Morgunblaðið - 09.09.2015, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Minnsta atvinnuleikhús á höfuð-
borgarsvæðinu er að hefja sitt
fimmta starfsár en að sjálfsögðu er
verið að tala um
Gaflaraleikhús
Hafnarfjarðar.
„Verkin sem
við setjum á svið
í vetur verða
fimm talsins eins
og starfsárin og
þar af eru tvö ný
verk en þrjú
verk frá síðasta
leikári,“ segir
Gunnar Helgason, leikstjóri, leikari
og rithöfundur.
„Verkið Unglingurinn hefur svo
sannarlega slegið í gegn hjá okkur
en við hefjum starfsemina í haust
með námskeiði fyrir unglinga í
samstarfið við Menningarhúsið,
Centrum Kultury í Wroclaw í Pól-
landi en þangað fóru strákarnir
með verkið í sumar. Rétt er að
nefna að sýning þeirra á föstudag-
inn verður sú eina í vetur og um
leið þeirra síðasta sýning á þessu
tiltekna verki.“
Það eru þeir Ólafur Gunnar
Gunnarsson og Arnór Björnsson
sem skrifuðu verkið og leika í því
sjálfir.
Hvítt er nýtt verk sem ætlað er
yngstu áhorfendum og segir Gunn-
ar þetta margverðlaunaða verk fá
íslenskan búning.
„Við frumsýnum verkið í janúar
en það er sett upp í samstarfi við
Virginiu Gillard, sem einnig leikur í
sýningunni. Við fengum sérstakt
leyfi til að íslenska verkið og setja
það í íslenskan búning en það hefur
almennt ekki fengist að gera breyt-
ingar á því í öðrum löndum sem
það hefur verið sett upp í.“
Í lok febrúar færir leikhúsið okk-
ar svo Góða dátann Svejk eftir Jar-
oslav Hasek en í útfærslu Karls
Ágústs Úlfssonar.
„Ég hef ekki lesið Góða dátann
Svejk síðan ég var barn en man
alltaf eftir því hvað mér þótti það
ofboðslega skemmtileg saga. Þetta
verður flott sýning og í ljósi flótta-
manna, borgarstyrjalda og þess
hörmungarástands sem blasir við
okkur í dag verður áhugavert að
rifja upp hvað Svejk hefur um slíkt
að segja.“
Undirbúningur í 49 ár
Verkin Bakaraofninn og Konu-
börn mæta aftur frá því í fyrra og
segir Gunnar það fyrst og fremst
vegna vinsælda þeirra.
„Bæði þessi verk voru að ljúka
sýningu í fyrra fyrir fullu húsi og
við teljum þau eiga meira inni. Í
Bakaraofninum er líka risastór
galdur sem hefur tekið 49 ár að
undirbúa. Konubörn er svo skyldu-
sýning fyrir allar mömmur og ekki
síst feður en eftir að hafa séð sýn-
inguna með syni mínum kinkuðum
við kolli og sögðum báðir, já það er
svona sem unglingsstelpur hugsa.
Flott sýning hjá hæfileikaríkum
stelpum.“
Gaflaraleikhúsið að hefja leikárið
Morgunblaðið/Eggert
Leikhús Gunni og Felix halda áhorfendum heldur betur á tánum í leikritinu
Bakaraofninn ásamt Ævari Þór, vísindamanni sem börnin þekkja vel.
Gunnar Helgason
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Að vanda bjóðum við upp á fjöl-
breytta dagskrá með blöndu af gam-
alli tónlist og nýjum verkum fyrir
litla hópa og stóra,“ segir Rut Ing-
ólfsdóttir, fiðluleikari og listrænn
stjórnandi Kammersveitar Reykja-
víkur, en 42. starfsár sveitarinnar
hefst nk. föstudag í Langholtskirkju
kl. 20 með tónleikum helguðum eist-
neska tónskáldinu Arvo Pärt. Alls
heldur Kammersveitin ferna tón-
leika á starfsárinu.
„Arvo Pärt fagnar áttræðisafmæli
sínu föstudaginn 11. september og
okkur fannst vel við hæfi að bjóða til
veislu á sjálfan afmælisdaginn.
Mörgum eru tónleikar Kammer-
sveitarinnar með verkum Arvos
Pärts árið 1998 enn í fersku minni,
en þá kom Pärt hingað til landsins í
fyrsta sinn og var viðstaddur tón-
leikana í Langholtskirkju,“ segir
Rut og tekur fram að sjálf minnist
hún tónleikanna með mikilli hlýju.
Kirkjur og listasöfn heilla
Spurð nánar um efnisskrá upp-
hafstónleikanna segir Rut að
Kammersveitin muni bjóða áheyr-
endum að kynnast vel verkinu Frat-
res, sem er eitt þekktasta verk
Pärts. „Það er frá tónskáldsins
hendi til í ótal útgáfum fyrir mis-
munandi hljóðfæraskipan,“ segir
Rut, en á tónleikunum er verkið
fyrst flutt í útsetningu fyrir
strengjasveit og slagverk, síðan fyr-
ir fjóra slagverksleikara, þá
strengjakvartett, því næst blásara-
oktett og slagverk og loks fyrir fiðlu,
strengjasveit og slagverk. „Okkur
fannst spennandi að gera þetta
svona og sýna hvað meginstefið
verður ólíkt þegar mismunandi
hljóðfærahópar spila. Þessar ólíku
útgáfur gefa innsýn í ótrúlegan tón-
heim þessa frábæra tónskálds.“
Eftir að hafa flutt tónleika sína í
Hörpu frá því hún var opnuð leitar
Kammersveitin í vetur aftur á gaml-
ar slóðir og verða jólatónleikar sveit-
arinnar haldnir í Áskirkju 20. des-
ember. „Í sannleika sagt höfum við
undanfarin ár saknað hins fallega,
hvetjandi og fjölbreytta andrúms-
lofts sem kirkjur og listasöfn bjóða
upp á. Vissulega er hljómburðurinn
góður í Norðurljósum, en það er svo
margt annað sem er mikilvægt á
tónleikum en hljómburðurinn þó
hann sé mikilvægur,“ segir Rut og
tekur fram að það sé ekkert laun-
ungarmál að húsaleigan í Hörpu sé
Kammersveitinni ofviða.
Heilladrjúgt samstarf
Á efnisskrá jólatónleikanna verða
Konsert í a-moll BWV 1044 fyrir
flautu, fiðlu og sembal og Branden-
borgarkonsert í D-dúr nr. 5 BWV
1050 eftir Johann Sebastian Bach
auk verka eftir Heinrich I.F. von Bi-
ber, Georg Muffat og Johann Hein-
rich Schmelzer. „Við buðum Jeremy
Joseph, sem er frábær ungur semb-
al- og orgelleikari, að leika einleik
með okkur á tónleikunum og vildum
leyfa honum að sýna sína færni,“
segir Rut og bendir á að Joseph hafi
haft frjálsar hendur um val verka á
efnisskránni. „Okkur þótti skemmti-
leg hugmynd að hafa nokkra forvera
Bachs með og sjá úr hvaða jarðvegi
hann kom.“ Líkt og áður leikur
Kammersveitin á Myrkum músík-
dögum og verða tónleikar hennar í
Norðurljósum Hörpu 30. janúar.
„Að þessu sinni leggjum við áherslu
á kammerverk eftir Atla Heimi
Sveinsson, en með honum í för verða
tvö af okkar fremstu tónskáldum af
yngri kynslóðinni, þau Anna Þor-
valdsdóttir og Gunnar Andreas
Kristinsson,“ segir Rut og bendir á
að samstarf Kammersveitarinnar og
Atla Heimis hafi alveg frá fyrstu ár-
um Kammersveitarinnar verið ein-
staklega heilladrjúgt.
„Nú á haustmánuðum munum við
gefa út diskinn I call it með kamm-
erverkum Atla Heimis sem hafa
reglulega verið á efnisskrá hjá okk-
ur í gegnum árin,“ segir Rut, en
diskurinn er einn af þremur sem
Kammersveitin sendir frá sér í vet-
ur. Hinir tveir diskarnir eru Tón-
verk fyrir Kammersveitina sem er
tvöfaldur diskur með verkum tíu ís-
lenskra tónskálda og Kvöldstund
með Beethoven og Dvorák.
Mikil viðurkenning
„Kammersveitin hefur á undan-
förnum árum fengið glæsilega dóma
fyrir diska sína í erlendum tónlistar-
tímaritum. Okkur finnst mjög mikil-
vægt að kynna íslenska tónlist bæði
á tónleikum innanlands og erlendis
og á hljómdiskum. Fyrir flesta segir
það ekki neitt að sjá nótur að tón-
verki. Jafnvel hljóðfæraleikarar eiga
erfitt með að heyra fyrir sér hvernig
verk muni hljóma. Það er því algjör-
lega ómissandi til kynningar á ís-
lenskri tónlist að upptökur séu að-
gengilegar. Útgáfur Kammer-
sveitarinnar á verkum erlendra
tónskálda á borð við Bach og
Beethoven eru hugsaðar fyrir okkur
sjálf og íslenskan markað. Það er
ómetanlegt að eiga og hlusta á plöt-
ur með þeim sem maður þekkir, því
maður þekkir tóninn hjá hverjum og
einum, sem gerir tónlistina fyrir vik-
ið enn persónulegri.“
Lokatónleikar starfsársins verða
á Kjarvalsstöðum 8. mars undir yfir-
skriftinni B-in á 20. öld. „Oft er talað
um stóru B-in þrjú í tónlist og þá er
átt við Bach, Beethoven og Brahms.
Okkur fannst skemmtilegt að nota
B-in á 20. öld og hafa þau fjögur, þ.e.
Benjamin Britten, Béla Bartok, Alb-
an Berg og Luciano Berio. Þegar
búið var að velja tónskáldin var bara
að finna góð verk eftir þá,“ segir Rut
og tekur fram að það hafi ekki verið
erfitt. Stjórnandi í verki Berios
verður Bjarni Frímann Bjarnason
og einsöngvari Hanna Dóra Sturlu-
dóttir.
Ekki er hægt að sleppa Rut án
þess að heyra hvaða þýðingu tilnefn-
ingin til Tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs 2015 hefur fyrir Kammer-
sveitina, en ekki verður tilkynnt um
verðlaunahafa fyrr en við afhend-
inguna sjálfa 27. október nk. í
Hörpu. „Það eru ellefu tilnefndir,
bæði hópar og einstaklingar. Þetta
er óneitanlega mikil viðurkenning á
starfi Kammersveitarinnar sem við
höldum úti þessi árin við vægast
sagt mjög erfiðar aðstæður.“
„Innsýn í ótrúlegan tónheim“
42. starfsár Kammersveitar Reykjavíkur hefst með tónleikum til heiðurs tónskáldinu Arvo Pärt
Von á þremur nýjum diskum, þ. á. m. diski með kammerverkum Atla Heimis Sveinssonar
Kát Kammersveit Reykjavíkur heldur ferna tónleika á 42. starfsári sínu og leikur gömul verk í bland við ný.
Tónskáldið Arvo Pärt fagnar 80
ára afmæli sínu nk. föstudag.
NO ESCAPE 5:45,8,10:15
TRANSPORTER REFUELED 8
STRAIGHTOUTTACOMPTON 5, 10:20
ABSOLUTELY ANYTHING 6
THE GIFT 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar