Skólavarðan - 01.03.2006, Qupperneq 16
16
NÁMSGÖGN
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
Höfundur bókarinnar, Þorsteinn Helga-
son dósent í sagnfræði og kennslu
samfélagsgreina við Kennaraháskóla
Íslands, höfðar til nemenda og reynslu
þeirra með efnisvali sínu. Hann fléttar
saman Íslands- og mannkynssögu, þó
er megináherslan á Íslandi, og tekst það
ljómandi vel. Hann notar þekkta atburði
á fremur hefðbundinn hátt en brýtur
formið upp með því að segja hlutina út
frá áður óþekktu sjónarhorni. Til þess
notar höfundur fólk sem er lítt þekkt í
sögunni og spjallar við nemandann um
af hverju hann hafi farið þessa leið. Þó
ég hafi ekki sjálf kennt bókina hef ég
frétt af því að sumum nemendum finnist
þetta persónulegt og séu ánægðir með
það.
Ein grjóthrúga í hafinu er ætluð mið-stigi
grunnskóla í samfélagsfræði. Bókin hæfir
ágætlega nemendum á þeim aldri og er reynt
að höfða til áhuga þeirra á margvíslegan
hátt, m.a. með því að tala beint til þeirra og
velja efni um stríð, átök, bruna, sjúkdóma,
sérstaka ævi o.fl. sem höfðar til nemenda
á þessum aldri. Nemendabókin kemur ekki
sérstaklega til móts við nemendur með
sérþarfir en með því að nota verkefnin
sem fylgja á netinu er hægt að láta
nemendur fá efni við hæfi. Einnig geta
nemendur nýtt sér hljóðbók sem hægt
er að panta á vef Námsgagnastofnunnar
www.namsgagnastofnun.is/allt-namsefni/
vorunr/2699.
Fjallað er um tímabilið frá siðaskiptum
til 1800 en stundum farið framar eða aftar
í tíma. Aðaláherslan er á Ísland og tengsl
þess við önnur lönd. Talað er meðal annars
um viðhorf útlendinga til landsins fyrr á
öldum, frið og ófrið á Íslandi og annars
staðar í Evrópu, borgarsamfélög, ríki og
veldi um víða veröld, siglingar, verslun,
farsóttir, hjátrú og hugmyndastrauma.
Bókin gefur yfirlit yfir löng tímabil
en einnig er staldrað við og einstaka
atburðir eða persónur skoðaðar. Það veitir
nemendum tækifæri til að lifa sig inn í
efni bókarinnar og velta vöngum.
Bókin er skemmtilega uppsett. Í for-
mála talar höfundur til nemenda og
segir þeim frá skipulagi bókarinnar.
Þar fyrir aftan koma tíu leskaflar sem er
skipt niður í undirkafla og er hægt að
sjá þá skiptingu fremst í bókinni ásamt
nákvæmu blaðsíðutali. Bókinni fylgir
tímaás, atriðaorðaskrá og myndaskrá.
Bókin sjálf er án verkefna ef undan er
skilið verkefni við málverk á blaðsíðu 6. Á
nokkrum stöðum í bókinni spyr höfundur
spurninga sem hann síðan svarar. Þar væri
tilvalið fyrir kennarann að stoppa með
nemendum og láta þá reyna að svara þeim
áður en lengra er haldið.
Töluvert er um myndir í bókinni,
aðallega gömul málverk, teikningar úr
gömlum bókum og handritum ásamt ljós-
myndum. Þær eru alltaf í beinum tengslum
við það sem um er rætt hverju sinni og
við þær er texti sem dýpkar merkingu
myndanna. Myndatextinn er yfirleitt
hæfilega langur og passar ágætlega við
efnið í flestum tilvikum. Dýramyndir sem
er víða að finna í bókinni koma efninu hins
vegar ekki beinlínis við. Þær eru teiknaðar
af Jóni Bjarnasyni bónda í Þórormstungu
í Húnavatnssýslu um miðja 19. öld. Mér
fannst þessar myndir óþarfar en það
er kannski bara vegna þess að ég er því
vön að myndefni í kennslubókum þjóni
tilgangi og veit ekki hvernig ég á að taka
myndum sem eru bara til skrauts.
Heildaruppsetning bókarinnar er
nokkuð góð. Hún er í aflöngu broti og full
af litmyndum. Letrið er læsilegt en dálítið
smátt. Ástæða er til að ætla að nemendur
með lestrarörðugleika ættu í erfiðleikum
með að lesa bókina en með hljóðbókinni
leysist kannski það vandamál. Mér fannst
bókin skemmtilega skrifuð og á léttu og
lipru máli sem ætti, ásamt efnistökum, að
stuðla að því að vekja og viðhalda áhuga
nemenda.
Námsgagnastofnun hefur gefið út á
vef sínum kennsluleiðbeiningar upp á 126
síður sem Þorsteinn hefur einnig samið. Þar
er að finna tillögur um kennsluaðferðir,
ítarefni, spurningar og verkefni auk
lausna. Leiðbeiningarnar skiptast í kafla
með sömu heitum og bókin en auk þess
er hægt að fá verkefnin og lausnirnar
í word formi svo kennarar geti klippt
saman efni og búið til verkefnabækur.
Mörg verkefnin bjóða upp á hópavinnu,
fjölbreytta kennsluhætti eða þemavinnu.
Sennilega er of mikið að láta nemendur
leysa öll verkefnin en mér finnst jákvætt
að hafa fjölbreytt efni sem kennarinn
getur valið úr. Það er mjög jákvætt og
mikill tímasparnaður fyrir kennara að
hafa aðgang að lausnum. Helsti gallinn
við kennsluleiðbeiningarnar finnst mér
vera sá að þegar ég smellti á kaflana
opnuðust þeir í öðrum ramma. Það tók
dálítið langan tíma þrátt fyrir að ég væri
með ADSL tengingu. Ég held að kennarar
með lélega tengingu heima gætu því lent
í erfiðleikum og kannski ekki nennt að
skoða efnið og nýta það.
Að lokum vil ég segja að mér finnst
Ein grjóthrúga í hafinu áhugaverð og
spennandi bók sem ég hlakka til að kenna
7. bekk eftir áramót.
Kristín G. Snæland
Höfundur er grunnskólakennari og hefur
kennt samfélagsfræði í áratug
Höfundur: Þorsteinn Helgason.
Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir.
Ein grjóthrúga í hafinu.
Kennslubók í sögu.
Námsgagnastofnun
Reykjavík 2004
Kennsluleiðbeiningar á vef fylgja
efninu www.namsgagnastofnun.
is/allt-namsefni/vorunr/2659)
Ein grjóthrúga í hafinu
Ritdómur Kristínar G. Snæland er birtur
hér í nokkuð styttri útgáfu. Hann er
að finna í fullri lengd, ásamt með fleiri
ritdómum og fregnum á vef Netlu
netla.khi.is undir liðnum „Ritfregnir“.
Kristín G. Snæland