Skólavarðan - 01.09.2005, Qupperneq 24

Skólavarðan - 01.09.2005, Qupperneq 24
24 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2005 Undanfarin þrjú ár hefur Kvenna- skólinn í Reykjavík verið einn af sex samstarfskólum í Evrópuverkefni um skólastjórnun. Verkefnið er styrkt af Comeniusar-áætlun Evrópusambandsins og var sett á laggirnar á sk. tengslaráðstefnu í Heinola í Finnlandi haustið 2001. Yfirskrift þess er: New Challenges in School Leadership - Staff Development - Team Working. Því lauk nú á vordögum með fundi í Þýskalandi. Markmið verkefnisins var að skoða hvernig starf skólastjórnenda er í þessum löndum, hvað er líkt og hvað ólíkt. Áherslan var á þær breytingar sem hafa orðið á starfi skólastjórnenda. Gögnum varðandi þessi atriði var svo safnað og þau sett á geisladisk ásamt því að útbúinn var kynningarbæklingur. Í upphafi var ákveðið að skoða skólana utan frá og inn, þ.e. líta fyrst á skólakerfið og lagalegt umhverfi þess. Að því búnu voru skólarnir sjálfir skoðaðir, stjórnkerfi þeirra og skipurit. Spurt var spurninga á borð við: „Hvaða hlutverki gegnir skólastjórinn og hvernig er verkaskipting innan skólans? Hvernig er fagmenntun skólastjórnenda háttað? Hafa þeir formlega menntun í stjórnun? Hvaða verkefni hafa bæst við á undanförnum árum og hvaða áhrif hefur það á störf skólastjórnenda?“ Einnig var rýnt í starfsmannahald og breyttar áherslur í mannauðsstjórnun og hvernig nemendur og nemendafélög koma að skólastjórnun. Aðbúnaður nemenda og kennara kom nokkuð við sögu og að lokum voru kannaðir áhrifaþættir eins og skólamenning, agareglur skoðaðar og hvernig skólastjóri getur nýtt sér þessa þætti í leiðtogahlutverkinu. Skólarnir voru hver með sínu sniði og ytra umhverfi þeirra er mjög ólíkt. Lagaleg staða og uppbygging skólanefnda var mjög ólík og einnig aðkoma og áhrif foreldra og fleiri aðila utan skólans, bæði fyrirtækja og trúfélaga, á skólastarfið. Skipurit skólanna voru ólík hvað þetta snertir. Innra skipulag var hins vegar líkt. Allir skólarnir eiga sameiginlegt að mati skólastjórnenda að fjármagn er takmarkað. Gildir þá engu hvort um er að ræða einkarekinn kaþólskan skóla í Belgíu, grunnskóla í Þýskalandi, tækniskóla í Rúmeníu eða framhaldsskóla í Reykjavík. Ekki minnkaði samhljómurinn þegar kom að því að skoða daglegt starf skólastjórnenda. Þar höfðu allir sömu sögu að segja: Starf skólastjórans er annasamt, krefjandi og gefandi. Hin síðari ár hafa kröfur frá samfélaginu og yfirboðurum aukist. Gerðar eru kröfur um nýja stjórnunarhætti sem hefur m.a. í för með sér aukna skýrslugerð. Athygli vakti að nýjungar á borð við sjálfsmat skóla og starfsmannaviðtöl höfðu haldið innreið sína í alla skólana. Þetta gerir jafnframt meiri kröfur um formlega menntun skólastjórnenda. Ferðin til Rúmeníu sem sagt er frá hér á eftir var sú fjórða sem greinarhöfundur og Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri tókust á hendur. Áður hafði verið fundað á Írlandi, í Belgíu og Þýskalandi auk Íslands þar sem fyrsti fundurinn var haldinn. Skólarnir sem taka þátt í verkefninu eru á öllum skólastigum. Þeir eru ýmist ríkisreknir eða einkaskólar. Þar sem skólarnir eru svo mismunandi hafa þátttakendur fengið einstaka innsýn í skólastarf í þátttökulöndunum. Af því sem fyrir gestsaugu bar eru nokkur atriði sem sitja eftir í minninu. Annars vegar frá Þýskalandi: Skólastjórar í grunnskólum í Þýskalandi hafa töluverða kennsluskyldu og vinnuaðstaða kennara er ekki góð að okkar mati. Í þeim skólum sem við heimsóttum hefst skóladagurinn klukkan hálfátta og honum lýkur um klukkan eitt. Þá fara börnin heim til að Ásdís Ingólfsdóttir kennari í Kvennaskólanum í Reykjavík segir frá verkefni um skólastjórnun og ferð tengdri því til Rúmeníu Nýjar áherslur í skólastjórnun COMENIUSARVERKEFNI Konungskastalinn í Karpatafjöllum. Rúmenía var konungsveldi á 19. öld. Tímarnir tvennir í Búkarest. Hestakerrur og Trabantar eru í fullu gildi sem samgöngutæki í Rúmeníu. Ljósmynd: Keg Lj ós m yn di r úr f er ði nn i: Á sd ís In gó lfs dó tt ir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.