Skólavarðan - 01.03.2006, Page 29

Skólavarðan - 01.03.2006, Page 29
29 Ég er andvíg hugmyndum um skerð- ingu náms til stúdentsprófs. Hún mun bitna á kennslu erlendra tungumála nema ensku, en hingað til hefur það verið rós í hnappagat íslenskra stúdenta hversu vel þeir eru að sér í erlendum tungumálum. Enginn þarf að fara í grafgötur um að tungumál opna dyr, efla menningarlæsi, auka víðsýni og umburðarlyndi. Skerðingin mun bitna á kennslu í stærðfræði og raungreinum sem í raun þyrfti að leggja miklu meiri áherslu á og rækt við. Nemendur hafa þegar möguleika til að ljúka stúdentsprófi á þrem árum, jafnvel tveim. Ég hef ekki séð að atvinnu- lífið bíði óþreyjufullt með útbreiddan faðminn til að taka við nýútskrifuðu langskólafólki. Þvert á móti er þróunin sú í flestum Evrópuríkjum að nemendur sitja lengur á skólabekk en áður vegna þess að þeir fá enga vinnu við hæfi. Árin í framhaldsskólanum eru mikið þroskaskeið á öllum sviðum og í raun síðasta „áhyggjulausa” æviskeiðið. Er einhver ástæða til að flýta sér? Ef við viljum bera okkur saman við önnur lönd þá verðum við að taka mið af skólakerfinu í heild, frá leikskóla til stúdentsprófs. Við verðum að bera saman fjölda kennslustunda, námskrár, áfangalýsingar, markmiðslýsingar, prófa- fyrirkomulag, kröfur sem gerðar eru til nemenda um árangur, námsstyrki og aðbúnað svo að eitthvað sé nefnt. Það er ómarktækt að bera eingöngu saman útskriftaraldur á stúdentsprófi. Vandi framhaldsskólans felst ekki í því hvort nemendur útskrifast stúdentar árinu fyrr eða síðar. Árlega hefja rúm 90% árgangs nám í framhaldsskóla. Nokkuð stór hluti þessa hóps glímir við námsörðugleika, einkum vegna lesblindu, rithömlunar, ofvirkni og athyglibrests. Þrátt fyrir að grunnskólinn hafi lagt á sig ómælda vinnu til að koma til móts við þarfir þessara nemenda þá hafa þeir oft velkst um í kerfinu og flotið milli ára án þess að hafa nokkurn tíma náð tökum á lestri. Námsárangurinn er því slæmur, nemendur eiga oft við mikil hegðunarvandamál að stríða og verða fljótlega skólataparar með neikvæð viðhorf gagnvart skólanum. Framhaldsskólinn er almennt illa í stakk búinn að taka á móti þessum hópi skóla- tapara með lágt sjálfsmat og veita þeim þá aðstoð sem þeir í raun þyrftu. Við suma framhaldsskóla starfa fornámsdeildir þar sem vinnur sérmenntað fagfólk og þar sem vel er staðið að málum. Nemendur með námsörðugleika eru þar í öruggri höfn. Þegar þeir fara svo í almenna áfanga þar sem gerðar eru sömu kröfur til þeirra og annarra um lágmarksárangur og þar sem fagkennari hefur enga sérmenntun til að takast á við sérhæfða námsörðugleika siglir námið oftar en ekki í strand. Skilaboðin sem nemendur halda áfram að fá frá skólanum eru þau SMIÐSHÖGGIÐ SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006 Vandi framhaldsskólans Jórunn Tómasdóttir að þeir séu ekki nógu góðir. Fall þeirra í áfanganum segir þeim að þeir standi sig ekki nógu vel. Eftir að hafa velkst um í sömu áföngunum í nokkrar annir flosna þessir nemendur upp fullvissir um að þeir séu óalandi og óferjandi í skólakerfinu. Það eru þessir skólataparar sem fylla flokk brottfallsnemenda í framhaldsskólanum, ekki nemendur sem leiðist að geta ekki tekið námið á þrem árum í stað fjögurra. Ef kjörorðið “framhaldsskóli fyrir alla” á að verða marktækt verður að gera rót- tækar breytingar á framhaldsskólanum. Nær væri að einhenda sér í það verkefni en að velta fyrir sér námsskerðingu. Það þyrfti að skapa námsumhverfi sem hentar öllum nemendum og ráða sérmenntað fagfólk til að takast á við hin fjölbreyttu vandamál sprottin af sértækum náms- örðugleikum. Hinn almenni fagkennari hefur ekki menntun til að takast á við kennslu nemenda með slík vandamál og brennur því yfir á skömmum tíma. Kulnun í starfi hlýtur að teljast alvar- legt mannauðsvandamál og kostar ríkið mikla fjármuni. Það þyrfti að sérhanna styttri námsbrautir þar sem nemendur gætu lokið einhvers konar starfsnámi sem greiðir þeim leið út í atvinnulífið og opnar jafnframt gáttir til frekara náms ef verða vill síðar meir. Það þyrfti að aðlaga námsefni í kjarnagreinum að þörfum og getu þessara nemenda. Eins og aðstæður eru nú fer mikill mannauður og tími til spillis í framhaldsskólunum, jafnt hjá

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.