Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 22

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 22
22 leik og svo mætti áfram telja. Markmið hugmyndafræði Lífsneistans er að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun; blikið í augunum, brosið, ánægjuna, gleðina, sönginn, dansinn, snertinguna og samveruna. Nálgun Lífsneistans skapar kjöraðstæður til að fólk með heilabilun geti blómstrað félagslega og tilfinningalega jafnvel þótt sjúkdómurinn sé langt genginn. Lífsneistinn gerir mögulegt að bæta minni, tal, tjáskipti, félagsleg samskipti og hegðun með því að mæta tilfinningalegum þörfum einstaklinganna. Þeir fá að finna að þeir eru metnir, elskaðir og virtir og þeir fá tækifæri til að gleðjast og taka þátt í ánægjulegum athöfnum. Áhersla er lögð á að beina sjónum að gæðum samskiptanna sem skap ast kringum ákv eðna athöfn en ekki að athöfninni sjálfri. Mikilvægt er að hver og einn fái tækifæri til að njóta sín og tjá sig á þann hátt sem hann getur. Hver og einn þarf að upplifa að hann sé einstakur og hafi eitthvað að miðla öðrum. Það eykur sjálftraustið og fyllir viðkomandi ánægju og vellíðan (Lee, H., Verity, J. 2011). Heildarhugmyndin á bak við Lífsneistann Lífsneistinn bætir aukinni dýpt við hefðbundna nálgun á heilabilun. Til að útskýra þetta á einfaldan hátt má nota samlíkingu við ísjaka. Einn tíundi hlutinn sem er ofansjávar táknar hinn sýnilega hluta heilabilunar. Níu tíundu hlutar sem eru undir yfirborði sjávar tákna hið ósýnilega. Í meira en 100 ár hefur hin hefðbundna nálgun á heilabilun beint sjónum okkar að hinu sýnilega, þ.e. að sjúkdómseinkennum, hegðun, því sem hægt er að skima, niðurstöðum úr geðrænum prófunum, sjúkdómsgreiningum, framvindu og meðferð. Hugmyndafræði Lífsneistans Klúbbfélagi tekur þátt í að útbúa kærleikstré. Allir fengu hjarta með fallegu orðum um kærleikann. Áður en hjartað fór á sinn stað, sem viðkomandi valdi sjálfur, var rætt um það sem stóð á hjartanu. beinir sjónum að því sem er undir yfirborðinu, þeim hlutum sem ekki er hægt að mæla. Þar má nefna innsæi, þörf fyrir kærleika, heilbrigði mannsandans, tilfinningalegar þarfir og gæði þeirra tengsla sem myndast í samskiptum. Það er undir yfirborðinu sem hægt er að finna orsök erfiðleika og hegðunarvanda. Lífsneistinn bendir á að oftar en ekki sé undirliggjandi vandinn sá að tilfinningalegum þörfum fólks er ekki mætt. Samkvæmt Lífsneistanum eru eftirtaldar þarfir í fyrirrúmi hjá einstaklingum með heilabilun: Að finna að það sé þörf fyrir þá og að þeir geri gagn. Þeir þurfa að fá tækifæri til að annast aðra og geta gefið og þegið kærleika. Þeir þurfa að hafa möguleika á að geta valið (á milli tveggja möguleika) og fengið tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina (Lee, H., Verity, J. 2011). Alþjóðlegt Masters Practitioner námskeið í Ástralíu Eftir að hafa sótt þriggja daga námskeið Lífsneistans í Danmörku árið 2009 vaknaði hjá mér löngun til að koma hugmyndafræðinni á framfæri á Íslandi sem viðbót við það frábæra starf sem unnið er í samvinnu við fólk með heilabilun, aðstandendur þeirra og aðra sem veita þeim umhyggju. Til að öðlast réttindi til að halda þriggja daga viðurkennd námskeið þurfti ég að sækja þriggja vikna Masters Practitioners námskeið í Perth í Ástralíu. Þátttakendur á námskeiðinu komu frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Nýja­Sjálandi, Singapúr og Íslandi. Enginn kom frá Evrópu að þessu sinni nema ég. Námskeiðið var haldið á vinsælum ráðstefnustað rétt utan við Perth. Útsýnið frá ráðstefnusalnum var mjög fallegt og það var einstök upplifun að geta fylgst með kengúrunum þegar þær léku sér eða lágu makindalega undir trjánum í næsta nágrenni. Námskeiðið var vel skipulagt og námsefnið mjög vandað. Jane og Hilary lögðu líf og sál í kennsluna og voru alltaf tilbúnar að ræða við okkur utan kennslustunda ef einhverjar spurningar vöknuðu. Í hverri viku var boðið upp á sérstaka samveru þar sem hópurinn kom saman yfir mat og drykk og til að eiga ánægjulega samverustund. Það var einstaklega ánægjulegt að upplifa eininguna sem ríkti í hópnum. Þótt við værum ólík, á ýmsum aldri og kæmum frá mismunandi heimsálfum og úr ólíkri Klúbbfélagar fagna komu jólanna. menningu þá var eitt hjarta og ein sál í hópnum. Það sem tengdi okkur saman var fyrst og fremst löngun okkar til að auðga líf fólks með heilabilun, gefa því möguleika á meiri lífsgæðum og lífsfyllingu þrátt fyrir þverrandi heilsu og minnkandi færni. Klúbbastarf Lífsneistans á ÖA Ég hef ásamt tveimur samstarfskonum mínum á ÖA boðið upp á klúbbastarf Lífsneistans með góðum árangri undanfarin ár. Við höfum séð þátttakendur tjá sig um umræðuefnið (þemað) hverju sinni, fara með ljóð, syngja, dansa, brosa, hlæja og klappa saman höndum í takt við tónlistina eða í hrifningu. Umfram allt þá höfum við séð aftur blikið (lífsneistann) í augum þeirra. Sumir eiga erfitt með að tjá sig með orðum en þeir taka utan um hendur okkar og þakka fyrir sig með brosi og kossi á kinn. Þeir sem eiga auðveldara með að tjá sig segja frá því hve þakklátir þeir eru fyrir þessar samverustundir. Sumir segjast finna fyrir kærleika, aðrir hafa á orði hvað allt sé fallegt í herberginu en það er mikið lagt upp úr því að hafa umhverfið sem notalegast. Í lok meðferðarprógrammsins er alltaf boðið upp á kaffi eða ávaxtasafa og einfalt meðlæti sem fólk á auðvelt með að borða sjálft. Haldið er áfram að spjalla um efni tengt þemanu eða um eitthvað annað áhugavert sem kann að koma upp og oft tökum við lagið saman. Til að kveikja á góðum minningum eru dúkar settir á kaffiborðið og ávallt notað fallegt kaffistell sem oftar en ekki verður til þess að kveikja á minningum frá kaffiboðum í gamla daga. Þegar klúbbnum lýkur eru allir glaðir og þakka fyrir sig með faðmlagi og bliki í augum. Fólk fer heim á leið með bros á vör, oftar en ekki syngjandi einhvern

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.