Skólavarðan - 01.03.2006, Qupperneq 10

Skólavarðan - 01.03.2006, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR AF FAGFÉLÖGUM Félag enskukennara hefur undanfarin ár staðið fyrir margskonar áhugaverðum uppákomum fyrir enskukennara á grunn- og framhaldsskólastigi, bæði innanlands og utan. Má þar nefna litlar ráðstefnur, ýmis námskeið með þekktum erlendum fyrirlesurum, heimsóknir frá bókaútgefendum, sem kynna okkur það nýjasta í bókum til enskukennslu, og svo kaffihúsafundi fyrir grunnskólakennara. Eins hefur FEKÍ styrkt kennara til að fara á ráðstefnu í Bretlandi sem haldin er ár hvert á vegum alþjóðlega ensku- kennarafélagsins IATEFL. Sjálfar höfum við mætt á flestar þessar uppákomur og haft mikið gagn og gaman af, því eins og margir vita getur eitt gott námskeið eða ráðstefna veitt kennara nýja sýn og blásið nýju lífi í kennsluna. Hugmyndir að kennsluaðferðum, leikjum, áhugaverðum bókum eða bara gott spjall við einhvern, sem er að fást við það sama og maður sjálfur, getur gefið ótrúlega mikið. Fæstir vilja festast í sama farinu og kenna eins ár eftir ár. Kannast einhver við eftirfarandi? Vinnan er ekki eins heillandi og áður var. Þú ert alltaf að gera það sama við misjafnar undirtektir og misjafnan árangur og nemendur þínir eru áhugalausir. Skólastofan líkist jafnvel óvinasvæði. Sannleikurinn er sá að hættan á að þetta gerist er nokkur og þótt vissulega geti þetta gerst er auðvelt að koma í veg fyrir það. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þátt í starfi eins og því sem FEKÍ býður upp á. Með því að mæta á skipulagða viðburði og nýta sér það sem er í boði hjá félaginu öðlumst við meiri þekkingu, færni og sjálfstraust í kennslunni. Nokkur undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir kaffihúsafundum grunnskóla- kennara sem kenna ensku. Fundir þessir hafa ávallt verið fyrsta miðvikudag í mánuði á Café Mílanó. Mæting hefur ekki alltaf verið góð en þeir sem mæta hafa farið heim endurnærðir með nýjar og ferskar hugmyndir að kennslunni. Þarna ræðum við kennslubækur og önnur gögn, kennsluaðferðir og leiki og skiptumst á þrautreyndum hugmyndum sem virka í kennslustofunni. Við leggjum áherslu á óþvingað andrúmsloft, við erum einfaldlega gestir kaffihússins saman- komnir til að ræða saman og getum komið og farið að vild. Hvort sem við erum menntaðir ensku- kennarar eða ekki er mikilvægt að fylgjast með og kynna sér nýjungar í námsefni og kennslu. FEKÍ á m.a. að vera vettvangur umræðna, skoðanaskipta og miðlunar hugmynda. Allir enskukennarar, hvort sem þeir eru menntaðir sem slíkir eða ekki og hvort sem þeir starfa eingöngu við enskukennslu eða kenna bara örfáa tíma í faginu á viku, ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félag enskukennara á Íslandi hvetur félagsmenn til að mæta á kaffihúsafundi og aðra viðburði SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 Heimasíða FEKÍ er feki.ismennt.is og þar er hægt að finna nánari upplýsingar um félagið og hvað er á döfinni hjá okkur. Björg Jónsdóttir og Þorgerður Magnúsdóttir Myndir af aðalfundi FEKÍ 7. maí 2005, Jón Ingi Hannesson í pontu og fundarmenn. Næsti aðalfundur félagsins verður haldinn þann 6. maí í Norræna húsinu. FRÁ FÉLAGI ENSKUKENNARA - FEKÍ SUMARNÁMSKEIÐ OG STYRKUR Auglýst er eftir þátttakendum í sumarnámskeiði félagsins sem haldið verður í Bemidji State University dagana 8.–18. ágúst 2006. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí en vegna tíðra fargjalda-breytinga er æskilegt að kennarar taki fljótt við sér svo að tryggja megi sem lægstan kostnað. Hafið samband við Kristen M. Swenson, kristen@fa.is eða Jón jiha@mh.is . Pilgrimsstofnunin í Canterbury hefur boðið okkur einn styrk til að sækja námskeið hjá þeim sumarið 2006. Styrkurinn greiðir námskeiðsgjöld og gistingu í Canterbury. Umsóknir skulu berast stjórninni sem fyrst, en um styrkinn geta sótt allir starfandi enskukennarar sem jafnframt eru félagsmenn í FEKÍ. Sjá www.pilgrims.co.uk fyrir nánari upplýsingar um námskeiðsval. Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d u m

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.