Skólavarðan - 01.06.2009, Qupperneq 24
24
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
NORÐLINGASKÓLI
Það er bókstaflega allt að gerast hjá Norð-
lingaskóla í Reykjavík þessa dagana, nánar
tiltekið þessa þrjá dagana. Skólanum
hlotnaðist fjöregg Samfoks einn daginn,
íslensku menntaverðlaunin næsta dag og
hélt svo hina árvissu Norðlingaleika þriðja
daginn. Þá er skólinn einnig tilnefndur til
Foreldraverðlauna Heimilis og skóla.
Íslensku menntaverðlaunin hlaut Norðlinga-
skóli í flokknum „Skólar sem sinnt hafa vel
nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslu-
starfi.“ Hér er gripið niður í umsögn dómnefndar
á nokkrum stöðum:
Norðlingaskóli í Reykjavík hefur þann
stutta tíma sem hann hefur starfað getið
sér orð fyrir framsækni, nýsköpun og
einkar heildstæða og skýra stefnumörkun
og orðið fyrirmynd sem fólk víða að kemur
til þess að skoða og læra af. Starf skólans
er grundvallað á því lífsviðhorfi að hverjum
einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo að
hann megi á eigin forsendum þroskast og
dafna sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst
lífsglaður einstaklingur…
Stefnan var mótuð í upphafi á heild-
stæðan og framsækinn máta þar sem Norð-
lingaholtið og nánasta umhverfi þess er
samofið skólastarfinu og áhersla lögð á virk
tengsl við foreldra og forráðamenn nemenda.
Dyr skólans standa öllum foreldrum ætíð
opnar og hlýlega er tekið á móti þeim …
Mikil áhersla er lögð á list- og verkgreinar
og samþættingu þeirra við aðrar náms-
greinar. Útikennsla er gerð að virkri kennslu-
aðferð þar sem Björnslundur í nágrenni
skólans er m.a. nýttur sem kennslustofa …
Stjórnunarhættir í Norðlingaskóla einkenn-
ast af faglegu hugrekki, samvinnu og virkri
þátttöku starfsmanna. Skólinn hefur farið inn
á nýjar brautir við að skipuleggja vinnutíma
starfsmanna. Allt starfsfólk skólans vinnur í
teymum en markmiðið með því er að nýta
margbreytileika starfsfólksins og rjúfa hina
hefðbundnu einyrkjastarfsemi sem er víða
við lýði.
Lögð er áhersla á mikla faglega umræðu
meðal starfsfólks og vilja til nýbreytni þar
sem skólaþróun er talin eðlilegur hluti af
daglegum störfum …
Starfsemi Norðlingaskóla fer fram í
bráðabirgðahúsnæði. Þrátt fyrir erfiðleika
sem því fylgja hefur starfsemi skólans verið
metnaðarfull, heildstæð, nemendamiðuð og
í virkum tengslum við umhverfi sitt þar sem
mörgum hindrunum hefur verið snúið upp í
tækifæri …
Norðlingaleikarnir
Föstudaginn 29. maí voru Norðlingaleikarnir
haldnir í skólanum en þá er keppt í jafn
fjölbreytilegum íþróttagreinum og húlahoppi,
að hitta í körfu og sippa, svo að einungis
þrennt sé nefnt. Tilgangur leikanna er að
nemendur fái tækifæri til að sýna sínar sterku
hliðar, hversu ólíkir þeir eru innbyrðis, hvað
þeir búa yfir margvíslegum hæfileikum og
hvernig mismunandi hæfileikar skila liðinu
hámarksárangri. Settar eru upp tuttugu
og fjórar stöðvar með ýmsum þrautum
og leikjum og í hverju liði eru tíu manns
úr öllum tíu árgöngum skólans. Liðsstjóri
er kosinn úr einum af elstu árgöngunum.
Hlutverk hans er að halda utan um liðið
sitt og finna út í samvinnu við liðsmenn
styrkleika hvers og eins. Hvert lið hefur sitt
eigið nafn og heróp. Þegar leikarnir hefjast
er Norðlingaleikaeldurinn tendraður, ávarp
haldið og þátttakendur fara saman með
Norðlingaeiðinn. Ljósmyndari og ritstjóri
Skólavörðunnar voru svo lánsöm að dvelja
um stund með Norðlingum á leikunum. Nem-
endur leikskólans Rauðhóls eru í samstarfi
við Norðlinga og komu í heimsókn á leikana
en meðal þess sem þessir tveir skólar deila
er hinn frábæri Björnslundur.
keg
Sjá nánar:
nordlingaskoli.is
forseti.is
samfok.net
nordlingaskoli.is/bjornslundur/
raudhollinn.is
heimiliogskoli.is
Norðlingaleikarnir, íslensku menntaverðlaunin, fjöregg Samfoks
og tilnefning til foreldraverðlauna
Hverjir eru bestir!