Skólavarðan - 01.09.2006, Side 11

Skólavarðan - 01.09.2006, Side 11
Að lokum skoðuðum við náttúrufræði. Þar er hlutur lokaprófa 50-80% og greinanlegur dálítill munur á milli skóla. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru lokaprófin 50 og 65%, í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eru þau 60 og 70% og í Menntaskólanum á Akureyri 75 og 80%. Annars konar námsmat sem tilgreint var í námsáætlununum er t.d. verklegar æfingar og próf, skyndipróf, tímaverkefni og ritgerðir. Í líffræði 103 í Menntaskólanum á Akureyri var nefnd 5% krufningarskýrsla og 5% bekkjarverkefni sem var ekki skýrt nánar. SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Samkvæmt þeim námsáætlunum sem við skoðuðum virðist vera nokkur munur á milli námsgreina, bæði innan sama skóla og milli skóla, og virðist munurinn helst vera milli raungreina og annarra greina. Í íslensku í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru lokaprófin 40-50% af námsmatinu, í ensku eru lokaprófin yfirleitt 50% en þegar kemur að stærðfræði og raungreinum er hlutur lokaprófanna orðinn allt að 70%. Í öllum kjarnaáföngum sem við skoðuðum er haldið lokapróf sem gildir 25-90% af lokaeinkunn en þegar kemur að valáföngum þá virðist námsmatið vera mun fjölbreyttara og mun algengara að prófum sé einfaldlega sleppt. Fjölbreyttara námsmat í valáföngum Hér ætlum við aðeins að tilgreina eitt dæmi um mat í valáfanga og tökum áfanga í íslensku í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem við höfum báðar kennt. Sá áfangi hefur heitið “Leikhús og leikbókmenntir” og er próflaus. Til að standast áfangann er nemendum skylt að vinna öll verkefni sem tíunduð eru á námsáætlun og þau verkefni eru: • sjá sex leiksýningar og taka þátt í umræðum um þær. • stjórna umræðum um leiksýningu einu sinni (í samvinnu við fleiri). • kynna ítarlega eitt íslenskt núlifandi leikskáld (hópverkefni). • skrifa eina leiklistargagnrýni (um leiksýningu sem hópurinn fer að sjá). • halda dagbók yfir þær heimsóknir sem við förum í og fáum. Svo virðist sem kennarar séu óhræddari við að meta eingöngu virkni nemenda og vinnuframlag á önninni og sleppa hefðbundnum prófum þegar um val- eða kjörsviðsáfanga er að ræða. Hvers vegna skyldi það vera? Svarið felst kannski í því að kennarar hugsi sem svo að nemendur verði ekki krafðir einhvers staðar annars staðar um það sem þeir lærðu í valáfanga. Kjarnaáfangar byggjast hver á öðrum og nemendur verða að hafa undirstöðu úr fyrri áfanga með sér í þann næsta því það sem kennt er í 203 áfanga byggist á því sem kennt er í 103 o.s.frv. Svo má líka nefna að í stórum skólum kenna yfirleitt fleiri en einn kennari hvern kjarnaáfanga en algengt er að aðeins einn kennari sjái um tiltekinn valáfanga og hefur því frjálsari hendur varðandi námsmat og þarf ekki að hafa áhyggjur af samræmi. Að síðustu mætti nefna að oft eru færri nemendur í valáfanga en í kjarnaáfanga og kennarinn getur því fyrr áttað sig á þeim og kynnst hverjum og einum og treystir sér því kannski frekar til að meta nemendur án prófa. Ein tala í annarlok Einsleitni okkar framhaldsskólakennara í námsmati virðist vera talsverð. Eins og fram kom hér að framan reiða langflestir sig á lokapróf til að byggja endanlega einkunn nemenda á, því víða eru lokaprófin stærsti einstaki matsþátturinn. Ein tala í einkunn er því það sem nemendur fá í hendurnar í lok annar og fátt bendir til að henni fylgi einhver umsögn. Ef svo er segir þessi eina tala nemandanum í raun afar lítið um stöðu hans í greininni og gefur honum litlar vísbendingar um hvernig hann eða hún geti bætt sig. Þá gegnir námsmat ekki því mikilvæga hlutverki að vera leiðbeinandi. Hvers vegna ríghöldum við svona í skrifleg lokapróf? Hvers vegna er námsmatið ekki fjölbreyttara en raun ber vitni? Vissulega væri kærkomið að geta skellt skuldinni á einhvern eða eitthvað utanaðkomandi eins og t.d. kröfur námskrár en sú er nú ekki raunin. Námskrár hinna ýmsu greina bjóða upp á mjög fjölbreytt námsmat - þar er í raun að finna tilmæli og hugmyndir um mjög fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Ekki við námskrár að sakast Við skoðuðum kafla í námskrám um námsmat í þremur greinum og hér á eftir koma nokkur dæmi um námsmat samkvæmt námskrá, aðallega er um að ræða dæmi um ýmislegt sem er ólíkt í námskrá því sem okkur virðist stundað í námsmati í skólunum. Í kaflanum um námsmat í íslensku segir meðal annars að byggt skuli á vinnu nemenda alla önnina, þ.e.a.s. á símati auk lokaprófs “þar sem við á”. Einnig segir að æskilegt sé að nemendur stundi reglubundið sjálfsmat en við fundum eins og áður hefur komið fram aðeins eitt dæmi um slíkt í þeim námsáætlunum sem við skoðuðum og það var í ensku. Í námskránni er lögð mikil áhersla á leiðsagnarmat eða eins og þar segir: „Námsmat þarf að vera eins leiðbeinandi, hvetjandi og upplýsandi og kostur er fyrir nemendur. Ábendingar til nemanda þurfa að fylgja niðurstöðum námsmats svo að hann eigi þess kost að bæta stöðu sína í einstökum þáttum.“ (Aðalnámskrá framhaldsskóla – Íslenska. 1999. Bls. 17) Í námsmati í tungumálum er lögð áhersla á fjölbreytni þannig að ekki sé alltaf verið að prófa nemendur í sömu færniþáttum og með sama hætti. (Aðalnámskrá framhaldsskóla – Enska. 1999. Bls. 21-22) Í grein sinni „Er námsmat í tungumálum í takt við tímann?“ (2005) veltir Auður Torfadóttir því fyrir sér hvort námsmat hafi ekki fylgt með í þeirri þróun sem orðið hefur í kennsluháttum í tungumálum. Umfjöllun hennar tekur til grunnskólans en velta má fyrir sér hvort svipað eigi við um framhaldsskólann? Í kaflanum um námsmat í stærðfræði er einnig lögð áhersla á leiðsagnarmat en þar segir m.a.: „Tilgangur matsins er að fylgjast með hversu vel nemandanum hefur tekist Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn á Akureyri Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Líf103 65% lokapróf 75% lokapróf 60% lokapróf Nát103 50% lokapróf 80% lokapróf 70% lokapróf Hvers vegna ríghöldum við svona í skrifleg lokapróf? Hvers vegna er námsmatið ekki fjölbreyttara en raun ber vitni? Tafla 4 11 NÁMSMAT

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.