Skólavarðan - 01.11.2009, Qupperneq 22

Skólavarðan - 01.11.2009, Qupperneq 22
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 SKóLAþING SíS 22 Á þriðja skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 2. nóvember sl. var meðal annars rætt um möguleika skóla og sveitarfélaga til þess að halda uppi og jafnvel auka gæði og þjónustu í skólastarfi í kreppunni. Nærri 200 manns sátu þingið en yfirskrift þess var: Skóli á tímamótum – hvernig gerum við enn betur? Meðal framsögumanna á ráðstefnunni voru fjórir formenn aðildarfélaga KÍ og hér er tæpt á nokkrum atriðum sem þeir og aðrir, sem töluðu undir þessum dagskrárlið, gerðu að umtalsefni. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, sagði leikskólakennara hafa skilning á nauðsyn þess að hagræða til að minnka byrðar komandi kynslóða. Hins vegar varaði hún við því að fjölga börnum meira en orðið er miðað við fjölda starfsmanna og minnti á þörf fyrir að fjölga leikskólakennurum við störf á leikskólum. Björg sagði ekki auðvelt að svara spurningunni sem lögð var í hendur fyrirlesurum: Geta sveitarfélög og skólar aukið gæði og þjónustu í núverandi árferði? Eftir því sem nær dró skólaþingi fannst henni það erfiðara „vegna þess að með hverjum degi sem líður bætast við fleiri staðir á landinu þar sem fólk er í öngum sínum út af niðurskurði“, sagði Björg en bætti því við að samt bæri að leita svara við þessari spurningu og koma áherslum félagsmanna og félagsins á framfæri. Í þessu skyni leitaði hún til félagsmanna FL víðsvegar um landið og fékk þá í lið með sér að hugleiða eftirfarandi þrjár spurningar: 1) Í hverju felast gæði í leikskólastarfi? 2) Hvað er mikilvægast að standa vörð um í leikskólastarfi í kreppunni? 3) Felast tækifæri í kreppunni til að gera betur, almennt og í leikskólastarfi? Fjölmargt kom fram að sögn Bjargar en allir nefndu starfsfólk leikskóla sem helstu forsendu gæðastarfs, áhuga starfsfólksins almennt, stöðugleika í starfi og fagmennsku kennara. Án þessa frábæra fólks væri ekki hægt að halda uppi góðu skólastarfi, þetta fólk hefði valið leikskólann sem starfsvettvang, margir hverjir á tímum þegar ýmis önnur störf stóðu til boða. Leikskólinn ætti að vera afslappað umhverfi þar sem foreldrum liði vel yfir því að skilja börnin sín eftir. Mikilvægt væri að verja réttindi barna en óhægt ef nemendahópar stækkuðu, leikskólar væru nú þegar stútfullir. „Skólinn á að vera kreppufrítt svæði,“ sagði í einu svaranna. Félagsmenn sæju þau tækifæri meðal annars í kreppunni að gildismat breyttist til hins betra og góð samvera og samskipti kæmist í forgrunn, auk þess flæddi sköpunargleðin fram nú sem aldrei fyrr og auðvelt að virkja hana til góðs. Björg vék aftur að spurningunni um gæði og þjónustu og skipti henni í tvennt: Er hægt að viðhalda sömu gæðum og áður? Er hægt að bjóða sömu þjónustu og áður? Hún svaraði þeirri síðarnefndu afdráttarlaust neitandi en sagði flóknara að svara því hvort hægt væri að viðhalda gæðum eða jafnvel auka þau: “Það er freistandi að svara játandi en það verður að gera með þeim fyrirvara að það eigi ekki við alls staðar,“ sagði Björg. „Þær aðgerðir sem gripið er til í sveitarfélögum eru misharkalegar. Sums staðar lítilsháttar en annars staðar meiriháttar, og þar er mikil hætta á að gæðin minnki. Svo dæmi sé tekið er fólk í tilteknu sveitarfélagi að velta fyrir sér að fækka stjórnunarstöðum, taka nánast af fag- og starfsmannafundi, fækka skipulagsdögum, skera niður stoðþjónustu og fjölga börnum. Hvað gerist ef allt þetta er framkvæmt? Við þessari spurningu er ekki einhlítt svar.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskóla- kennara, lagði út af markmiðsgrein grunn- skólalaga og minnti á samband aukinnar menntunar við aukningu hagvaxtar. Hann ræddi sérstaka stöðu og hlutverk kennara gagnvart nemendum þar sem kreppan rataði beint inn í skólastofurnar og mikilvægi þess að skapa kennurum eins mikið starfsöryggi og mögulegt væri miðað við aðstæður því ella ættu þeir örðugt um vik að vera nemendum sú stoð og stytta sem nauðsynlegt væri. Skólinn hefði miklum skyldum að gegna gagnvart nemendum og bæri að tryggja þeim jafnrétti til náms þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Sveitarfélög þyrftu að vera vakandi fyrir því að ef til vill þyrfti að auka þjónustu skóla, svo sem með því að bjóða upp á morgunverð eða hádegisverð, auk þess að tryggja að allt nám væri nemendum að kostnaðarlausu. „Kennarinn þarf á stuðningi yfirmanna sinna að halda til að takast á við þessi mál,“ sagði Ólafur og vísaði þar til þess að stöðva innreið kreppu í skóla. „Kennarasambandið og Félag grunnskóla- kennara munu leggjast gegn hvers kyns hugmyndum um að skerða þjónustu í skólum. Slíkt bitnar mest á þeim sem þurfa á öflugu skólastarfi og stoðþjónustu að halda,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann benti á að niður- skurður í menntamálum væri ekki vænleg leið upp úr kreppu (og vísaði meðal annars til Þorvaldar Gylfasonar á þingi KÍ 2008 um að efling menntunar efldi lýðræði sem yki hagvöxt), engu að síður væri nú þegar búið að skera verulega niður. Lausráðnir kennarar fengju ekki endurráðningu, eitthvað væri um uppsagnir fastráðinna kennara, bekkir væru sameinaðir, yfirvinna nánast þurrkuð út og margt fleira. „Það er ekki hægt að skera meira niður í skólakerfinu,“ fullyrti Ólafur og vitnaði ásamt fleiru til nýlegra orðaskipta við kenn- ara sem sagði að hann og samstarfsmenn hans væru á hverjum degi „að bjarga því sem bjargað verður“. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistar- skólakennara, ræddi þá aðferð félagsins og viðbrögð við kreppunni að beita sér í stórum faglegum málum sem efla kennarahópinn. Hún vísaði þar meðal annars til frumkvæðis Geta sveitarfélög og skólar aukið gæði og þjónustu í núverandi árferði? Lj ós m yn d ir : In gi b jö rg H in ri ks d ót ti r

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.