ég veit að
þú vildir aldrei enda í hjólastól og
vera upp á aðra kominn. Ég er
svo glöð að þú hafir varið síðasta
deginum þínum í veiði í uppá-
haldsánni þinni með góðum vin-
um og Sveini bróður.
Takk fyrir að fylgja mér í þessi
22 ár sem við fengum saman.
Þangað til næst, pabbi minn. Þín,
Karen.
Þú kveiktir von um veröld betri
mín von hún óx með þér.
Og myrkrið svarta vék úr huga mér um
stund,
loks fann ég frið með sjálfum mér.
Það er svo undarlegt að elska
- að finna aftur til.
Að merkja nýjar kenndir kvikna,
að kunna á því skil
hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu.
Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt
er skylda sem ber umbunina í sjálfri
sér.
Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þín
fyrstu orð.
Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta
hrösun.
Þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þín
fyrstu ljóð.
Mér finnst þú munir fæða allan heim-
inn alveg upp á nýtt.
(Ólafur Haukur Símonarson)
Þetta var lagið okkar Sibba.
Lagið sem við dönsuðum fyrst við
og lagið sem fylgdi okkur alla tíð.
Margs er að minnast og margs er
að sakna en þótt mikil vinna og
veikindi hafi einkennt líf þitt
nýttum við tímann vel. Öll ferða-
lögin innanlands sem utan, fót-
boltaleikirnir, spilakvöldin, veiði-
ferðirnar, matarboðin, samveran
með börnunum okkar þremur og
stórfjölskyldunni allri. Oft var
glatt á hjalla og stutt í hláturinn
og þinn einstaka húmor. Dóttir
okkar sagði um daginn:
„Mamma, ég hef komið á öll
krummaskuð á landinu og það er
ykkur pabba að þakka.“ Þú hafðir
endalausan áhuga á landafræði
og þar skákaði þér enginn.
Síðasta deginum þínum varðir
þú í Blöndu með einstökum vin-
um í veiðiklúbbnum og yngsta
syni okkar, honum Sveini. Þú
tókst nokkrar myndir af honum
með aflann þann dag og mun það
verða dýrmætt fyrir hann seinna
meir.
Þó að leiðir okkar hafi skilið
fyrir rúmlega fjórum árum hélst
vináttan ætíð. Vinátta sem er
börnunum okkar sem nú syrgja
föður sinn svo mikilvæg. Þú varst
fyrirmynd þeirra og elskaðir þau
skilyrðislaust.
Minningin lifir.
Arna Ívarsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Sigurbjörn Sveinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLI VALUR HANSSON,
fv. garðyrkjuráðunautur hjá
Búnaðarfélagi Íslands,
lést á Hrafnistu mánudaginn 7. september
að loknu löngu og farsælu lífi.
.
Rolf E. Hansson, Herdís Sveinsdóttir,
Ómar B. Hansson, Guðríður A. Kristjánsdóttir,
Óttar Rolfsson, Sunna K. Símonardóttir,
Nína Margrét Rolfsdóttir, Björgvin H. Björnsson,
Jakob Rolfsson, Margrét Ó. Halldórsdóttir,
Jökull Rolfsson,
Óli Valur Ómarsson,
Björn Dúi Ómarsson,
Embla Sól, Iðunn og Björn Erik.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
EVA KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést að Droplaugarstöðum 6. september.
Bálför hennar verður frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. september kl. 13.
.
Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir,
Þórdís Anna Kristjánsdóttir,
Kristjana Kristjánsdóttir, Stefán Magnússon
og fjölskyldur.
Bróðir okkar, frændi og vinur,
STEFÁN JÓNSSON
frá Freyshólum,
Fljótdalshéraði,
lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
þann 6. september síðastliðinn. Útförin
fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn
laugardaginn 12. september kl. 14.
.
Baldur og Bragi Jónssynir
og aðrir aðstandendur.
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI THORODDSEN
matreiðslumeistari,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 2. september, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. september kl. 13.
.
Bryndís Þ. Hannah,
Arnar Eggert Thoroddsen, Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
Curver Thoroddsen,
Eva Engilráð Thoroddsen, Friðrik Hjörleifsson,
Ísold, Karólína, Hrafnkell Tími,
Sunna og Reginn.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR,
Síðumúla,
Hvítársíðu,
verður jarðsungin frá Reykholtskirkju
laugardaginn 12. september kl. 11.
.
Eyjólfur Andrésson,
Andrés Eyjólfsson,
Þorvaldur Eyjólfsson
og aðrir vandamenn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HERBORG HALÍMA FRIÐJÓNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu þann 7. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. september kl. 15.
.
Ólafur Alí Halldórsson, Anna María Halldórsdóttir,
Erna María Halldórsdóttir, Friðjón Stefán Guðjohnsen,
makar, barnabörn og barnabarnabörn.