Skólavarðan - 01.03.2006, Síða 4
Þegar ég loka dyrunum er valdið mitt 8
Viðtal við dr. Carol Ann Tomlinson sem sótti okkur heim nýverið í
tilefni af ráðstefnunni Skóli á nýrri öld.
Félag enskukennara á Íslandi 10
FEKÍ heldur úti fjölbreyttri og skemmtilegri starfsemi árið um kring og
hvetur félagsmenn til að taka þátt í mótun og viðhaldi félagsins.
Norrænir tónlistarskólastjórar funda á Íslandi 12
NMKU eru norræn samtök tónlistarskóla. Fulltrúar þeirra funduðu þrisvar
hérlendis í febrúarlok og Vilberg Viggósson skólastjóri DoReMi fylgdist
grannt með því sem fram fór.
Fjölþætt nýsköpunarstarf 14
Forsetahjónin heimsóttu Grundaskóla á Akranesi í byrjun febrúar en skólinn
er einn fjögurra handhafa Íslensku menntaverðlaunanna 2005.
Ein grjóthrúga í hafinu 16
Ritdómur Kristínar G. Snæland grunnskólakennara um samnefnt námsefni
eftir Þorstein Helgason.
Tíu punkta samkomulagið 18
Samkomulag Kennarasambands Íslands og menntamálaráðuneytis um
tíu skref til sóknar í skólastarfi vakti miklar umræður í þingheimi, hjá
kennurum, í fjölmiðlum og víðar. Gripið er niður í umræðuna á ýmsum
stöðum ásamt því sem sagt er frá nýstofnaðri verkefnisstjórn um málið og
rætt við fulltrúa KÍ í henni.
Samtök móðurmálskennara 24
Björk Einisdóttir formaður þessa ríflega 500 manna félags skrifar um
félagsstarfið sem m.a. felst í útgáfu Skímu, námskeiðahaldi, fundum og
málþingum.
Barnaskóli Íslands 26
Óttar Einarsson framhaldsskólakennari lumar á upplýsingum um af hverju
Barnaskóli Akureyri var jafnan kallaður Barnskóli Íslands. Lítil saga af
snjótittlingi fær að fylgja með.
Auraráð 27
Ritdómur Guðbjargar Ragnarsdóttur og Margrétar Snæbjörnsdóttur um
vinnuhefti um fjármál sem ætlað er unglingum.
Formannspistill 3
Hanna Hjartardóttir formaður Skólastjórafélags Íslands skrifar um breytingu
á grunnskólalögum og tíu punkta samkomulagið.
Gestaskrif 5
„Hin mikla sök kennara“. Svo nefnir Árni Bergmann rithöfundur gestapistil
sinn en í honum sýknar Árni kennara af allri sök en beinir spjótum sínum að
þeim sem líta á skólann „sem blöðru sem þenst endalaust út þegar síðasta
hugmyndatíska blæs í hana“.
Skóladagar 7
Smiðshöggið 29
Jórunni Tómasdóttur framhaldsskólakennara liggur mikið á hjarta
skrifum sínum um vanda framhaldsskólans og brýnir menn til að búa til
framhaldsskóla fyrir alla í nánu samstarfi við grunnskólann í stað þess að
stefna að skerðingu náms.
Krossgátan 28
Þrenn bókaverðlaun!
Að auki...
fréttir af ráðstefnum, kjaramálum, málþingum
og fleiru að ógleymdum leiðara.
Látum menntuninni
rigna ofan í þjóðina
Við höfum alltaf verið dálítið góð með okkur. Það er bæði gott
og slæmt. Gott þegar kemur að því að vinda sér í hlutina. Slæmt
þegar kemur að því að læra af öðrum. Einar Hjörleifsson Kvaran
ritstjóri og skáld var margfróður um menntun og skólakerfi víða
um lönd. Í erindi sem hann flutti um alþýðumenningu árið 1901
sagði hann m.a.: „Ég vil leggja þá spurningu fyrir alla skynsama og
sannleikselskandi menn, hvort þeir geri sér í hugarlund, að þó að
oss vanti kennara, þó að oss vanti skóla, þó að oss vanti bækur, þó
að ekki sé unnt að fá þjóð vora til að lesa þær fáu bækur, sem eru
á boðstólum, þó að hún eigi við tilfinnanlegustu einangrun að búa,
þó að hún lifi í sundrung og félagsleysi í öllum efnum, þó að enginn
andans vindblær að kalla má leiki um þjóðlíf vort – þá sé þjóð vor
samt eins vel eða betur menntuð en þær þjóðir, þar sem þessu öllu
er allt annan veg farið? Ganga menn þá að því vísu, að drottinn sé
stöðugt að gera kraftaverk með þjóð vorri? Ætlast menn til, að hann
láti menntuninni rigna ofan í hana?“
Tveimur árum síðar reit Guðmundur Finnbogason þetta:
„Kennararnir eru akuryrkjumenn á andans akri þjóðarinnar, þeim
er falið á hendur að búa barnssálirnar undir lífið og gróðursetja
fræin, sem framtíð þjóðarinnar sprettur upp af ... Engin staða í
mannfélaginu er því mikilvægari, eða hefir víðtækari áhrif á allar
stefnur, en kennarastaðan. En þá er auðsætt að vel verður að vanda
undirbúning undir kennarastarfið, og hinsvegar verður kennara-
staðan að vera svo lífvænleg að vel hæfir menn fáist til að helga
henni líf sitt.“
Og Einar aftur, nú um þá almennu skoðun að það ætti ekki að
þurfa mikið til þess að geta sagt til börnum: „Ekki veit ég, hvað er
vandi, ef það er ekki vandi að taka við barninu, þegar augu þess
eru að ljúkast upp fyrir lífinu. Ekki veit ég, til hvers þarf nærfærni,
ef hennar þarf ekki með til þess að hlúa að öllu því góða, sem með
barninu býr, en reyta upp illgresið, hvar sem það lætur á sér bóla,
- að vekja hjá barninu skilninginn og viljann og beina tilfinning þess
í rétta átt – að hjálpa barninu til þess að verða að hugsandi, nám-
fúsum, félagslyndum, sjálfstæðum, drenglyndum, góðum manni.
Ekki veit ég, til hvers þarf þroska, ef hans þarf ekki til þess að svara
spurningum barnanna, spurningum, sem ná til allra fræðigreina,
spurningum, er ósjaldan snerta djúpsettustu og örðugustu
íhugunarefni, sem mannsandinn hefur verið að fást við, síðan er
hann vaknaði til meðvitundar hér á jörðinni.“
Ég vel þetta til birtingar vegna þess að ég er orðin leið á þeim
farvegi sem umræða um kennarastéttina og skólamál er í. Að
kennarar séu einhverjir „undirhundar“ sem beri að naga hvert
kjötlaust svikabein sem að þeim er rétt. Og ég er orðin leið á hvað
við kennarar erum sjálfir atkvæðalitlir í því að hafa áhrif á sam-
félagið. Fyrir hundrað árum var Einar ómyrkur í máli og Guðmundur
brýndi þjóðina til að mennta kennara sína vel. Ég tek undir með
þeim. Ég vil að kennarar láti til sín taka, ekki bara með áhrifum
sínum á nemendur því þau hafa þeir nú þegar, heldur í öllu sem
varðar mannlíf og velferð í þessu samfélagi. Vegna þess að þeir eru
akuryrkjumennirnir. Þeir vita hvað er að gerast „þarna úti“ og ef þeir
beita sér ekki þá áttar enginn sig á því.
Í viðtali við Skólavörðuna (bls. 8) segir Carol Ann Tomlinson meðal
annars: „Kennarar eru námsmenn í hjarta sér. Þeir tala máli mennt-
unar og eru sjálfir reiðubúnir til að stunda nám og mennta sig. Ég er
ekki að segja að hver einasti kennari geti orðið á heimsmælikvarða en
hver og einn getur orðið miklu betri.“ Við kennarar höfum pálmann
í höndunum, liðsstyrk og vit til að bæta samfélagið. Ég efast ekki
um að það gerist og sé ýmis merki slíks, nú síðast í gróskumiklum
blaðaskrifum vegna tíu punkta samkomulagsins svokallaða. Þorri
kennaraskrifaðra greina um málið eru faglegar, málefnalegar og
það leynir sér ekki hvar hjartað slær. Ekki með þröngum sérhags-
munum heldur með menntun.
Kristín Elfa Guðnadóttir
4
LEIÐARIEFNISYFIRLIT
FASTIR LIÐIR
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115
Hönnun: Zetor ehf.
Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið
Forsíðumynd: Forsíðumyndin er frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Lárus Guðjónsson, Heiðdís Rán Ragnarsdóttir og Einar Árnason sem eru á
annari og sjöttu önn á trésmíðabraut.
Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir
stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959
Prentun: Svansprent
Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi).
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík