Skólavarðan - 01.03.2006, Side 5

Skólavarðan - 01.03.2006, Side 5
5 GESTASKRIF SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 áttu að ala krakkana upp í tillitssemi á blogginu. Þeir áttu að fá þá til að hreyfa sig og éta minni sykur. Þeir áttu að kenna þeim að segja nei og já í kynlífi og stelpum að forðast ótímabæra óléttu. Þeir áttu að kenna þeim bæði þjónustulund og sjálfstæði, mælskulist og tjáskipti. Fyrir nú utan þetta gamla smotterí: móðurmál og ensku, reikning og landa- fræði, leikfimi og handavinnu og svo framvegis. Í fleiri ár en nokkur telur hafa menn jafnt og þétt lengt óskalistann yfir það sem skólinn á að taka á sig og verður að sinna. Þeir eru sérlega duglegir við að bæta á þann lista sem vilja að allir éti úr sama lífstefnupoka og þeir sjálfir. Fyrir nokkrum árum var samþykkt fróðleg áskorun frá einhverjum markaðshöfðingjum um að fátt væri nú brýnna en kenna grunnskólabörnum undirstöðuatriði í verðbréfaviðskiptum - ætli það hafi ekki verið kallað verðbréfalæsi? Beint framhald af því væri sú eðlilega krafa að framhaldsskólar kenndu fjárfestingalæsi og þá ekki síst þá arðbæru mælskulist sem þarf til að kjafta upp verð á hlutabréfum og blaðra niður ótta við verðbréfahrun. Sá ég ekki um daginn einhverjar svip- aðar óskir, lærðar og ábúðarmiklar, um nauðsyn þess að grunnskólinn kenni börnum auglýsingalæsi? Mig minnir að þær hafi risið sem viðbrögð við því, að einhverjir þingmenn (vafalaust úreltir í hugsun og lítt hnattvæddir) hafi reifað hugmyndir um að takmarka eitthvað það áreiti sem auglýsendur beina að börnum. Það má ekki, það er forræðishyggja og skerðir markaðsfrelsið dýra. Þess í stað á skólinn að taka að sér að kenna börnum að sjá í gegnum auglýsingaherferðir og blekkjandi fyrirheit þeirra. Þetta er dálítið skondið: maður getur til dæmis ímyndað sér kennslustund í grunnskóla þar sem börnum er kennt að taka ekki minnsta mark á þeirri vitleysu úr bankaauglýsingum að „Nám er lífsstíll“. En eins og allir vita er Ég veit ekki hvað er réttlátt kaup kennara miðað við aðra eða hver er hæfileg lengd skólaársins, né heldur hve lengi ungt fólk þurfi að sækja sér í sarpinn til stúdentsprófs. Ég veit ekki hvort námskráin eigi að gilda sem hið mikla miðstýringarafl eða þá frelsi hvers skóla til að leysa sín dæmi upp á nýtt. Því miður. Ég er tiltölulega saklaus eldri borgari sem hafði nokkuð gaman af margskömmuðum kennslubókum Jónasar frá Hriflu í Íslandssögu þegar ég var í barnaskóla og efaðist síðar meir aldrei um að það væri hollt manni að lesa latínu upp á hvern dag í þrjú ár. Þetta segi ég til að reyna að vera hreinskilinn svo að þeir geti hætt strax hér lestrinum sem geta ekki tekið mark á svo úreltum manni. En það þykist ég þó vita, að það væri heimska að hlaupa á eftir þeim boðskap að í íslenskum skólum skuli kenna sem mest á ensku, allt frá því í leikskóla skilst mér, í fráleitri von um að Íslendingar verði tvítyngdir eins og það heitir. Það mun ekki gerast, hinsvegar mundu slíkar tilraunir fjölga hratt þeim sem eru illa mæltir og lítt læsir bæði á íslensku og ensku - og hvað væri þá orðið okkar starf? Ég segi ekki fleira og er þó fús til að heita málfarsfasisti eða þaðan af verra ef þurfa þykir. Í annan stað veit ég að það er ærin ástæða til að hafa samúð með kenn- urum sem vinna í íslenskum skólum nú um stundir. Vegna þess að á þeim standa öll spjót. Vegna þess að komið hefur verið á slóttugu og öflugu samkomulagi allskonar aðila um að allt sé þeim að kenna. Þeir eru sekir fyrirfram. Þeir eru sá geithafur sem syndum foreldra og samfélags er hlaðið á og það eru sannkallaðar drápsklyfjar. Að svo búnu eru þeir reknir út á eyðimörk þar sem varla er einn vatnssopa af skilningi á stöðu þeirra að finna. Allt sem er að börnum og unglingum landsins er þeirra sök. Það er af því að skólinn hefur ekki kennt þeim þetta eða hitt, hefur vanrækt svo margt og leyft kennurum að slá slöku við. Við þessar aðstæður eru það kennararnir sem hafa ekki kennt börnunum að bjóða góðan daginn eða þakka fyrir sig. Það eru þeir sem áttu að koma í veg fyrir einelti og kenna strákum að greiða ekki nema hæfilega þung spörk í slagsmálum. Þeir Hin mikla sök kennara Það er ærin ástæða til að hafa samúð með kennurum sem vinna í íslenskum skólum nú um stundir. Vegna þess að á þeim standa öll spjót. Vegna þess að komið hefur verið á slóttugu og öflugu samkomulagi allskonar aðila um að allt sé þeim að kenna. Þeir eru sekir fyrirfram. Þeir eru sá geithafur sem syndum foreldra og samfélags er hlaðið á og það eru sannkallaðar drápsklyfjar. Árni Bergmann

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.