Skólavarðan - 01.06.2008, Page 28

Skólavarðan - 01.06.2008, Page 28
28 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 Þann 14. ágúst gangast Samtök áhugafólks um skólaþróun fyrir ráðstefnu um leiðir til að efla lesskilning á öllum skólastigum og í öllum námsgreinum. Ráðstefnan verður haldin í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og verður endurtekin á Akureyri 6. september. Helga Sigurmundsdóttir aðjúnkt í Kennara- háskólanum hefur skilgreint lesskilning svo: „Lesskilningur vísar til skilnings, varð-veislu og endurheimtar á því sem lesið er (Muter, 2003). Forsenda lesskilnings er góður orðaforði og málskilningur sem vísar til skilnings og þekkingar á mæltu máli og uppbyggingu þess (Burns, Griffin & Snow, 1999). Minnið hefur veigamiklu hlutverki að gegna (Vance og Michelle, 2006), en það sem mestu skiptir eru þó þær námsaðferðir sem nemandinn beitir við lesturinn. Bakgrunnur, reynsla af mismunandi tegundum ritmáls, áhugi, ályktunarhæfni og þekking á eigin hugsun eru þættir sem skipta verulegu máli til að skilja og afla sér þekkingar (Harvey & Goudvis 2007).“ Bækur og annað lesefni hafa mikil áhrif á fólk, ekki síst í uppvextinum. Síðast í gær var undirrituð að tala um áhrifamiklu lýsinguna á ísbjarnarbardaganum í Nonna og Manna. Seinna sama kvöld var þáttur um skipið Dannebrog sýndur á norskri stöð – og þá var rætt um vikulega umgengni við norrænt kóngafólk, leikara og stjórnmálamenn í gegnum dönsku og norsku blöðin. Sylvia Sommerlath, Dirch Passer, Friðrik og Jóakim, meira að segja Anker Jørgensen sem var forsætisráðherra milli tektar og tvítugs blaðamanns, þetta voru ástmegir fjölskyldunnar. Þennan sama dag las ég í blaðinu ýmislegt gott sem Philippe Claudel sagði um bækur en hann er höfundur bókarinnar Í þokunni sem var að koma út í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur. Í morgun voru brúna nautið frá Norrova og ragnarök til umræðu í fjölskyldubílnum á leið í vinnuna og á hestanámskeiðið, hvort tveggja fyrirbæri sem hafa komið til okkar í gegnum lesefni. Samtök áhugafólks um skólaþróun ætla sem sagt að taka á þessu stórmerka máli: Hvernig efla megi lesskilning. Því er í sjálfu sér fljótsvarað, með því að lesa mikið af skemmtilegum, vel skrifuðum og æsispennandi bókum fyrir börn, tala við þau og segja þeim sögur. Þau fara þá að gera þetta sjálf þegar þau hafa aldur og þroska til. Vandinn er bara sá að það er ekki hægt að skikka foreldra til að gera þetta og kennarinn hefur takmarkaðan tíma til þess. Af þessum sökum og í þessum efnum þurfa kennarar að vera flinkir, hugmyndaríkir og útsjónarsamir. Á ráðstefnunni verða kynntar margar hugmyndir og þróunarverkefni um hvernig hægt er að efla lesskilning á öllum skólastigum og í öllum námsgreinum. Einnig verður rætt um rannsóknir á lesskilningi og vísbendingar úr öðrum matstækjum, svo sem PISA, um lesskilning hérlendra barna. Nánari upplýsingar á www.skolathroun.is keg Heiður Baldursdóttir, sérkennari og rithöfundur, fæddist 31. maí 1958. Hún lést hinn 28. maí 1993. Bækur Heiðar Baldursdóttur voru lesnar aftur á bak og áfram á mínu heimili þegar þær komu út á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Íslenskar fantasíur fyrir börn voru fáséðar og Heiður fangaði unga lesendur í netið eins og að drekka vatn. Þessi hæfileikaríka og glæsilega kona hefði orðið fimmtug 31. maí sl. en hún lést árið 1993 eftir erfið veikindi, þremur dögum áður en hún varð þrjátíu og fimm ára. Eftir andlát Heiðar var stofnaður sjóður í minningu hennar. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir sem varða sérkennslu, blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna og boðskipti en Heiður var sérkennari og mikil hugsjónakona í málefnum barna og ungmenna með fötlun. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem varða markmið hans og alls hefur sex sinnum verið veittur styrkur úr Minningarsjóði Heiðar Baldursdóttur. Stjórn sjóðsins skipa fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands, Kennaraháskólanum og Þroskahjálp. Í tilefni af 50 ára afmæli Heiðar verður veittur veglegur styrkur úr sjóðnum nú í sumar. Faðir Heiðar, Baldur Ragnarsson, segir meðal annars svo í minningargrein um dóttur sína sem birt var í Morgunblaðinu í tilefni af afmælinu: - Heiði varð ekki langra lífdaga auðið. Megi hugsjónir hennar lifa í verkum styrkþega sjóðsins sem stofnað var til í minningu hennar. keg Stjórn Minningarsjóðs Heiðar Baldursdóttur auglýsir hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Í umsókn skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar: • Greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og áætlaðri framkvæmd. • Áætlun um upphaf og lok verkefnis og/eða áfanga. • Sundurliðuð kostnaðaráætlun. • Aðrar upplýsingar, s.s. fyrirhuguð kynning og nýting á niðurstöðum. Greinargerð skilist til sjóðstjórnar að loknu verkefni. Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins fyrir 1. júlí 2008 og sendast til Guðlaugar Teitsdóttur, Öldugötu 6, 101 Reykjavík. Styrkupphæð til úthlutunar árið 2008 er kr. 250.000,- og fer úthlutun fram í ágúst. Leiðir til að efla lesskilning Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur - sækið um fyrir 1. júlí Heiður fimmtug! Kjarasamningur FG samþykktur með 79,2 % atkvæða Þann 14. maí 2008 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) innan Kennarasambands Íslands um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands (vegna Félags grunnskólakennara) og Launanefndar sveitarfélaga sem skrifað var undir þann 28. apríl 2008 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Talning atkvæða fór fram þriðjudaginn 20. maí 2008. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi: Á kjörskrá voru 4646. Atkvæði greiddu 4068 eða 87,5%. „Já“ sögðu 3221 eða 79,2%. „Nei“ sögðu 727 eða 17,9%. Auðir seðlar og ógildir voru 120 eða 2,9%. Kjarasamningur SÍ samþykktur með 73,9 % atkvæða Þann 15. maí 2008 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands innan Kennarasambands Íslands um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands (vegna Skólastjórafélags Íslands) og Launanefndar sveitarfélaga sem skrifað var undir þann 30. apríl 2008 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Talning atkvæða fór fram miðvikudaginn 21. maí 2008. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi: Á kjörskrá voru 594. Atkvæði greiddu 379 eða 63,8%.„Já“ sögðu 280 eða 73,9%. „Nei“ sögðu 98 eða 25,9%. Auðir seðlar og ógildir voru 1 eða 0,2%.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.