Skólavarðan - 01.03.2006, Qupperneq 7

Skólavarðan - 01.03.2006, Qupperneq 7
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 Undir liðnum „Spurt & svarað” á vef KÍ er hægt að finna algengustu spurn- ingar sem berast hingað á skrifstofu KÍ og svör við þeim. Þar er einnig hægt að senda inn spurningar á netfangið spurt@ki.is. Reynt er að svara þeim svo fljótt sem kostur er og ég hvet ykkur til að nýta þetta. Nýjum spurningum er bætt inn á vefinn með reglulegu milli- bili. Spurt hefur verið hvort spurningar fari beint inn á vefinn óbreyttar, svo er ekki. Þær spurningar sem þar birtast eru ekki beint upp úr tölvupósti sem hingað berst heldur eru þetta algeng- ustu spurningarnar og hafa þær allar borist frá mörgum aðilum. FG og SÍ Hvaða lög eða reglur gilda um trúnaðarmenn? Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm menn vinna er starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann en á vinnustöð þar sem fimmtíu menn eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn. (Lög nr. 94/1986) FF Hver eru grunnviðmið um nemendafjölda í námshópum? Grunnviðmið samkvæmt reglugerð 335/1999 eru 12 nemendur í verknáms- hópum, 15 nemendur í list- og tölvufræði- hópum og 25 nemendur í almennum bóklegum greinum, eða samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis hverju sinni um nemendafjöldaviðmið í ein- stökum áföngum. Heimilt er að hafa allt að 25% fleiri nemendur en 12, 15 og 25, þ.e.a.s. 15, 18,75 og 31,25. Leita verður samþykkis kennara ef nemendur verða fleiri en þetta. Þess eru dæmi að einstakir framhaldsskólar hafi gert samkomulag um álagsgreiðslur sem eru notaðar sem viðmið í þeim tilvikum þegar kennarar fallast á að kenna námshópum sem fara upp fyrir 25% viðbótina. Kennarar geta þó hafnað slíku og gera það oft vegna faglegra sjónarmiða. FL Hvernig ber að greiða fyrir starfsmannafundi? Greiðslur fyrir starfsmannafundi eru undanþegnar útkallsreglu sem þýðir að einungis er greitt fyrir þann tíma sem fundurinn stendur. Sé starfsmannafundur haldinn á tímabilinu milli kl. 19:00 og 20:00 ber að greiða tvöfalda yfirvinnu vegna þess að þessi tími er skilgreindur sem matartími í yfirvinnu og ber að greiða sé ekki tekið hlé. Dæmi: Fundur stendur yfir frá kl. 17:30 til 19:30. Fyrir þennan fund ber að greiða tvo og hálfan tíma vegna þess að hann nær hálftíma inn í matartímahlé. Sé fundur lengri og standi frá kl. 17:30 - 20:30 ber að greiða 4 tíma (3 tímar + matartími) sé ekki gefið matarhlé, en sé gefið hálftíma matarhlé skal greiða þrjá og hálfan tíma. FT Er skólastjóra heimilt að lækka starfshlutfall tónlistarskólakennara fyrirvaralaust niður í ráðningarhlutfall ef nemendum fækkar? Tónlistarskólakennari sem ráðinn er í hlutastarf en kennir meira en því nemur fær greidda viðbót við ráðningarhlutfall þar til fullu starfi er náð. Þetta gildir fyrir gildistíma vinnuskýrslunnar. Vinnuskýrslu verður ekki breytt nema með samþykki beggja aðila eða uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara ef breyta skal henni á gildistíma. KÍ Gerist kennari sem kominn er á eftirlaun sjálfkrafa félagi í Félagi kennara á eftirlaunum? Nei, kennarar sem hafa verið félagsmenn KÍ geta sótt um að verða félagar í FKE (Félag kennara á eftirlaunum). Sá sem er félagi í FKE fær t.d. allan póst sem sendur er út á vegum félagsins og getur nýtt sér þjónustu Orlofssjóðs KÍ og einnig óskað eftir að fá Skólavörðuna senda til sín. Að lokum langar mig að minna á netfangið mitt ingibjorg@ki.is ef þið hafið einhverjar spurningar og það er líka hægt að hringja hingað á skrifstofu KÍ í síma: 595 1111. Ingibjörg Úlfarsdóttir Höfundur er launafulltrúi KÍ Ingibjörg hjá ki.is KJARAMÁL Nokkrar algengar spurningar Lj ós m yn d: k eg ?

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.