Skólavarðan - 01.06.2008, Side 24

Skólavarðan - 01.06.2008, Side 24
24 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 Þann 29. maí samþykkti Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skóla- stjórnenda. Í þessum lögum birtist heild- stæð stefnumörkun um menntun íslenskra barna og unglinga allt frá leikskóla að háskóla. Af því tilefni hef ég ákveðið að efna til Mennta- þings föstudaginn 12. september 2008. Þingið verður haldið að Hótel Loftleiðum í Reykjavík og stendur frá kl. 9 til 16. Markmið með Menntaþinginu er að skapa vettvang til þess að fjalla um nýja mennta- stefnu og hvernig henni verður hrundið í framkvæmd með innleiðingu laganna og nýjum námskrám Kynningar og umræður á Menntaþinginu munu höfða til kennara, nemenda og skóla- stjórnenda auk foreldra og annarra sem áhuga hafa á menntamálum. Á þinginu verða fyrirlestrar sem varða nýja menntastefnu og veita yfirsýn yfir helstu þætti hennar. Einnig verða málstofur um einstök málefni þar sem gert er ráð fyrir virkri þátttöku þinggesta. Menntamálaráðuneyti vekur hér með athygli á Menntaþinginu og hvetur fulltrúa skóla og hagsmunaaðila til þátttöku. Dagskrá verður kynnt síðar. Bent er á að nýju lögin verða innan skamms aðgengileg á vefsvæðinu nymenntastefna.is. Þar verður einnig að finna ýmis önnur gögn sem tengjast Menntaþinginu og nýrri menntastefnu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þann 22. maí sl. voru eftirtalin kosin í skólamálanefnd FF starfstímabilið 2008 - 2011. Anna María Gunnarsdóttir Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti er enn formaður nefnd- arinnar. Aðrir nefndarmenn eru: Anna Sjöfn Sigurðardóttir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ frá Félagi enskukennara, Björk Þorgeirsdóttur Kvennaskólanum frá Félagi félagsfræðikennara, Róbert Ferdinandsson Fjölbrautaskólanum við Ármúla frá Félagi íslenskra kennara í nýsköpunar og frum- kvöðlamennt og Stefán Jónsson Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ frá Félagi íslenskra myndlistarkennara. Til vara eru Valfríður Gísladóttir Menntaskólanum í Kópavogi frá Félagi frönskukennara og Birgir Martin Barðason Fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá Félagi raungreinakennara. Félag framhaldsskólakennara hélt fund með formönnum félagsdeilda og trúnaðar- mönnum í öllum framhaldsskólum landsins 2. júní s.l. Fundarefnið var alvarleg staða í samningamálum. Kjarasamningur félags- manna KÍ í framhaldsskólum er laus en engin niðurstaða í samningaviðræðum í augsýn. Fundarmenn lýstu yfir mikilli óánægju með launaþróun í framhaldsskólum sem er lakari en hjá viðmiðunarhópum. Margir bentu á andvaraleysi ráðamanna gagnvart þeim vanda sem aftur er að skapast vegna þess að framhaldsskólakennurum eru ekki búin ásættanleg starfskjör. Bent var á víti til varnaðar, þ.e. ástandið sem skapaðist síðla árs 2000 og leiddi til langs verkfalls í framhaldsskólum. Samninganefnd kennara og stjórnenda í framhaldsskólum hefur í marga mánuði leitað eftir niðurstöðu um nýjan kjarasamning fyrir framhaldsskóla við samninganefnd Uppeldi til ábyrgðar er stefna eða leið í samskiptum sem leggur áherslu á að eina manneskjan sem við getum stjórnað séum við sjálf. Í stuttri grein er ekki hægt að lýsa stefnunni til hlýtar en það verður gert á þessum vettvangi síðar, hér er aðeins tæpt á nokkrum atriðum. Meginatriði í þessari uppeldisstefnu er að við berum sjálf ábyrgð á líðan okkar og hegðun. Börn og unglingar eru hins vegar á ábyrgð hinna fullorðnu og dvelja mikinn hluta tíma síns í skólanum sem hefur þar með mikil áhrif á mótun þeirra. Í ljósi þess að menntun á meðal annars að snúast um að fá fólk til að sýna ábyrga hegðun fremur en að nota valdbeitingu í samskiptum hlýtur að vera skynsamlegt að fá nemendur til að hugsa um hvernig áhrif hegðun þeirra hefur á annað fólk og hvort þeir ná markmiðum sínum með þeirri hegðun sem þeir nota. Þetta á bæði við gagnvart þeim sem beita valdi og hinum sem láta teyma sig. Skólakerfið á að gefa öllum börnum tækifæri til að þroska sjálfsmynd sína og læra að fullnægja þörfum sínum án þess að ganga á rétt annarra. En uppeldi til ábyrgðar er ekki bara hugmyndafræði sem gagnast í skólastarfi heldur snýst hún um hvernig við högum okkur almennt í samskiptum hvert við annað. Af hverju sérstakt félag um stefnuna? Um þrjátíu grunnskólar og nokkrir leikskólar hérlendis hafa innleitt uppeldisstefnuna í skólastarf sitt og enn fleiri eru að kynna sér hugmyndafræðina. Oft hefur verið rætt um að stofna áhugamannafélag þeirra sem aðhyllast og starfa við þessa hugmyndafræði í þeim tilgangi að auðvelda samskipti og skipulag á símenntun og fræðslu. Í lok mars varð þetta að veruleika og haldinn var formlegur stofnfundur í Áftanesskóla. Stofnfélagar eru um 140, flestir úr grunnskólum, nokkrir úr leikskólum og nokkrir fra´öðrum vinnustöðum þar sem unnið er með börnum og unglingum. Félagið er opið öllum áhugamönnum um málefnið og ef fólk hefur áhuga á að ganga í félagið má senda tölvupóst á netfangið jonaben@simnet. is. Stofnunum býðst einnig að vera styrktaraðilar. Vefur félagsins er í vinnslu og er það von okkar að hann verði tilbúinn með haustinu. Tilgangur félagsins er eins og áður segir að skapa samstarfsvettvang fyrir þá fjölmörgu kennara sem starfa samkvæmt þessari hugmyndafræði, standa fyrir námskeiðum og annarskonar fræðsluerindum. Næsta haust kemur Judy Anderson frá Kanada til Íslands og heldur námskeið í nokkrum leik- og grunnskólum. Einnig er meiningin að fá hana til að halda grunnnámskeið í hugmyndafræðinni fyrir þá sem eru á byrjunarreit eða vilja kynna sér efni stefnunnar frekar. Það námskeið yrði haldið á höfuðborgarsvæðinu og öllum opið. Það er von okkar sem að þessu stöndum að með því að vinna samkvæmt þessari stefnu náum við að koma fleiri ungmennum út í lífið með jákvætt lífsviðhorf og heilbrigðan hugsanagang gagnvart sjálfum sér, öðrum og samfélaginu í heild. Fyrsta stjórn félagsins: Jóna Benediktsdóttir frá Ísafirði sem er formaður til næstu tveggja ára, Sveinbjörn Markús Njálsson Álftanesskóla, Kristín E. Pálsdóttir leikskólanum Laut í Grindavík, Bára Jóhannsdóttir Foldaskóla, Ragnar Gíslason Garðaskóla, Magni Hjálmarsson Álftanesi og Sæbjörg Kristmannsdóttir Grunnskólanum í Borgarnesi. ríkisins. Fundurinn veitti samninganefnd fullt umboð til að halda áfram að leita samn- inga en undirstrikaði jafnframt að staðan yrði allt önnur og erfiðari í haust ef viðsemjendur sýna ekki vilja til að leiðrétta kjör kennara, námsráðgjafa og stjórnenda í framhaldsskólum. Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara sagði í viðtali í Morgunblaðinu 8. júní sl. að eins og staðan væri í dag væru framhaldsskólar engan veginn samkeppnishæfir um gott fólk og það bæri nokkuð á því að nýútskrifuðum kennurum brygði í brún þegar þeir heyrðu hver launakjörin væru og þeir freistuðu þess að leita í önnur störf. Kjarasamningur rann út þann 30. apríl og samningum var vísað til ríkissáttasemjara 26. maí. Fréttir af framvindu mála ásamt ályktunum og öðrum gögnum eru jafnóðum settar á vef KÍ, www.ki.is Þungt hljóð í framhaldsskólakennurum Nýtt áhugamannafélag á kennslu – og uppeldissviði Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga Bréf frá mennta- málaráðherra Menntaþing í september Ný skólamálanefnd FF

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.