Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 8
8
Ég var beðin um að segja frá reynslu minni af því að hafa verið
leiðbeinandi í iðjuþjálfun í 14 ár.
Ég mun leitast við að draga fram
bæði kosti og galla, þótt ég sé kannski
ekki rétta manneskjan til að gera það,
vegna þess að ég naut þess mjög að
vera leiðbeinandi og á erfitt með að sjá
nokkuð neikvætt við það.
Kostir:
• Ég fékk hvatningu til að fylgjast
með þróun innan minnar starfs
greinar.
• Ég fékk tækifæri til að læra um
nýja strauma með því að fara á
námskeið og ræða við, bera un
dir og skiptast á skoðunum við
nemendur og kennara í skóla
num.
• Að bera ábyrgð á að leiðbeina
nemanda varð til þess að ég
þurfti að átta mig á og móta mér
skýrar hugmyndir um hvað ég
var að gera á hverjum degi sem
iðjuþjálfi, t.d. hvers vegna ég val
di þessa sérstöku nálgun og gerði
þessa sérstöku áætlun en ekki eit
thvað annað.
• Hver nemandi var ný áskorun
sem opnaði huga minn og hjál
paði mér að finna mismunan
di leiðir til að útskýra hvernig
iðjuþjálfar vinna og koma með
rök fyrir mínum aðferðum.
• Að hafa nemanda hjálpaði mér
með tímastjórnun.
• Ég kynntist mörgum skemmtile
gum einstaklingum sem voru að
feta sín fyrstu spor í faginu, eins
taklingar sem með opnum huga
fylgdust með mínum daglegu
störfum af áhuga, gagnrýninni
hugsun og sem höfðu mis
munandi bakgrunn og viðhorf í
farteski sínu.
• Það eykur sjálfstraust, því ég
hafði áhrif á þróun fagsins og
mótunaráhrif á nemandann, átti
minn þátt í að efla með nemend
unum áhuga á þeim aðferðum
sem ég hafði trú á.
• Það var gefandi og ég fékk svö
run frá nemunum mínum að ég
væri að standa mig.
Gallar:
• Það kostar undirbúning og þ.a.l.
meiri vinnu.
• Ef þú vinnur einn er erfitt að
vera með nemanda á fyrsta eða
öðru vettvangstímabili.
• Ef vinnufélagar þínir eru ekki
tilbúnir að aðstoða nemanda á
vinnustað af því að þeir telja það
vera þitt einkamál.
• Stundum þurfa nemendur meira
en faglegar leiðbeiningar, t.d.
aðstoð vegna persónulegra mála.
• Það er álag að leiðbeina og fyl
gjast með því hvernig nemanda
tekst að fást við faglega þætti
og hvernig honum líður í starfinu.
Að vera leiðbeinandi hefur hjálpað mér
að vaxa sem fagmaður og manneskja.
Það var auðvitað ekki sama upplifun að
taka fyrsta nema og þann síðasta. Það
er alltaf erfitt að takast á við eitthvað
sem maður hefur aldrei gert áður. Við
höfum öll rétt til að læra og prófa okkur
áfram. Það táknar ekki að ég hafi verið
verri leiðbeinandi með fyrsta nemann ,
en það tók mig meiri tíma að undirbúa
mig og ég var ekki jafn sjálfsörugg og
síðar varð.
Nýr leiðbeinandi verður að hafa í
huga að hann mun alltaf vita meira en
neminn. Leiðbeinandi er á heimavelli,
hann hefur í það minnsta tveggja ára
reynslu í starfi. Klárasti nemandinn í
skólanum hefur ekki reynslu af starfinu
sem slíkur, þótt hann hafi allar kenningar
á hreinu. Vettvangsnám snýst um að
hjálpa nemanum að tengja akademískar
kenningar sem hann lærir í háskóla við
starf á vettvangi. Leiðbeinandinn er
sérfræðingur á sínum vinnustað.
Annað sem er gott að hafa í huga er að
flestir leiðbeinendur starfa ekki einir.
Það er hægt að fá samstarfsfólk til að
taka nemann með sér til að leyfa honum
að upplifa fleiri hliðar vinnustaðarins.
Það skiptir t.d. ekki máli, ef neminn
fer á teymisfundi, hvort leiðbeinandi
hans er viðstaddur eða ekki. Það er
hægt að vera í hópastarfi án þess að
leiðbeinandinn stjórni. Það er hægt að
fara og skoða önnur úrræði með öðru
starfsfólki eða nemum sem vinna á
sömu stofnun. Leiðbeinandi þarf alls
ekki að vera átta klst. með nemann sinn
í fanginu.
Það hefur gerst að nemi hefur vitað um
ný matstæki eða úrræði sem ég vissi ekki
um. Að vera með nema er einmitt góð
leið til að læra eitthvað nýtt.
Leiðbeinandi,
kostir og gallar
Sylviane Pétursson, iðjuþjálfi