Skólavarðan - 01.03.2006, Page 30
30
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 6. ÁRG. 2006
Séreignarsparnaður hefur verið kynnt-
ur sem eitt hagstæðasta sparnaðarform
sem völ er á. Séreignarsparnaður
eykur sveigjanleika við starfslok og
bætir fjárhagslega stöðu á efri árum.
Launþegar eru hvattir til að spara auka-
lega allt að 4% af heildarlaunum sínum
og fá greitt kjarasamningsbundið mót-
framlag frá launagreiðanda. Þar að
auki eru hagstæð áhrif skattfrestunar
á sparnaðinn. Þetta eru tvímælalaust
kostir sem eru til hagsbóta fyrir alla.
En skerðir séreignarsparnaður greiðslur
frá Tryggingastofnun? Er hagkvæmt fyrir
þá sem fá greiðslur frá TR að leggja fyrir í
séreignarsparnað? Það er einfalt að svara
því, séreignarlífeyrir fylgir sömu reglum
og aðrar lífeyrisgreiðslur og skerðir
ekki grunnlífeyri frá Tryggingastofnun.
Greiðslur séreignarlífeyris, eins og
aðrar lífeyrisgreiðslur, geta hinsvegar
skert tekjutengdar lífeyrisgreiðslur frá
Tryggingastofnun. Ef meta skal hagkvæmi
séreignarsparnaðar fyrir þá launþega
sem eru að nálgast starfslok þá þarf að
huga að nokkrum þáttum. Við 60 ára
aldur öðlast séreignarsjóðfélagar rétt til
útborgunar séreignarlífeyris. Sá réttur
er ekki háður starfslokum og getur
sjóðfélagi fengið greiddan séreignarlífeyri
samhliða iðgjaldagreiðslum inn á séreign
sína. Við 67 ára aldur er allur séreignar-
sparnaðurinn laus til útborgunar. Þeir sem
eiga von á tekjutengdum lífeyrisgreiðslum
frá Tryggingastofnun er sérstaklega
bent á að kynna sér vel sveigjanlegar
útborgunarreglur séreignarlífeyris. LSR
býður sjóðfélögum aðstoð og ráðgjöf
við ákvörðun um hvernig best er að haga
útborguninni. Séreignarsparnaður er því í
öllum tilvikum hagstæður sparnaðarkostur
fyrir launþega.
Ráðgjafar LSR veita sjóðfélögum nánari
upplýsingar um útborgunarreglur sér-
eignarsparnaðar og ráðgjöf um hvernig
best er að haga útborgun séreignarlífeyris.
Sjóðfélögum er velkomið að hafa samband
í síma 510-6100, senda netfyrirspurn á
netfangið sereign@lsr.is eða með því að
koma í heimsókn á skrifstofu sjóðsins að
Bankastræti 7.
Ágústa H. Gísladóttir
Höfundur er deildarstjóri Séreignar LSR
Skerðir séreignarsparnaður
greiðslur frá Tryggingastofnun?
SMIÐSHÖGGIÐ
nemendum sem kennurum.
Það er ekki bara við framhaldsskólann
að sakast í þessum efnum. Skoða þarf allt
skólakerfið sem samfellu, sem heildstætt
ferli. Skólakerfið þarf að vera í stöðugri
endurskoðun, stöðugri sjálfsskoðun og
við eigum að leggja metnað okkar í að
byggja upp besta námsumhverfi sem völ
er á hverju sinni bæði fyrir nemendur og
kennara. Náin samvinna milli grunn- og
framhaldsskólans er nauðsynleg forsenda
til að slíkt markmið náist. Það er jákvætt
að hafa betra flæði milli skólastiga og
var fyrir löngu orðið tímabært. Margir
nemendur eru færir um að hefja nám
í framhaldsskóla eftir 9. bekk, aðrir
þurfa lengri tíma í grunnskólanum. Mín
skoðun er sú að koma ætti á áfangakerfi
í síðustu þrem bekkjum grunnskólans
sem byggðust á sömu forsendum og kerfi
framhaldsskólans. Nemendum er ekki
gerður nokkur greiði með því að færast
sjálfkrafa milli bekkja í grunnskólanum án
þess að hafa náð settum námsmarkmiðum.
Skellinn fá þeir í framhaldsskólanum.
Í stað þess að stefna að skerðingu náms
nemenda í framhaldsskólum ætti fremur
að vinna að því að búa til framhalds-
skóla fyrir alla og það í nánu samstarfi
við grunnskólann. Það er nauðsynlegt að
koma til móts við nemendur með sértæka
námsörðugleika þannig að þeir geti haldið
sjálfsvirðingu sinni í skólanum og útskrifast
sem fullgildir verkmenn út í atvinnulífið.
Ekki er síður nauðsynlegt að standa við
bakið á sterkum nemendum, örva þá og
styrkja í hvívetna til enn frekari dáða í
náminu. Gleymum því ekki að menntunin
gerir okkur mennsk.
Jórunn Tómasdóttir
Höfundur er framhaldsskólakennari
Menntamálaráðuneytið hélt hinn
20. febrúar sl. lokað málþing um
stöðu leikskólans í samfélaginu en að
undanförnu hefur mikil umræða farið
fram um málefni leikskóla, starfs-
mannavanda og kjör starfsfólks á
leikskólum. Málþingið var haldið með
ýmsum hagsmunaaðilum og fulltrúum
allra stjórnmálaflokka.
Samráðsnefnd leikskóla var beðin um
af ráðherra að undirbúa málþing með
hagsmunaaðilum sem koma að leikskóla-
málum í þeim tilgangi að fjalla um stöðu
leikskólans í samfélaginu og koma með
tillögur um eflingu þessa skólastigs. Í
nefndinni sitja fulltrúar frá ráðuneytinu,
Félagi leikskólakennara, Sambandi ísl-
enskra sveitarfélaga og Eflingu stéttar-
félagi.
Málþingið hófst á ávarpi menntamála-
ráðherra. Í máli sínu setti hún fram ýmsar
leiðir sem ráðuneytið telur vænlegar og
nauðsynlegar til að veita leikskólanum,
nemendum hans, leikskólakennurum, öðru
starfsfólki leikskóla og foreldrum, betra
starfsumhverfi. Hún nefndi einnig mikil-
vægi samkomulags menntamálaráðu-
neytis og Kennarasambands Íslands um
skólastarf og skólaumbætur - 10 skref
til sóknar sem undirritað var nýlega
og tengist sérstaklega áformum um
breytta námsskipan. Að loknu ávarpi
ráðherra gafst þingfulltrúum frá u.þ.b.
20 hagsmunaaðilum og öllum stjórn-
málaflokkum tækifæri til að koma á
framfæri sjónarmiðum sínum um stöðu
leikskólans og hvar umbóta væri þörf í
starfsemi hans. Menntamálaráðuneyti
mun taka saman greinargerð um þingið
og samantekt með helstu tillögum um
aðgerðir. Hún verður kynnt fyrir stjórn-
völdum og hagsmunaaðilum og gerð
aðgengileg á vef ráðuneytisins.
Heimild: Vefrit menntamálaráðuneytisins
Vel heppnað málþing um stöðu leikskólans