Skólavarðan - 01.09.2005, Page 8

Skólavarðan - 01.09.2005, Page 8
8 FRÉTTIR FRÁ FÉLÖGUM KÍ SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2005 Stjórn, formenn svæðadeilda og formaður skólamálanefndar lögðu leið sína til Vestmannaeyja síðari hluta ágústmánaðar og héldu árlegan haustfund sinn. Á fundinum voru samin drög að starfsáætlun félagsins fyrir nýhafið kjörtímabil 2005 - 2008. Starfsáætlunin verður kynnt í trúnaðarmannabréfi þegar hún er fullfrágengin og auk þess birt á heimasíðu. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta bæði þegar hópurinn steig á land og þegar hann kvaddi en þess á milli voru alls kyns sýnishorn af veðri, allt nema snjókoma. Farið var í skemmtilega og fróðlega siglingu í kringum Heimaey þar sem náttúran og veðurguðinn léku aðalhlutverkið að ógleymdum stórskemmtilegum fararstjóra. Þann fyrsta ágúst sl. voru ráðnir tveir nýir starfsmenn til Félags framhaldsskólakennara, Anna María Gunnarsdóttir faglegur ráðgjafi í skólamálum í 25% starf og Haukur Már Haraldsson erindreki, einnig í 25% starf. Faglegum ráðgjafa í skólamálum er ætlað að annast söfnun og miðlun upp- lýsinga um skóla- og menntamál, s.s. um endurmenntun, kennaramenntun, kennarastarfið og samskipti við fagfélög. Einnig að fylgjast með framkvæmd laga og reglugerða um framhaldsskóla og vinnu við breytingar á þeim, s.s. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Honum er einnig ætlað að sinna verkefnum á sviði erlends samstarfs um skólamál og miðlun upplýsinga um þau. Loks tekur hann að sér verkefni sem stjórn félagsins felur honum hverju sinni. Faglegur ráðgjafi er jafnframt formaður skólamálanefndar FF og tekur starfslýsing hans mið af hlutverki nefndarinnar, samkvæmt lögum félagsins og starfsáætlun þess í skólamálum hverju sinni. Erindreka er falið að eiga fundi með stjórnum og trúnaðarmönnum félagsdeilda alls staðar á landinu um nauðsynlegt starf deildanna og um hlutverk trúnaðarmanna og samstarfsnefnda. Erindreki er tengiliður stjórnar FF og félagsmanna og starf hans felst í að styðja deildirnar til sjálfsbjargar. Þetta á ekki síst við um þær deildir sem hafa verið lítt virkar og því ekki notið þess sem deildir eiga að njóta af hálfu félagsins. Hafa þarf í huga að vegna þess ramma sem starfinu er sniðinn m.t.t. starfshlutfalls ber erindreka ekki að leysa umfangsmikil mál. Hann skal hins vegar vera tengiliður við stjórn félagsins og koma málum einstakra skóla á framfæri við hana. Markmiðið er að erindreki heimsæki hvern skóla a.m.k. einu sinni á vetri. Skólavarðan greip nýju starfsmennina tvo á hlaupum og beindi til þeirra tveimur spurningum; hvernig starfið hefði komið til og hvernig það legðist í þá. Anna María: Tildrögin voru þau að fráfarandi stjórn Félags framhaldsskólakennara setti á laggirnar starfsháttanefnd úr sínum hópi á árinu 2004 sem var ætlað að endur- skoða starfaskipan kjörinna fulltrúa og ráðinna starfsmanna og starfshætti þess. Starfsháttanefndin skilaði skýrslu og tillögum um þessi efni til aðalfundar FF í febrúar 2005 sem hann samþykkti. Þar á meðal var tillaga um að félagið stofnaði til starfs faglegs ráðgjafa í skólamálum. Tilgangurinn er að efla frumkvæði og sérfræðiþekkingu félagsins í skóla- og menntamálum og virkja félagsmenn í skólamálaumræðu.Ég vona að það takist að efla umræðuna svo um munar og að skólamál verði mótvægi við kjaramál. Ég tel að aukið svigrúm fyrir þennan málaflokk komi stéttinni mjög til góða, enda fagleg umræða ávallt brýn. Mér finnst að það þurfi að gera skólamálin tengdari daglegu starfi í félaginu og hlakka til að leggja hönd á plóginn. Haukur Már: Starfið er tilkomið vegna þess að þegar við gerðum skoðanakönnun meðal félagsmanna fyrir tveimur árum eða svo kom í ljós nokkur óánægja með meint sambandsleysi stjórnar og félagsmanna. Starf erindreka er að brúa bilið þarna á milli, vera tengiliður stjórnar og félags- manna. Til að sinna því þarf hann að fara á milli skólanna, tala við stjórnir og trúnaðarmenn, taka við ábendingum og koma þeim áfram til stjórnar. Ef vandamál eru rædd á þessum fundum er það ekki hlutverk erindreka að leysa þau en honum er ætlað að koma þeim á framfæri við stjórn félagsins. Ég hlakka afskaplega mikið til að vinna við þetta. Ég er búinn að setja upp fundaáætlun um allt land og er um þessar mundir að senda kennarafélögunum bréf þar sem ég bið þau að staðfesta að þau geti fundað með mér. keg Tveir nýir starfsmenn hjá Félagi framhaldsskólakennara Haukur Már Haraldsson og Anna María Gunnarsdóttir Samráðsfundur FL Margir í hópnum voru að koma til Vestmannaeyja í fyrsta skipti og áttu ekki orð yfir náttúrufegurðina sem fyrir augun bar. Helena Jónsdóttir formaður 9. deildar átti veg og vanda af skipulagningu á staðnum og sinn þátt í því hversu vel tókst til með dvölina. Flugtímar stóðust meira að segja upp á mínútu, geri aðrir betur. Björg Bjarnadóttir Formenn svæðadeilda í FL. Efri röð talið frá vinstri: Helena Jónsdóttir, Þórunn Bernódusdóttir, Björk Óttarsdóttir, Björg Sigurvinsdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir. Neðri röð talið frá vinstri: Ásta Huld Jónsdóttir, Jóna Lind Karlsdóttir, Sigríður Marteinsdóttir, Lisbet Nilsdóttir og Hildur Harðardóttir. Lj ós m yn d fr á hö fu nd i Lj ós m yn d: K eg

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.