Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 28
28
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
COMENIUS
Vikuna 5-9 maí 2009 stóð yfir Comeniusarvika um
alla Evrópu. Markmiðið var að koma á framfæri þeim
jákvæðu áhrifum sem evrópskt skólasamstarf hefur á
þátttakendur í Evrópu. Í sömu viku voru afhent verðlaun
í ljósmynda- og slagorðasamkeppni þátttökuskóla
hér á landi sem Landskrifstofa menntaáætlunarinnar
stóð fyrir. Vinningshafi ljósmynda var Njálsborg og
Menntaskólinn á Akureyri varð hlutskarpastur með
slagorðið „Fara - Nema - Njóta“ sem dómnefnd fannst
lýsa vel markmiðum Comeniusarsamstarfs. Myndirnar
og slagorðin sýna vel fjölbreytileikann, námsfýsina
og gleðina sem felast í verkefnunum. Íslenskir skólar
hafa tekið virkan þátt í Comeniusar skólaverkefnum
í hátt í fimmtán ár og hafa nemendur og kennarar
notið góðs af. Árlega hljóta ríflega þrjátíu skólar hér
á landi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi styrki
til samstarfs. Verkefnin eru af margvíslegum toga og
tengjast öllum námsgreinum, til dæmis landafræði,
náttúrufræði, vísindum, tungumálum, heilsufræði, leik-
list og myndmennt.
Hér er hægt að skoða allar ljósmyndirnar sem bárust:
www.ask.hi.is/page/ljosmyndasamkeppni
Verðlaunamyndin. Sameinaðir sem einn strengur – leikskólinn Njálsborg
Á leið heim - Flensborg Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Góð leið til að aga nemendur! - Flensborg
Survivor - Barnaskóli Vestmannaeyja Leikskólinn Mýri Grunnskóli Vestmannaeyja
Selir - Lýsuholsskóli Leikskólinn Mýri
Leikskólinn Furugrund
Njálsborg vann ljósmyndakeppni og
MA slagorðakeppni