Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 19
NÁMSMAT í FRAMHALdSSKÓLUM 19 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 matsfundir nýtilegri en hefðbundnar kennslu- kannanir?“ Við vorum sannfærðar um að hægt væri að svara þessum spurningum játandi. Við vorum einnig vissar um að nemendur væru hæfir og myndu gefa sér tíma til að meta þetta vel. Loks var það okkar tilfinning að fleiri nemendur tækju þátt og niðurstöður yrðu nýtilegri fyrir kennara, þar sem allir gátu sagt það sem þeir vildu með eigin orðalagi og höfðu frjálst val um hvað þeir vildu gera athugasemd við. Matsfundirnir voru haldnir án þess að kennarinn væri viðstaddur í öllum hópunum nema einum. Önnur okkar sá um að skrá niðurstöður en hin stjórnaði umræðum á flestum fundanna. Framkvæmd: • Við byrjuðum á biðja nemendur um að færa borðin til hliðar og raða stólum í hring. Að því loknu sögðum við þeim hvert verkefnið væri. • Við óskuðum eftir því að nemendur segðu eitt til tvö atriði sem þeim þætti jákvætt við áfangann. Hringurinn gengi réttsælis og allir fengju að segja sína skoðun. Þegar hringurinn væri búinn myndum við fara annan hring rangsælis og þá segðu þeir eitt til tvö atriði sem þeim fyndist hægt að bæta í áfanganum. Við tókum fram að nemendur mættu vera sammála öðrum nemanda og einnig mætti segja ,,pass“, jafnframt að nemendum gæfist kostur á að bæta við ef þeim fannst þess þurfa í lokinn. • Áður en við byrjuðum útskýrðum við til- ganginn með verkefninu sem væri að bæta skólastarfið. • Við létum nemendur vita að við myndum skrifa athugasemdirnar beint eftir þeim og að við undirstrikuðum þau atriði sem væru oft tekin fram. • Við sögðum þeim hvert framhaldið yrði, að kennarinn fengi niðurstöðurnar nafn- lausar. • Við lásum upp tíu spurningar úr kennslu- könnuninni sem er lögð fyrir á vorönn til að gefa þeim hugmynd um umræðuefni. • Eftir matshringinn spurðum við nem- endur hvernig þeim hefði fundist þetta. • Að lokum óskuðum við eftir því að nem- endur hjálpuðu okkur að ganga frá stof- unni. Skemmst er frá að segja að verkefnið var mjög skemmtilegt og áhugavert og allar tilgátur okkar fengust staðfestar. Við erum enn sannfærðari en áður um að nemendur okkar eru færir um að meta skólastarfið með faglegum hætti. Við erum þess líka fullvissar að fundirnir hafi verið gagnlegir fyrir alla og á margan máta. Kennarar fengu að vita beint frá nemendum hvað þeir eru að gera vel og hvort eitthvað mátti bæta. Það má ekki gleymast að jákvæðu atriðin eru jafn mikilvæg og þau neikvæðu. Almennt einblíndu nemendur meira á kennarann og kennsluhætti þegar þau voru að fara jákvæða hringinn en meira á aðstöðuna, tækin og bækurnar þegar þau áttu að nefna eitthvað sem betur mætti fara. Það voru virkilega gagnlegir og góðir fundir sem við áttum með kennurum þegar við vorum að fara yfir atriðin sem við tókum á matsfundunum. Okkur fannst kennarar taka athugasemdunum mjög vel og var að sjálfsögðu virkilega ánægjulegt að kynna fyrir þeim atriðin sem nemendur nefndu að væru jákvæð. Það var ekki erfitt að fara yfir atriðin sem nemendum þótti þurfa að bæta og laga. Kennararnir tóku mjög vel í þær athugasemdir og til að mynda kom einn kennari til okkar nokkru seinna og sagðist hafa brugðist við athugasemdinni og væri ánægður með árangurinn. Þetta hafi verið eitthvað sem hann hafði ekki hugsað út í áður en væri þakklátur fyrir ábendinguna. Við fengum líka margar góðar og áhuga- verðar athugasemdir frá nemendum um framkvæmd matsfundanna (í könnun þar að lútandi) sem vert væri að prófa ef það á að endurtaka þetta. Eins og það að byrja fundinn á því að allir skrifi athugasemdir á miða svo ekki verði allir sammála síðasta ræðumanni. Jafnframt mætti prófa að hafa fundina aðeins fyrr á önninni (þeir voru í síðustu kennsluviku) eða láta nemendur vita með einhverjum hætti að fundur stæði til svo þeir gætu verið búnir að hugsa sig um hvort það væri eitthvað sérstakt sem þeir vildu koma á framfæri. Við erum þó á því að það sé ekki gott að láta nemendur vita nákvæmlega hvar og hvenær fundirnir verði haldnir svo þetta verði heldur ekki allt of undirbúið. Nokkrar ráðleggingar til þeirra sem vilja prófa:  Kynna verkefnið vel fyrir stjórnendum og kennarahópnum.  Hafa kennarann ekki viðstaddan.  Kynna niðurstöður fljótt fyrir kennurum svo þeir geti nýtt sér þær strax.  Hægt að skoða aðra útfærslu, t.d. láta nemendur byrja á að skrifa athugasemdir á miða.  Halda fundina snemma á önninni, 5.-6. viku?  Gott að tveir haldi fundinn. Í lokin má nefna að stjórnendur sýndu mikinn áhuga á verkefninu og hafa óskað eftir því að það verði þróað áfram í skólanum.“ Irena Ásdís Óskarsdóttir og Ragnhildur Guðjónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.