Skólavarðan - 01.03.2006, Síða 18
18
TÍU PUNKTA SAMKOMULAGIÐ
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
Samkomulag Kennarasambands Ís-
lands og menntamálaráðuneytis um
tíu skref til sóknar í skólastarfi var
undirritað á blaðamannafundi þann 2.
febrúar sl. Menntamálaráðherra bauð
menn velkomna með þessum orðum:
„Við erum hingað komin til að kynna
samstarf og samvinnu ráðuneytis
menntamála og Kennarasambandsins
varðandi skólastarf og skólaumbætur í
þágu alls menntakerfi sins. Þetta hefur
átt sér nokkurn aðdraganda, við erum
búin að vinna að þessu í nokkrar vikur
og við höfum átt nokkuð marga fundi,
sérstaklega með tilliti til þess sem við
köllum styttingu náms til stúdentsprófs.
Það skiptir miklu máli að þau markmið
verði sett í sátt og samstarfi , - hvað mig
varðar í samstarfi við fagaðila sem eru
að sjálfsögðu kennararnir.“ Ráðherra
lýsti yfi r ánægju sinni með samstarfi ð
við kennaraforystuna í undirbúningi
samkomulagsins og formaður KÍ tók í
sama streng. „Það er rétt að við höfum
skoðað þetta mál lengi,“ sagði Eiríkur
Jónsson á fundinum, „og umræðan hefur
oftast verið undir þeim formerkjum að
tala um styttingu og skerðingu. Það er
ljóst að Kennarasambandið er á móti
skerðingu náms. Jafnframt er ljóst að
við tókum ákvörðun um að ganga inn
í þetta samstarf til þess að hafa áhrif
á framtíð skólakerfi sins. Við vitum að
valdið í lýðræðisþjóðfélagi liggur hjá
Alþingi. Við vitum líka að sá aðili sem
er líklegastur til að hafa áhrif á með
hvaða hætti mál eru lögð fyrir þing er
ráðherra viðkomandi málafl okks. Við
væntum þess að vinnan framundan
byggist á sama trúnaði og ríkt hefur
hingað til og vonum að þetta sé upp-
hafi ð að nýju og betra samstarfi okkar
og ráðuneytisins.“
Þingmenn úr öllum fl okkum fögnuðu
samkomulaginu en í hópi kennara voru
margir efi ns og aðrir reiðir. Fjölmiðlar
sýndu málinu talsverða athygli og ásamt
með aðsendum greinum og leiðara-
skrifum í dagblöðum og ályktunum frá
kennarafundum var tekinn fjöldi viðtala
við hlutaðeigandi aðila þar sem sitt sýndist
hverjum.
Á þessum síðum er að fi nna útdrætti
úr ályktunum, stutt viðtöl og fl eira þar
sem fjallað er um samkomulagið af hálfu
Kennarasambandsins, einstakra félags-
manna þess og stjórna aðildarfélaga. Hvað
sem fólki fi nnst er mikilvægt að fá að
heyra sem fl estar raddir og gefa gaum að
sem fl estum sjónarhornum. Áfram verður
fjallað um þessi mikilvægu mál á síðum
Skólavörðunnar í næstu tölublöðum og
héreftir sem hingað til á vef KÍ, www.ki.is
keg
AF VERKEFNISSTJÓRN
Byrjað með hreint blað
Um mánaðamótin febrúar-mars tók til
starfa verkefnisstjórn um framkvæmd tíu
punkta samkomulags Kennarasambands
Íslands og menntamálaráðherra um
heildarendurskoðun á námi og breytta
námskipan skólastiganna. Fulltrúar
Kennarasambandsins í verkefnisstjórninni
eru Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður
KÍ, og Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara. Fulltrúar mennta-
málaráðuneytis eru Karl Kristjánsson og
Sigurjón Mýrdal. Þegar þetta er skrifað
hefur nefndin fundað tvisvar sinnum og
Skólavarðan náði rétt í skottið á önnum
köfnum Elnu og Ólafi skömmu eftir seinni
fundinn.
„Það sem ég upplifði jákvætt á fyrsta
fundinum,“ segir Elna, „er að menn
settust niður og sögðu: Við skulum
byrja með hreint blað, skoða málin með
opnum huga.“ Ólafur tók undir þetta og
sagði menn hafa rætt vítt og breitt eins
og við væri að búast í upphafi samstarfs
af þessum toga. „Þess gætir auðvitað,“
sagði Elna, „að ráðuneytismenn hafa
lengi unnið á grundvelli bláu skýrslunnar
svokölluðu og áforma þar um að stytta
og skerða. Af okkar hálfu ber umræðan
vott um að KÍ hefur jafnlengi staðið í
baráttu gegn þeim áformum. Þetta snýst
því um að fi nna samræðugrundvöll. Við
höfum lagt mjög staðfastlega til að lagt
verði til hliðar það sem gert hefur verið
og byggist á ákvörðunum um að stytta
og skerða - svo sem bláa skýrslan frá
2004 og námskrárdrögin sem unnin voru
á grundvelli hennar - og að reynt verði
að sameinast um einhvers konar sýn á
heildarendurskoðun á menntakerfi nu.
Hvaða úrbótamál við getum orðið sammála
um – líka yfi r mörk skólastiga. Allt frá
árinu 2003 hafa Kennarasambandið og
menntamálaráðuneytið unnið hvort um sig
að mjög ólíkri stefnumörkun um umbætur
í menntakerfi nu. Það ár kom skýrt fram
Tíu punkta samkomulagið