Skólavarðan - 01.09.2005, Qupperneq 16
16
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2005
Alþjóðadagur
kennara
Hæfir kennarar tryggja góða menntun
5. október ár hvert halda kennarar
víðs vegar um heim upp á alþjóðadag
kennara. Þá gefst kennurum og samtökum
þeirra gott tækifæri til þess að vekja
athygli á mikilvægu hlutverki kennara í
samfélaginu. Á alþjóðadegi kennara 2005
verður eins og í fyrra lögð áhersla á að
góð kennaramenntun er forsenda góðrar
almennrar menntunar. Félagsmenn KÍ eru
hvattir til að skoða vef EI- Alþjóðasambands
kennara www.ei-ie.org þar sem mikinn
fróðleik er að finna um málefni kennara
og stöðu þeirra víðs vegar um heim.
námskeið um kosti góðrar samvinnu
og yfir í harkalegar aðgerðir á borð við
verkfall. Að sumra mati hefur lítið áunnist
en hvað er til ráða? „Ég er náttúrulega
með lausnina,“ segir Ólafur kankvís.
„Borga hærri laun, þá er málið leyst!
En í fullri alvöru þá er staðan auðvitað
þrælsnúin. Ég held þó að nokkrir þættir
vinni með okkur. Þetta er kjaramál fyrir
kennara en auðvitað fara hagsmunir allra
saman í þessu máli. Eftir síðasta verkfall
eru sóknarfæri fyrir alla aðila. Ég held að
þjóðin sé að mestu leyti sammála um að
gera þurfi eitthvað í alvöru í kjaramálum
kennara. Menn tala þannig núorðið –
ráðamenn, biskup, forseti og aðrir. Meira
að segja menntamálaráðherra lét hafa það
eftir sér að kennarar væru ekki ofsælir af
sínum launum. Krafa samfélagsins um að
skólastarf verði sífellt betra hlýtur að leiða
til þess að menn vilji fá enn betur menntað
fólk inn í starfið. Og því fylgja hærri laun.
Ég held að það sé að skapast miklu meiri
skilningur á því að kennarar eru gott
fagfólk sem skilar góðu skólastarfi, oft við
mjög erfiðar aðstæður.“
Sumir eru þeirrar skoðunar að kennarar
hafi engu að síður tapað ímyndarstríðinu
í verkfallinu. „Það er hart ef kjarabarátta
er farin að snúast um ímyndarstríð,“
segir Ólafur. „Þetta er ekkert flókið mál.
Við erum með stétt, hún hefur tiltekna
menntun og sinnir tilteknum störfum.
Hún er undir meðallaunum sambærilegra
stétta, það þarf að laga það, punktur. Allt
annað á að vera fyrir utan þessa umræðu.
Við höfum samt verk að vinna sem felst í
að koma upplýsingum áfram og í auknum
mæli út í samfélagið um starf okkar. Það
gerum við ekki einn, tveir og þrír með
nokkrum blaðaauglýsingum.“
Þrjátíu mínútur á dag
Núorðið er líka mikið talað um að
kennarar eigi að vinna á milli níu og
fimm og látið að því liggja að þeir geri
það ekki. „Sveitarfélögin vilja kappkosta
að binda vinnu kennara milli níu og
fimm,“ segir Ólafur. „Stór hluti kennara
er nú þegar á vinnustað þennan tíma. Á
meðan lykilorðið hjá sveitarfélögum er
að minnka sveigjanleika hamast önnur
fyrirtæki við að auka hann. Allt sem heitir
„fjölskylduvænt“ er í tísku, alls staðar
nema hjá sveitarfélögunum. Hvað eru
þau að pæla? „Við viljum ná kennurum
inn í skólann til að vinna undirbúning,“
segja þau. Felst ekki í því sú yfirlýsing
að kennarar vinni ekki undirbúning? Á
hverju byggist þetta vantraust? Þar fyrir
utan er gefið í skyn að undirbúningur sé
frítími kennara. Því betur sem kennari
er undirbúinn, þeim mun betur er hann
í stakk búinn til að sinna sínu starfi,
sem er kennsla. Þessvegna ætti að auka
undirbúningstímann. Það dettur engum í
hug að þeir sem stjórna Kastljósinu vinni
bara þrjátíu mínútur á dag og þurfi engan
undirbúning,“ segir Ólafur að lokum.
keg
ENDURMENNTUN KENNARA
Leik-, grunn- og framhaldsskólakennurum eru veittir endurmenntunarstyrkir til að
sækja námskeið í sínu fagi í 1-4 vikur í Evrópu.
TUNGUMÁLAVERKEFNI - NEMENDASKIPTI
Nemendaskiptaverkefni evrópskra skóla. Skipst er á tveggja vikna gagnkvæmum
heimsóknum, a.m.k. tíu nemendur í hópi, tólf ára og eldri. Verkefnin vara í eitt ár.
EVRÓPSK SAMSTARFSVERKEFNI Á LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLASTIGI
Samstarfs-/þróunarverkefni a.m.k. þriggja skóla í Evrópu. Verkefni geta varað í
allt að þrjú ár. Kennarar fá styrki til undirbúningsheimsókna eða til þess að sækja
tengslaráðstefnur til að leggja grunn að samstarfinu.
EVRÓPSK AÐSTOÐARKENNSLA Í TUNGUMÁLUM
Leik-, grunn- og framhaldsskólar auk fullorðinsfræðslustofnana geta sótt um að
fá evrópskan aðstoðarkennara í tungumálakennslu í 3-8 mánuði á næsta skólaári.
Aðstoðarkennararnir fá styrki frá heimalandi sínu.
AÐSTOÐARKENNSLA Í EVRÓPU
Íslenskir stúdentar, sem lokið hafa a.m.k. tveggja ára háskólanámi og stefna að
tungumálakennslu, geta dvalið í 3-8 mánuði í einhverju ESB landi og starfað sem
aðstoðarkennarar.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2006
NÁMSKEIÐ/NÁMSGAGNAGERÐ
Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB/EES löndum við að koma á
fót endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara eða vinna við námsgagnagerð.
Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir veita Elín Jóhannesdóttir og Ragnhildur
Zoega, Landsskrifstofu SÓKRATESAR/alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, 107
Reykjavík. Sími: 525 4311 og fax: 525 5850, netfang: elinjoh@hi.is
og rz@hi.is, www.ask.hi.is
ER KOMINN TÍMI Á EVRÓPSKT SKÓLASAMSTARF?
Comenius – styrkir tungumálaverkefni / nemendaskipti
Tengslaráðstefna fyrir tungumálaverkefni í nóvember í Reykjavík 11.-12. nóvember.
Evrópskir kennarar eru boðnir til ráðstefnu þar sem stefnt er að því að koma á fót
nemendaskiptaverkefnum 12 ára og eldri. Ráðstefnan er kjörin vettvangur til að koma
á tengslum við evrópska skóla. Á ári hverju eru um 6 nemendaskiptaverkefni styrkt af
Comeníusi. Verkefni geta verið af ýmsum toga og náð til flestra greina auk tungumála.
Allar nánari upplýsingar um eru að finna á www.ask.hi.is
COMENÍUS VEITIR STYRKI
TIL SKÓLAFÓLKS OG MENNTASTOFNANA
KYNNING FORYSTUMANNA