Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 11
11 aðgengi. Partur af sjálfsvirðingu og reisn flestra er að geta, án þess að reiða sig sífellt á aðstoð annarra, bjargað sér við daglegar og sjálfsagðar athafnir. Því miður virðast enn vera til staðar fleiri hindranir en þær sem þegar hafa verið yfirstignar. Nýjasta dæmið sem leitar á hugann er umfjöllun Eddu Heiðrúnar Backman og borgarstjóra Reykjavíkur um aðgengið á Laugaveginum. Og aðgengið, eða öllu heldur aðgengisleysið, á Laugaveginum er skýrt dæmi um hindranir sem mæta fólki með hreyfihömlun og draga úr eða koma í veg fyrir að það sæki þangað þjónustu. Þær aðgengishindranir sem höfundur þekkir einna best eru allar þær sjónrænu hindranir sem mæta honum á hverjum einasta degi. Það viðhorf er enn mjög ríkjandi í samfélaginu að líta svo á að hindranir stafi af „gölluðu“ fólki fremur en gallaðri hönnun. Með öðrum orðum; það er enn verið að segja fötluðu fólki að það sé fjárhagslegur baggi, að lausnir sem koma því, og þar með öllum, til góða séu allt of flóknar í framkvæmd og að ástæða hindrananna sé fyrst og fremst tilkomin vegna fötlunar. Það þykir, í sumum tilfellum, hreinasta frekja að fara þess á leit að hindranir séu fjarlægðar og fundnar lausnir sem henta. Öll þurfum við aðstoð annað slagið, óháð fötlun, en það er beinlínis niðurlægjandi og getur verið mannskemmandi ef hlutverk þiggjandans og þess sem alltaf biður um aðstoð verður of fyrirferðarmikið í lífi fólks, fatlaðs eða ekki. Tölvutæknin veldur aðgengisbyltingu Ég er 46 ára gömul kona. Ég flutti að heiman þegar ég var 18 ára og því fylgir óhjákvæmilega ýmislegt, s.s. innkaup, útréttingar og notkun á ýmiskonar þjónustu til að m.a. sinna borgaralegum skyldum. Það þarf að greiða reikninga, gera skattframtal, fylgjast með álagningunni, sinna fjármálum og annað sem fylgir heimilishaldi og því að vera komin á sjálfræðisaldur. Á þeim tæpu 30 árum sem ég hef verið á sjálfræðis­ og atvinnualdri hefur margt breyst hvað varðar aðgengi að vörum og þjónustu. Sumt til hins betra en annað hefur versnað, þótt það kunni að hljóma undarlega í okkar tæknivædda nútíma. Ein mesta bylting sem orðið hefur í aðgengi mínu að vörum og þjónustu er tölvutæknin. Og þá nefni ég aðgang að heimabönkum sem það mesta framfararskref sem ég hef lifað. Áður hafði ég engan aðgang að nokkru sem varðaði mín fjármál, vissi ekki einu sinni hvað ég var að borga stundum, rétti bara gjaldkeranum bunkann af reikningum og, ef lítið var að gera, las hann þá fyrir mig, en annars lagði hann bara saman og sagði mér upphæðina. Í dag fylgist ég með yfirlitum, get lesið allar færslur, greiði reikningana, sé stöðuna, get fylgst með innheimtu og svo margt, margt fleira. Ég hef ekki stigið inn í bankastofnun í langan tíma. Og allt aðgengi að svo margvíslegri þjónustu er hreinasta bylting. Tryggingastofnun, skatturinn, rafmagnið, síminn, allt þetta get ég haft á hreinu. Ég get gert skattframtalið sjálf. Áður en tölvutæknin kom til sögunnar

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.