Skólavarðan - 01.06.2009, Page 16
16
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
til sjálfstæðis þeirra en þetta gagnrýnum
við. Nú þurfa allir að hugsa öðruvísi, líka
sveitarfélögin með sitt lögbundna sjálfstæði.
Við viljum sjá markvissar áætlanir þeirra og
ríkisstjórnarinnar um að verja skólastarf
en til að það verði þarf að fást yfirlit um
það sem er að gerast í hverju sveitarfélagi
fyrir sig. Það þarf öfluga upplýsingagjöf og
gagnsæi. Ef grípa á til aðgerða verðum við
auðvitað að vita hvar vandinn er mestur og
um hvað hann snýst! Ef skólar þurfa að fara
í erfiðar aðgerðir og skera niður þjónustu þá
þurfa menn að vera sannfærðir um réttmæti
þeirra aðgerða sem gripið er til. Við kennarar
verðum að eiga kost á að leggja mat á
endanlega forgangsröðun. Það fer illa í fólk
að hafa tilfinningu fyrir því að um sé að ræða
tilviljanakenndar og ekki óhjákvæmilegar
aðgerðir sem bitna þungt á bæði kennurum
og nemendum.
Mikilvæg samskipti um skólamál fara núna
fram á vettvangi samflots um kjarasamn-
ingamál. Þar ræða aðilar á vinnumarkaði
um hvaða umgjörð er hægt að skapa
utan um kjör landsmanna. Þar koma skóla-
mál til umræðu ásamt öðrum samfélags-
legum velferðarmálum sem snerta stóran
hluta þjóðarinnar. En Kennarasambandið er
bæði fagfélag og stéttarfélag. Núna förum
við sem fagstétt sterklega fram á það við
stjórnvöld að þessi risastóri málaflokkur
fái nauðsynlega athygli á erfiðum tímum.
Í Evrópu eru menn mjög uggandi um það
að skammsýni í viðbrögðum við kreppu og
ákvarðanir um að standa í stað eða beinlínis
stíga skref aftur á bak hefni sín illilega
vegna þess að skólaganga og menntun fólks
er öflugasta leiðin út úr kreppu. AGS hefur
til dæmis bent á að það sé arðvænlegra að
leggja fé í menntun en lækka skatta. Líklega
er verið að taka mörg röng skref á Íslandi
um þessar mundir en kennarasamfélagið er
heilt og óskipt í því að vinna með hagsmuni
nemenda að leiðarljósi.“
keg
Fullt samráð verði haft við
stjórnendur grunnskóla
Skólastjórafélag Suðurlands hvetur til þess
að haft verði víðtækt samráð við stjórnendur
grunnskóla í þeirri vinnu grunnskólayfirvalda
í sveitarfélögunum sem framundan er við
að ná fram sparnaði í rekstrarútgjöldum
á grunnskólastiginu. Þetta kemur fram í
ályktun sem félagið samþykkti á vorfundi
sínum þann 22. maí sl. og er birt á vef KÍ
www.ki.is. Ennfremur segir að það sé afar
óheppilegt að velja eina miðstýrða leið til
niðurskurðar, mjög gætilega verði að fara í
að skerða þjónustu sem grunnskólinn veiti
og það verði að skoða út frá forsendum hvers
og eins skóla og í samráði við stjórnendur.
Umboðsmaður barna varar
við niðurskurði í skólum
Umboðsmaður barna hvetur menntamála-
ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga
til að íhuga málið vel áður en ráðist er í
að fækka kennsludögum í grunnskólum.
Mikilvægt sé að hagsmunir barna séu ávallt
hafðir í fyrirrúmi og börnum hlíft við hvers
kyns niðurskurði sem sveitarfélögin standa
frammi fyrir. Þetta kemur fram í bréfi
umboðsmanns en hann er sem kunnugt er
opinber talsmaður allra barna á Íslandi. Í
bréfinu ítrekar umboðsmaður að börn og
ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagshópur
sem þarfnast sérstakrar verndar og
umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.
Í frétt á vef embættisins segir ennfremur:
„Í þeim efnahagsþrengingum sem nú eru
er mikilvægt að huga vel að börnum og
aðstæðum þeirra og reyna þarf eftir fremsta
megni að koma í veg fyrir að þrengingar
í efnahagslífinu hafi áhrif á daglegt líf
þeirra svo sem skólagöngu. Skólinn gegnir
mikilvægu hlutverki og er ákveðin kjölfesta í
lífi barna og ungmenna. Kjölfesta sem ekki
síst er mikilvæg fyrir börn og ungmenni
á þeim umrótatímum sem við upplífum
núna.“
Kennarasögur.is er meistaraverkefni Eyglóar Sigurðardóttur grunnskólakennari, frábær
upplýsingavefur um starfendarannsóknir í skólum og einnig vefur með sögum kennara
þar sem þeir segja frá eigin reynslu í kennslu og góðum hugmyndum og kennsluháttum
sem hafa gengið vel í skólastofunni. Kennarar skrá reynslu sína og miðla henni til annarra
með því að senda sögur á kennarasogur@gmail.com Það eina sem vantar á vefinn er
nafn Eyglóar, hún er óþarflega hógvær!
Kennarasogur.is
Föstudaginn 21. ágúst nk. verður efnt
til ráðstefnu til heiðurs dr. Wolfgang
Edelstein í tilefni af áttræðisafmæli hans
þann 15. júní á þessu ári. Ráðstefnan er
haldin í Skriðu v/Stakkahlíð og stendur
yfir frá kl. 13-17. Wolf-gang er einn
áhrifamesti skólamaður hér á landi á
ofanverðri tuttugustu öld. Hann var ráðgjafi
menntamálaráðherra frá 1966–1984 og
aftur 1989–1991 um mótun skólastefnu
og stýrði ýmsum umbótaverkefnum, meðal
annars á vegum skólarannsóknadeildar
menntamálaráðuneytisins. Wolfgang hóf
feril sinn sem kennari og varð síðar nám-
stjóri við Odenwaldskólann, sem var einn
af þekktustu umbótaskólum í Þýskalandi á
síðustu öld. Wolfgang var einn stjórnenda
Max Planck menntarannsóknastofnunar-
innar í Berlín og stýrði þar ýmsum verk-
efnum sem einkum beindust að námi og
þroska barna. Undanfarin ár hefur hann
einkum fengist við viðfangsefni sem snerta
megináhugamál hans: Lýðræði í skólastarfi,
siðgæðisuppeldi, nám gegn fordómum,
skapandi hugsun og skólaþróun. Wolfgang
var í stjórn þróunarverkefnis um lýðræði í
skólastarfi á vegum menntamálaráðuneyta
þýsku landanna 2002–2007 en það verkefni
náði til um 180 skóla. Hin þekkta bók
Wolfgangs Skóli – Nám – Samfélag kom út
í nýrri útgáfu fyrir skömmu. Wolfgang er
heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Skráning
á ráðstefnuna er í tölvupósti: ingvars@hi.is
(ekkert ráðstefnugjald). Sjá dagskrá hér:
http://starfsfolk.khi.is/ingvar/we.html
Ráðstefna til heiðurs Wolfgang Edelstein áttræðum
Aukin velmegun og góðæri var ekki nýtt til að færa
skólastarf og menntun til þess vegar sem við viljum
sem samfélag og lög gera ráð fyrir.
SKólI – NáM – SaMfélaG
Wolfgang Edelstein
Kennarasögur og starfendarannsóknir
– nýr vefur
SKÓLI Á KREPPUTíMUM, FRéTTIR