Skólavarðan - 01.03.2006, Side 19

Skólavarðan - 01.03.2006, Side 19
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 19 hvert ráðherra stefndi - að styttingu náms til stúdentsprófs - og með hvaða hætti. Í stefnu KÍ kom hins vegar hvergi fram að það væri forgangsmál að stytta námstíma. Stefnumörkun beggja aðila nær saman í ýmsum öðrum málum, eins og að bæta nýtingu á tíma og námsárangur og draga úr brottfalli, en í grundvallar- atriðum stangast sjónarmið á og við þessar kringumstæður sest verkefnastjórn niður. Ráðuneytinu til hróss má nefna að farin eru í gang mjög mikilvæg úrbóta- mál sem var búið að ákveða áður en tíu punkta samkomulagið var gert. Til dæmis endurskoðun á starfsmenntun og tillögugerð um framtíðarskipan kennara- menntunar. Menn voru farnir að hugsa sér til hreyfings á fleiri sviðum áður en til samkomulagsins kom, svo sem í málum sem tengjast almennri námsbraut og námsráðgjöf. Þetta samkomulag er ekki bara einhver jólapakkapoki. Við megum ekki ætla yfirvöldum menntamála það að hafa ekki verið byrjuð á neinum úrbótum fyrir samkomulagið. Það er enginn „vondi og góði karlinn“ í þessum málum.” „Við erum kannski enn í beinagrind- inni,“ segir Ólafur, „og ekki alveg komin í ketið ennþá. En það sem við erum að reyna að gera er að byggja brýr. Það eru svo mörg tækifæri í samkomulaginu og já - risamál, að við kennarar og ráðuneytismenn jafnt værum hálfgerðir apakettir ef við nýttum þau ekki.“ keg AF ÁLYKTUNUM Ályktanirnar endurspegla áhyggjur framhaldsskólakennara Kennarafélög í nær þriðjungi framhaldsskóla landsins sendu frá sér sérstakar ályktanir í tilefni af sam- komulagi Kennarasambandsins og menntamálaráðherra. Í þessum álykt- unum komu fram miklar efasemdir um samkomulagið og í flestum tilvikum var því harðlega mótmælt. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambandsins sagði í viðtali við heimasíðu KÍ þann 27. febrúar að hún liti svo á að ágreiningur sá sem ylli gagnrýni á forystu kennara þessa dagana snerist fyrst og fremst um leiðir og aðferðir en ekki um það að forystan og félagsmennirnir stæðu ekki saman um markaða stefnu bæði Félags framhaldsskólakennara og Kennarasambands Íslands. „Kennarar og forystumenn þeirra þurfa að þjappa sér saman um að vinna heilshugar að þeim málum sem samkomulagið við menntamálaráðherra tekur til. Ég vil ekki að óreyndu ætla að menntamálaráðherra sé ekki alvara með efnisatriðum sam- komulagsins, m.a. um að ganga til viðræðna um verkefni sem stefna að sveigjanlegra skólakerfi á grundvelli heildarendurskoðunar á námi og breyttrar námsskipunar skólastiganna eins og segir orðrétt í samkomulaginu,“ sagði Elna Katrín í áðurnefndu viðtali. Hægt er að nálgast allar ályktanir kennarafélaga um samkomulagið á heimasíðu KÍ www.ki.is Fróðlegt er að bera saman „tóninn“ í ályktunum kennarafélaganna um sam- komulag KÍ og menntamálaráðherra eins og eftirfarandi tilvitnanir sýna: Úr ályktun kennara við Verkmennta- skólann á Akureyri: „Kennarar VMA taka samkomulagi menntamálaráðherra og Kennarasambands Íslands frá 1. febrúar sl. með fyrirvara, enda vandséð að þau tíu atriði sem þar eru talin upp tryggi að fyrirhuguð breyting verði annað en hrein skerðing náms.“ Úr ályktun kennara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra: „Í þeim 10 atriðum sem þar eru tíunduð er margt afar óljóst og auk þess ekkert sagt um leiðir til að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Ekkert kemur fram um þau áhrif sem fyrirhugaðar breytingar koma til með að hafa á störf framhaldsskólakennara.“ Úr ályktun kennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands: „Stjórn Kennarafélags Fjöl- brautaskóla Suðurlands telur það spor í rétta átt að kominn er á umræðugrundvöllur milli menntamálaráðherra og Kennara- sambands Íslands. Hins vegar sé það galli við samkomulagið að margt er þar mjög óljóst, ekki síst 3. greinin sem tekur til fyrirhugaðra breytinga í framhaldsskólum.“ Úr ályktun kennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja: „Kennarafélagið hefur áhyggjur af því hve óljós drögin sem koma fram í samþykkt menntamálaráðherra og KÍ eru og mótmælir þeirri túlkun ráðherra á samþykktinni að hún sé í raun samkomulag við kennarasamtökin um styttingu náms á framhaldsskólastigi.“ Úr ályktun kennara við Menntaskólann á Egilsstöðum: „Samkomulagið gengur þvert á yfirlýsingar flestra kennara varðandi áform um styttingu náms til stúdentsprófs. Þessi vinnubrögð koma kennurum algjörlega í opna skjöldu.“ Úr ályktun kennara við Menntaskólann í Reykjavík: “Það er mat fundarins að samkomulagið sé fullkomlega marklaust enda hefur ráðherra lýst sig jafnákveðinn og áður í að skerða nám til stúdentsprófs. Baráttunni gegn skerðingunni verður því haldið áfram til að tryggja íslenskum ungmennum þá menntun sem nauðsynleg er í nútímaþjóðfélagi.“ Úr ályktun kennara við Borgarholtsskóla: „Kennarar eru nú sem fyrr reiðubúnir að taka þátt í betrumbótum á menntakerfinu. Í því sambandi er eðlilegt að hugað sé að möguleikum hvers skólastigs. Hvað framhaldsskólann varðar þarf í því sam- bandi bæði að líta til grunnskólastigs og háskólastigs. Erfitt er að sjá kosti þess að færa byrjunaráfanga framhaldsskólans niður í grunnskóla þegar menntun og reynsla til að kenna þetta námsefni er nú þegar til staðar í framhaldsskólanum.“ Úr ályktun kennara við Verzlunarskóla Íslands: „Sama dag lýsti ráðherra því yfir á Alþingi að ekki stæði til að breyta áætlunum ráðuneytisins heldur væri ein- ungis um að ræða frestun um eitt ár. Því er ljóst að ráðherra ætlar enn sem fyrr að stytta nám í framhaldsskólum um eitt ár og hyggst leggja fram frumvarp þar að lútandi fyrir vorið.“ TÍU PUNKTA SAMKOMULAGIÐ Óttar Einarsson kennari við Menntaskólann á Laugarvatni: „Ég hef talað við krakkana mína um þetta mál og þau segja mér að þau vilji vera í fjögur ár í menntaskóla. Þau sjá enga ástæðu til styttingar vegna þess að ef þau vilja fara hraðar þá er sá möguleiki nú þegar fyrir hendi.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.