Skólavarðan - 01.06.2008, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.06.2008, Qupperneq 26
26 KENNARAR Body percussion námskeið 28. -29. maí 2008 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Íslensku mennta- verðlaunin nýverið. Verðlaunin hlutu í flokki skóla Hvolsskóli á Hvolsvelli, í flokki kennara Arnheiður Borg, í flokki ungra kennara Halldór B. Ívarsson og í flokki námsefnishöfunda Pétur Hafþór Jónsson. Þau Arnheiður og Pétur eru höfundar námsefnis sem hér er sagt frá, nánar verður fjallað um hina verðlaunahafana síðar í Skólavörðunni. Arnheiður Borg kom við í KÍ um daginn og bræddi okkur með heillandi brosi. Hún gerði sér ferð í Kennarahúsið til að gefa okkur fyrsta kverið í flokki léttlesinna lífsleiknibóka sem hún er að endurútgefa um þessar mundir og við komumst á snoðir um. Nokkrum dögum síðar gerði hún sér svo lítið fyrir og hreppti menntaverðlaunin! Bækurnar sem Arnheiður er að endurútgefa fjalla um mannleg samskipti og gefa tilefni til umræðna um marga góða hluti, svo sem mikilvægi þess að vera jákvæður og tillitssamur. Fyrsta bókin heitir Rut fer í nýjan skóla. Sjá nánar á heimasíðu Arnheiðar home. gardabaer.is/arnheidur Í umsögn dómnefndar Íslensku menntaverðlaunanna segir meðal annars um Arnheiði: „Smitandi áhugi hennar á hverju því verki sem hún tekur að sér hrífur með sér nemendur og samstarfsfólk, skilar árangri sem oftar en ekki fer langt fram úr væntingum. Arnheiður leggur áherslu á að kennarinn hafi hlutverk sem bæði fræðari og uppalandi: að búa börn undir lífið, kenna þeim heilbrigð samskipti og fræða þau um muninn á réttu og röngu; styrkja þannig sjálfsmynd þeirra og félagsþroska. Hún var brautryðjandi í lífsleiknikennslu og samdi með öðrum kennurum námsefni sem nefndist Átak að bættum samskiptum löngu áður en lífsleikni var skilgreind sem sérstök námsgrein. Síðar samdi hún og gaf út bækur þar sem lífsleikni og lífsgildi eru sett fram í búningi ævintýra og sagna. Sem sérkennari hefur Arnheiður lagt sig sérstaklega eftir lestrarkennslu og samið kennsluforrit fyrir byrjendur í lestri sem sameinar kennslu í lestri og tölvunotkun. Einnig hefur hún samið léttlestrarefni, vinnubækur og verkefni til að efla mál- og hljóðvitund. Arnheiður er eldhugi í kennslu og jákvæðu og uppbyggjandi skólastarfi. Hún lætur engar nýjungar fram hjá sér fara. Þegar hún finnur ekki efni sem henni líkar skapar hún það sjálf og fær samstarfsmenn sína í lið með sér. Pétur Hafþór Jónsson er í sérstöku uppáhaldi hjá blaðamanni enda kennir hann yngsta afkvæminu og því gefast mörg tækifæri til að upplifa hversu frábær kennari hann er. Í frétt á vef menntasviðs Reykjavíkurborgar segist Pétur þakklátur fyrir verðlaunin og afar stoltur af nemendum sínum sem tróðu upp á verðlaunahátíðinni. “Það er alltaf gaman að vinna með hæfileikaríkum krökkum og þeir virka sem vítamínsprauta á mig alla daga. Það námsefni sem ég hef samið hef ég prufukennt jafnóðum á krökkunum og fengið staðfestingu á að það kemur að góðu gagni. Næsta skref er að miðla þeirri þekkingu til annarra kennara.” Í umsögn dómnefndar Íslensku menntaverðlaunanna segir meðal annars um Pétur og námsgögnin hans: „Pétur Hafþór Jónsson hefur áratuga reynslu af útgáfu á kennsluefni í tónmennt fyrir grunnskóla: kennslubókum, kennsluleiðbeiningum, vinnubókum og hlustunarefni. Hann brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sem tónmenntakennari árið 1977 og lauk prófi í tónvísindum frá háskólanum í Álaborg árið 1996. Pétur Hafþór hefur verið kennari í Austurbæjarskóla frá 1976, að undanskildum þeim þremur árum sem hann var við framhaldsnám í Álaborg. Hann hefur á starfsferli sínum byggt upp og stjórnað kór skólans sem víða hefur komið fram ... Bók hans Hljóðspor ... er að mati dómnefndar framsækið og nýstárlegt námsefni. Í námsefninu er gerð grein fyrir þróun dægurtónlistar á 20. öld og tengslum hennar við tónlistarmenningu ungs fólks. Þetta er gert á afar aðgengilegan hátt með lýsingum og tónlistardæmum af ýmsu tagi. Dregin er upp mynd af því hve sterkt afl tónlist er í uppeldi barna og unglinga og áhrifamikið til sköpunar og samkenndar í samfélagi nútímans ... Áhersla er lögð á að í tónmennt geti nemendur sett sig í spor annarra, skilið og deilt hugmyndum, tilfinningum og reynslu með öðrum ... Námsefnið er vandað að allri gerð. Ásamt markvissri fræðslu um tónmenntir getur það stuðlað að aukinni samkennd meðal barna og unglinga í íslensku samfélagi sem verður fjölmenningarlegra með ári hverju. Undirrituð hefur flett Hljóðsporum á bókasafninu og getur tekið undir með dómnenfd að þetta námsefni er meiriháttar. Námsgagnastofnun gefur út, sjá nánar á nams.is keg Arnheiður og Pétur Hafþór eru í hópi handhafa Íslensku menntaverðlaunanna Arnheiður Borg Pétur Hafþór Jónsson

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.