Skólavarðan - 01.06.2008, Síða 12

Skólavarðan - 01.06.2008, Síða 12
12 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 mismunandi eftir skólum. Hvert þema fól í sér tiltekin skylduverkefni en einnig var svigrúm fyrir einstaklingsbundin valverkefni. Oft voru próf hluti af þemanu hjá eldri nemendum en því lauk alltaf með sýningu eða lokauppgjöri. Nemendur virtust yfirleitt áhugasamir og lögðu sig fram við vinnuna. Þrátt fyrir að aðalumgjörð kennslunnar væri þemanám voru grunngreinar, svo sem stærðfræði, kenndar í sumum tilvikum jafnt og þétt yfir skólaárið. Umhverfi skólanna í Helsingjaborg er að nokkru leyti ólíkt því sem algengast er hér á landi. Foreldrar hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Samkeppni er um nemendur þar sem tiltekin fjárhæð fylgir hverjum nemanda. Skólarnir sjá sér því hag í að halda í og laða að sem flesta nemendur. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að skólarnir leggja talsvert upp úr því að skapa sér sérstöðu með sérhæfðu námsframboði. Til dæmis heimsótti íslenski kennarahópurinn skóla þar sem sérstök áhersla var lögð á tónlist og fótbolta fyrir nemendur á unglingastigi. Nemendur sem hafa sérstakan áhuga á tónlist eða fótbolta sækjast eftir að komast í skólann. Eftirspurn er mikil og komast færri að en vilja. Þessi skóli hefur nokkuð hátt hlutfall nemenda af erlendum uppruna og kom fram að sú leið að sérhæfa námsframboðið með þessum hætti hefði meðal annars verið farin til að laða að fleiri nemendur með sænsku að móðurmáli og stuðla þannig að því að samsetning nemendahópsins endurspeglaði samfélagið. Í öðru tilfelli hafði skóli stofnað litla Montessorideild innan skólans til þess að bregðast við nemendafækkun sem orðið hafði í kjölfar stofnunar Montessoriskóla í hverfinu. Sá skóli var ekki lengur starfsræktur en Montessorideildin var enn til staðar. Helsingjaborg er nokkuð fjölþjóðleg og þar býr töluvert af innflytjendum. Fram kom í máli skólastjórnenda að það væri áhyggjuefni hversu mikil aðgreining endurspeglaðist í skólunum milli nemenda með sænsku að móðurmáli og innflytjenda. Í þeim skólum sem við heimsóttum var mjög lágt hlutfall innflytjenda, að þeim skóla undanskildum sem nefndur er hér að framan. Samkvæmt upplýsingum frá skólayfirvöldum eru einnig skólar í borginni þar sem hlutfall innflytjenda er um 80%. Það vakti athygli okkar að lítið var um nemendur með miklar sjáanlegar sérþarfir. Þó svo að opinber stefna sé nám án aðgreiningar sækja flestir nemendur með miklar sérþarfir sérskóla. Sama á við um nemendur með mikla hegðunarörðugleika. Þeir sækja í mörgum tilfellum sérskóla, að minnsta kosti tímabundið. Ferðin var í heild mjög lærdómsrík og gagnleg og frábærlega vel skipulögð af undirbúningsnefnd kennara og skóla-yfir- völdum í Helsingjaborg. Ruth Magnúsdóttir og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir Höfundar eru kennarar við Grunnskólann á Egilsstöðum og Eiðum. Nemendur sem hafa sérstakan áhuga á tónlist eða fótbolta sækjast eftir að komast í skólann. Eftirspurn er mikil og komast færri að en vilja.                            KYNNISFERÐ TIL SvíþjóÐAR

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.