Skólavarðan - 01.06.2008, Page 11

Skólavarðan - 01.06.2008, Page 11
KYNNISFERÐ TIL SvíþjóÐAR 11 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 allra námsgreina nema smíða, tónmenntar og sums staðar íþrótta. Hvert teymi sér um að skipuleggja stundaskrá sem gildir í að minnsta kosti tvær vikur í senn. Einn úr teyminu er umsjónarkennari nemenda. Ekki er talað um bekkjardeildir heldur lítur allur hópurinn á sig sem einn bekk og eina heild. Í kjölfar þessara breytinga var hætt að ganga út frá viðmiðunarstundaskrá og þess í stað miðað við heildarstundafjölda nemenda frá 1.-9. bekk (sambærilegt við 2.-10. bekk hérlendis). Við upplifðum að þetta fyrirkomulag skapaði rólegheit og samfellu í kennslu og skóladegi nemenda. Ekki var hringt á milli tíma eða í frímínútur. Frímínútur voru teknar þegar hentaði og var einn kennaranna ávallt með bekknum í frímínútum, matartímum og stundum í sérgreinatímum; íþróttum, tónmennt eða smíðum. Ekki var neitt tiltekið hlutfall kennara á nemendahóp heldur var það ákvörðun skólastjóra hversu vel hver árgangur var mannaður. Þemanám Í nokkrum af skólunum var kennslan skipu- lögð í um það bil fjögurra til sex vikna þemum. Sums staðar gátu nemendur eða fulltrúar þeirra í bekkjarráðum haft áhrif á hvaða þemu voru valin og útfærslu þeirra að einhverju leyti. Þemu voru af ýmsum toga, allt frá sænska réttarfarinu til grískra stærðfræðinga, og útfærslan var Markmið nemenda eru mjög sýnileg, svo sem á skólaborðum, uppi á veggjum og í leiðarbókum sem þeir halda. Nemendur eru einnig sjálfir mjög meðvitaðir um markmið sín og ígrunda vikulega í leiðarbók hvernig þeim hafi gengið að nálgast þau.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.