Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 9

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 9
9 Ég vil hvetja alla iðjuþjálfa til að taka nema tvisvar til þrisvar áður en þeir ákveða hvort þeir vilji vera leiðbeinendur til frambúðar eða ekki. Það er ekki þar með sagt að góður iðjuþjálfi vilji vera eða sé góður leiðbeinandi, þar sem við erum öll með mismunandi þarfir, nálganir og langanir. Mitt mat er að best sé fyrir nema að komast að á vinnustað þar sem fleiri en ein starfsstétt vinna saman að því að aðstoða skjólstæðinga. Með því fær neminn tækifæri til að átta sig á að mikil samvinna á sér stað milli starfsstétta sem eiga sér sameiginleg markmið; að efla Í þessari grein er ætlunin að hugleiða hvaða viðbót iðjuþjálfi getur verið fyrir nám og kennslu í grunnskóla og af hverju ég álít framlag iðjuþjálfunar nauðsynlegt í skólastarfi nútímans. Það er skoðun okkar við Þelamerkurskóla að viðmið iðjuþjálfunar eigi vel við starf skólans og að iðjuþjálfun eigi ekki bara að standa þeim nemendum til boða sem þurfa sérstaka aðstoð, heldur ætti hún vera sjálfsögð fyrir alla nemendur grunnskólans. Óhætt er að fullyrða að í skólastarfi nútímans séu lykilorðin fjölbreytni og sveigjanleiki. Þróunarstarf grunnskólanna einkennist af verkefnum sem miða að því að skólinn geti mætt fjölbreyttum þörfum nemenda og sveigt starf sitt í samræmi við þær þarfir. Hvar sem skólafólk kemur saman er rætt um fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðun náms. Sveigjanleikanum og fjölbreytileikanum er ætlað að kallast á. Í þessu sambandi má velta fyrir sér hvort kennarar og menntun þeirra dugi til að skapa þann sveigjanleika sem lög um grunnskóla og aðalnámskrá kveða á um. Til að auka fjölbreytnina í kennarahópnum sem kemur að námi hvers barns hafa margir skólar valið þá leið að búa til teymi kennara sem sér um nám og kennslu námshópa skólanna. Það er almennt viðurkennt að þannig verði til vettvangur til að deila hugmyndum, reynslu og þekkingu sem annars fæst ekki þegar aðeins einum kennara er falin umsjónin með námshópnum. Að fjölga starfstéttum sem koma daglega að kennslu og námi barnanna hefur sama markmið; fjölbreyttari leiðir ættu þá að bjóðast til að ná markmiðum aðalnámskrár. Af eðlilegum ástæðum stýra námskrár skólastarfinu en til viðbótar hefur bókum og stundum prófum tekist að hafa áhrif. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskóla kemur vægi námsgreinanna fram. Þar sést að meira en helmingi af tíma nemenda skal varið til náms í hefðbundnum bókgreinum. Það er hins vegar undir starfsfólki skólans komið hvernig unnið er í þeim greinum á sem fjölbreyttastan hátt svo hver og einn nemandi verði sem best undir það búinn að taka virkan þátt í samfélagi sínu, sjálfum sér og öðrum til gagns. Af reynslu Iðjuþjálfun í grunnskóla Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla minni af störfum iðjuþjálfa í grunnskóla er það skoðun mín að hann eykur við og bætir námið sem fer fram í skólanum. Ég hef séð að honum er tamt að byggja starf sitt á þörfum og getu einstaklingsins til að ná árangri í daglegu lífi og starfi. Þar horfir iðjuþjálfinn til þess sem ég vel að kalla lífsfærni. Hann skoðar til dæmis hvaða færni nemandinn þarf til að geta staðið á eigin fótum. Einnig skoðar hann hvernig nemandinn ver tómstundum sínum og finnur þá hvar áhugasvið hans liggur. Þessum áherslum iðjuþjálfans er auðvelt að finna stað í aðalnámskrá grunnskólans, grunnþáttum hennar ásamt námskrám faggreinanna. Það er því niðurstaða mín að ef skólanum á að endast þrek í því verkefni að byggja upp sveigjanlegt og fjölbreytt nám, til undirbúnings nemenda fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, þá þurfi hann á að halda allri þeirri blöndun og samvinnu fagstétta sem hann getur orðið sér úti um. færni skjólstæðingsins, jafnt líkamlega sem andlega og félagslega. Að efla sjálfstæði nemandans er m.a. markmið með vettvangsnámi. Leiðbeinandi er til staðar til að tengja bóklegt nám hinu verklega, til að svara spurningum, til að tryggja að neminn fái að prófa sig áfram í öruggu umhverfi. Það er hlutverk leiðbeinanda að velja verkefni við hæfi eftir því hvar nemandinn er staddur í náminu. Það þarf stundum að fara rólega af stað, því sumir nemendur eru óöruggari en aðrir. Það þarf stundum að finna krefjandi verkefni fyrir nemendur sem vilja taka áskorun. Það þarf stundum að halda aftur af nemum sem vilja færast of mikið í fang. Í raun þarf að fara alveg eins að nemanum og þegar við vinnum með skjólstæðingum, þ.e. meta hvar einstaklingurinn er staddur og styðja hann í að ná settu markmiði. Hlutverk leiðbeinandans er skemmtilegt, fræðandi, fjölbreytt og þroskandi. Enginn ætlast til þess af okkur að við séum fullkomin og að við vitum allt. Nemendur eru í þjálfun hjá okkur til að finna sér fyrirmynd að iðjuþjálfa í starfi en ekki kennarafyrirmynd.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.