Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 10
10 Fastar kortavélar ættu ekki að finnast! Mestöll þjónusta og flestar vörur eru þannig hannaðar að gengið er út frá því að notendur hafi óskerta getu, fulla sjón, óskerta hreyfigetu, heyri vel, búi ekki við þroskahömlun og falli, að flestu leyti, að hinu svokallaða „normi“. Það verður að segjast að þegar kemur að hönnun hvers konar gefa menn mismunandi aðstæðum og getu fólks lítinn gaum og samfélagið í heild sinni gerir ekki ráð fyrir miklum fjölbreytileika mannfólksins. Þó hefur umræðan um ólíkar þarfir fólks, rétt þess til að þeim sé mætt og sjónarhorn fötlunarfræðinnar á fötlun, sem flestir eflaust þekkja, breytt ýmsu til betri vegar. Tækniframfarir síðustu 20 ára hafa líka breytt miklu, raunar valdið byltingu í lífi margra og ekki sér enn fyrir endann á þeim sem betur fer. Eflaust hefur aldrei verið eins mikið framboð af vörum og þjónustu og nú til dags. Og aldrei hefur verið eins mikið af auglýsingum og hvatningu til fólks að nýta sér vöruúrvalið og þjónustuna. En hvernig er aðgengi fatlaðs fólks háttað? Höfundur hefur ekki gert neina rannsókn á aðgengi fatlaðs fólks að vörum og þjónustu og áttar sig svo sem ekki fyllilega á því hvernig annað fatlað fólk upplifir aðgengið, slæmt eða gott, nema helst það fólk sem ekki getur nýtt sér sjónina til að velja, lesa og komast um í óþekktu umhverfi. En eru hindranir á aðgengi fatlaðs fólks að vörum og þjónustu vandamál? Og er þá um að ræða dagleg vandamál eða einungis tilfallandi? Nú getur höfundur aðeins svarað þessum spurningum frá sínu sjónarhorni, en á ferðum sínum rekst hann oft á hönnun og fyrirkomulag sem hann veit að hindrar t.d. aðgengi þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Lítið en skýrt dæmi um slíkt er staðsetning greiðslukortavéla í mörgum matvörubúðum. Víða eru greiðslukortavélar þannig staðsettar að fólk sem notar hjólastóla getur ekki notað þær, getur ekki slegið inn pin­ númerið hjálparlaust. Sumstaðar eru kortavélarnar hreyfanlegar, en víða eru þær fastar. Þessu ætti að vera auðvelt að breyta ef menn hefðu metnað og vilja til. Og það er margt sem auðvelt væri að breyta ef forráðamenn umræddrar þjónustu hefðu vilja og skilning á því að fatlað fólk hefur sama vilja, sama metnað og sama rétt og ófatlað fólk til þess að búa við gott og hindranalaust Aðgengi að vörum og þjónustu er réttindamál Ágústa Eir Gunnarsdóttir Höfundur þessarar greinar hefur búið við nær algjört sjónleysi frá fæðingu og hefur því ætíð þurft að lifa við aðstæður sem gera oft ekki ráð fyrir því að til sé fólk sem reiðir sig á önnur skynfæri þegar sjónar nýtur ekki við. Gott aðgengi þýðir í huga greinarhöfundar að allir geti án hindrana átt greiðan aðgang að því sem í boði er, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, fjölmiðla, byggingar eða annað. Hér verður einungis fjallað um aðgengi að vörum og þjónustu frá sjónarhorni þeirra sem búa við skerðingu og þá einkum þeirra sem lítið eða ekkert sjá.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.